Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 66
 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Í kvöld verður opnuð ný sýning í Listasafni Íslands við Fríkirkju- veg sem kallast Streymi. Þrjár listakonur sýna og flytur frú Vigdís Finnbogadóttir ávarp af því tilefni. Á sýningunni mætast listakon- urnar Emmanuelle Antille, Gabríela Friðriksdóttir og Guðný Rósa Ingimarsdóttir. Sýn- ingin stendur til 1. maí. Halldór Björn Runólfsson hefur lagt áherslu í áætlunum sínum að fá hingað erlenda listamenn til sýn- ingarhalds sem hann teymir með innlendum. Antille er Svisslending- ur, fædd 1972 og býr í Lausanne. Hún hefur einkum sýnt í heima- landi sínu en á að baki 52 samsýn- ingar: um þessar mundir á hún verk á sýningum í París, Le Locle og Biel. Árið 2003 var Emmanuelle Antille fulltrúi heimalands síns á fimmtugasta Feneyjatvíæringnum. Þar sýndi hún myndband sitt Ang- els Camp frá 2001-3. Antille hefur fyrir löngu unnið sér frægð fyrir áleitin verk sín af nánasta umhverfi, kimum í sam- félaginu þar sem fólk leitar skjóls, leynistöðum þangað sem fólk leitar og viðvera tekur á sig svip launhelga og tákn- rænna athafna, full- orðnir, unglingar, börn. Verk hennar leiða hug- ann að stöðu mennsk- unnar í nútímasam- félagi. Gabríela Friðriks- dóttir var fulltrúi Íslands á Tvíæringn- um í Feneyjum árið 2005 með verki sínu Versations Tetralogia sem vakti ómælda athygli sökum sér- stæðrar samþættingar á myndmáli, tónlist og sviðslist. Íslenska skálanum í Kast- alagörðunum var breytt og gestum boðið að ganga á vit flakks í ævin- týraheimi, milli óra og vöku. Árið 2005 var Guðný Rósa Ingi- marsdóttir einn af fulltrúum Belgíu á hinni þekktu liststefnu ARCO í Madrid. Þar kynntust gestir hinum sérstæða heimi hennar sem birtist gjarnan þögull og nærfærinn gegn- um teikningar sem virðast spretta fram án upphafs og endis. Efnis- meðferð hennar í nýjustu verkum byggir gjarnan á mörgum ólíkum lögum áferðar, dregnum fram með skurðhníf undan mynstri nets eða möskva svo það sem undir býr kemur í ljós. Sýningin „Streymið“ er tilraun til að leiða saman hesta tveggja frá- bærra íslenskra listamanna og eins erlends, og brjóta með því upp þá algengu lensku að sýnendur séu annað hvort innlendir eða erlendir. - pbb Allt fram streymir MYNDLIST Gabríela sýnir hér á landi eftir langt hlé. Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson sun. 24/2 uppselt. Munið gjafakortin! Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. fös. 22/2 og lau. 23/2 örfá sæti laus Ívanov eftir Anton Tsjekhov Leikstjórn og aðlögun: Baltasar Kormákur Uppselt í febrúar!! sýningum lýkur 16. mars Sólarferð eftir Guðmund Steinsson Uppselt á næstu sex sýningar! „Haldið þið að þetta sé fyndið?“ Jón Viðar Jónsson, DV 12/2 Baðstofan eftir Hugleik Dagsson sýn. fös 22/2 örfá sæti laus „Eitursnjallt leikrit". Gerður Kristný, Mannamál/Stöð 2, 10/2. „Sýningin er besta skemmtun". Þröstur Helgason, Mbl., 9/2 LAUGARDAGUR 23. FEB KL. 17 TÍBRÁ: KVARTETT SÆUNNAR ÞORSTEINSDÓTTUR NOKKUR SÆTI LAUS SUNNUDAGUR 24. FEBKL. 20 TÍBRÁ: JUSSI BJÖRLING Töfrastund með goðsögninni í tónum, tali og myndum. NOKKUR SÆTI LAUS MIÐVIKUDAGUR 27. FEB KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR ARNDÍS HALLA ÁSGEIRSDÓTTIR OG KURT KOPETCKY Íslensk sönglög og aríur. NOKKUR SÆTI LAUS. Vilt þú syngja með í Gospelkór eignast nýja vini, og eiga frábæra helgi? Gospelnámskeið fyrir börn 3. - 7. bekk verður haldin í félagsheimili KFUM/K á Holtavegi 28 , Reykjavík! Námskeiðið endar með Tónleikum á Sunnudeginum kl. 17:00 Þáttökugjald er 2500 kr Skráning/upplýsingar: ester@herinn.is Skráningarfrestur 25 feb.! GOSPEL HELGI FYRIR HRESSA KRAKKA 29. feb. - 2. mars Næstu sýningar Lau. 23. febrúar kl. 20 Lau. 1. mars kl. 20 Lau. 8. mars kl. 20 SÍÐ US TU SÝ NIN GA R 27. febrúar 28. febrúar 2.mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.