Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 46
F rá því í sumar hefur Einar Magnús birst reglulega í veðurfréttatímum RÚV þar sem hann hefur ábúðarfullur sagt þjóðinni frá veðurfari lands- ins. Einar Magnús, sem er 28 ára gamall, er yngsti veðurfræðingur stöðvarinnar, en sex manns skipta þessu ábyrgðarfulla starfi á milli sín, fjórir karlar og tvær konur. „Fyrir utan einstaka ambögu sem hrekkur út úr manni í hita leiksins, þá finnst mér þetta bara hafa geng- ið nokkuð vel,“ segir Einar Magn- ús sem kann vel við sig á skjánum. Drengurinn er ókrýndur veðurtöff- ari stöðvarinnar en hans aðalkar- aktereinkenni, augnaráðið, hefur vakið mikla athygli hjá áhorfend- um, þar sem hann virðist alltaf setja vel í brýrnar þegar hann flyt- ur veðurfréttirnar. „Ég veit ekk- ert af hverju ég geri þetta, þetta er eitthvað sem ég geri alveg ómeð- vitað og ég hef ekki hugmynd um hvort ég geri þetta líka við önnur tækifæri,“ segir Einar Magnús og hlær. Hálfgert tölvunördastarf Einar Magnús er fæddur í Svíþjóð en fluttist fljótlega til Ísafjarðar þar sem hann bjó til sjö ára aldurs. Síðan hefur hann að mestu búið í Reykjavík ef frá eru talin sjö ár á Selfossi og tvö ár í Kaupmanna- höfn. Hann játar að veður hafi oft verið válynd þegar hann var að alast upp fyrir vestan en er þó ekki viss um að það hafi kveikt áhuga hans á veðurfræðinni. „Það var oft mikið að gerast í veðrinu fyrir vestan með þeim afleiðingum að Mogginn kom oft ekki í viku, það varð oft rafmagnslaust og skólan- um lokað,“ minnist Einar Magnús. Sem krakki ætlaði hann sér allt- af að verða læknir eins og faðir hans en síðan tók eðlisfræðiáhug- inn yfir. Einar er menntaður jarðeðl- isfræðingur og á daginn vinnur hann hjá Reiknistofu í veðurfræði en fyrirtækið setur meðal annars saman veðurspár fyrir hin ýmsu fyrirtæki og heldur líka úti heima- síðunni belgingur.is þar sem hægt er að sjá ýmsar tegundir af veður- spám. „Við sitjum að mestu leyti fyrir framan tölvur, reiknum spár og berum þær saman við raunveru- leikann. Að vera veðurfræðingur er því hálfgert tölvunördastarf,“ útskýrir hann. Vill sviptingar í vinnunni Í eyrum margra eru veðurspár hin mesta latína. Þegar Einar Magn- ús er spurður að því hvort ekki sé hægt að flytja veðurfréttirn- ar á meira mannamáli segir hann að það mætti kannski alveg athuga það en þó séu margir landsmenn, og ekki síst þeir sem virkilega þurfi að stóla á spárnar, vel inni í þessu tungumáli veðurfræðinn- ar. Hann reynir að útskýra helstu hugtökin, eins og hæð og lægð á einfaldan hátt fyrir blaðamanni. „Lægð er yfirleitt ávísun á meiri vind og úrkomu en hæðum fylgja yfirleitt hægari vindar og bjart- viðri. Þetta segir þó ekki endilega alla söguna. Lægð þarf ekki endi- lega að vera ávísun á leiðindi, það fer eftir því hvar hún er staðsett, hversu kröpp hún er og hvar á þró- unarskeiði sínu hún er stödd …“ segir Einar Magnús og er þar með strax farinn að flækja hlutina. Talið berst að erlendum veður- fréttatímum sem oft eru hið mesta skemmtiefni. Þar gera veður- fréttamennirnir út á hressileikann og klæðast jafnvel fötum í takt við spána. „Ég efa að slíkar veðurfrétt- ir myndu slá í gegn hér á Íslandi. Veðrið er nefnilega ekki eins létt- vægt hér og víða erlendis. Við erum bundnari í hefðirnar,“ segir Einar Magnús en upplýsir um leið að útfærsla veðurfréttanna á RÚV bjóði samt sem áður upp á nokkuð persónulega framsetningu; veður- fræðingarnir tali blaðlaust og búi því það sem þeir eru að segja til jafn óðum, svo útkoman getur oft orðið skrautleg. Það er viðeigandi að enda sam- talið á því að spyrja Einar Magn- ús út í hans uppáhaldsveður og hann er ekki lengi að svara því. „Ætli það sé ekki bara eins og hjá flestum landsmönnum. Mér sýnist mörgum leiðast hálfkák, það er að segja slydda og slabb, og ég er þar engin undantekning. Ég er hrifn- astur af rólegheitaveðri í frítím- anum en auðvitað er skemmtilegra að fást við einhverjar sviptingar þegar maður er í vinnunni.“ - snæ Einar Magnús Einarsson hefur vakið athygli í veðurfréttatímum RÚV fyrir hvassbrýnt augnaráð og líflega framkomu en hann er yngsti veðurfræðingur stöðvarinnar. Þolir ekki slyddu og slabb Veðurfræðingur- inn Einar Magn- ús kann best við rólegheitaveð- ur í frítímanum en vill gjarnan hafa sviptingar í veðr- inu þegar hann er í vinnunni. 10 • FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.