Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 24
24 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR
UMRÆÐAN
Fiskveiðar
Málefni tengd fiskveiðum
og vinnslu hafa
fjarlægst daglega
umræðu okkar
Íslendinga. Þessi
þróun hefur gerst
hratt á síðustu
áratugum. Senni-
lega hefur afli, spretta og veður
verið forfeðrum okkar hugleikin
sl. þúsund ár eða svo. Á mannamót-
um í dag eru þeir sem ræða um sjó-
menn eða bændur í þaula álitnir
svolítið skrítnir. Aðrir hlutir þykja
fínni umræðuefni svo sem bankar,
peningar og viðskipti.
Ég veit ekki hvort þessi þróun í
samfélaginu sé ástæðan fyrir því
að líffræðingarnir á Hafrann-
sóknastofnun fóru að beita hag-
fræði við fiskeldi.
Hvað sem því líður þá stöndum
við frammi fyrir því að hagfræði
þeirra hefur skilað okkur hörmu-
legum árangri í fiskeldi. Hagfræði
Hafró gengur út á það að banna
mönnum að veiða fisk. Þetta er
orðið eins og 11. boðorðið í íslensku
þjóðlífi. Meðan við höfðum ein-
göngu 10 boðorð virkaði þetta vel.
Þá sá náttúran um sig sjálf. Ef það
var bræla var ekki farið á sjó, það
er eins í dag. Ef netin voru hálftóm
flutti flotinn sig til. Þegar menn
gátu veitt þá veiddu þeir hvað þeir
gátu. Samt var alltaf fiskur í haf-
inu.
Svo kom 11. boðorðið. Bannað að
veiða fisk og sérstaklega ekki lít-
inn ungan fisk. Hver er niðurstað-
an? Vægast sagt hörmuleg. Það er
ekki mikið af fiski í hafinu. Sá fisk-
ur sem veiðist er horaður með
magafylli af afkvæmum sínum.
Fiskurinn er ekki bara horaður
heldur mun minni en jafnaldrar
hans voru þegar menn veiddu eins
og þeir gátu.
Þegar við sjáum fréttamyndir af
manneskjum sem hafa lent í
hungurs neyð, rýr, sljó og með þan-
inn maga vegna eggjahvítuskorts,
hvað gerum við þá? Sendum þeim
mat, ekki satt? Nú, ef þessar mann-
eskjur fá engan mat þá deyr
stærsti hlutinn og þeir sem lifa af
verða vel nærðir og sterkir. Ef
mannát væri viðurkennd iðja hjá
mannskepnunni þegar ekkert
annað væri á boðstólum þá kæmi
hungurs neyðin mun síður fram,
ekki satt?
Ég læt öðrum eftir að hártogast
frekar með hagfræðikenningar
Hafró, enda botnar enginn neitt í
þeim. Meginniðurstaðan er sú að
takmörkun veiða hefur ekki skilað
þeim árangri sem vænst var. Það
er ekki ásættanlegt að það sem við
höfum haft úr býtum sé horaður,
vanþroska fiskur fullur af sjálfum
sér. Við ætlumst til betri árangurs
þegar mestu mannvitsbrekkur
landsins eiga í hlut. Borið saman
við almennt hyggjuvit forfeðra
okkar þá er árangurinn ansi rýr.
Ég tel að í þessu máli sé brýn
þörf á uppstokkun og endurskoðun
allra málavaxta. Það er ekki
ásættan legt að bæði þorskurinn og
mannlíf úti á landi sé nánast að
engu orðið. Í þúsund ár beittu for-
feður okkar hyggjuvitinu í
umgengni sinni við náttúruna en
ekki hagfræði. Hagfræði á vel
heima á öðrum sviðum mannlífs-
ins. Að lokum tel ég nauðsynlegt að
innleiða sjálfbæra þróun bæði í
fiskveiðistjórnun og Hafrann-
sóknastofnun ríkisins.
Höfundur er læknir.
11. boðorðið
og mannát
GUNNAR S.
ÁRMANNSSON
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
VELDU ÞAÐ BESTA!
RÝMINGARSALA!
NÚNA ER TÆKIFÆRIÐ!
700.00
0
AFSLÁ
TTUR
500.00
0
AFSLÁ
TTUR
400.00
0
AFSLÁ
TTUR
90-100
%
LÁN
300.00
0
AFSLÁ
TTUR
80.000
15” SJÓNVARP MEÐ DVD, AÐ VERÐMÆTI KR.
FYLGIR HVERJU HJÓLHÝSI Á ÚTSÖLUNNI!
FYRSTA ALVÖRU ÚTSALAN Á NOTUÐUM HJÓLHÝSUM!
Nú eigum við allt of mikið af notuðum hjólhýsum og húsbílum og þurfum þess vegna að losa pláss.
Því bjóðum við 150-700.000 KR. AFSLÁTT AF ÖLLUM NOTUÐUM HJÓLHÝSUM
sem við eigum á lager. Útsalan stendur yfir fram á miðvikudag -ef birgðir endast svo lengi!
DRÍFÐU ÞIG OG GERÐU GEGGJUÐ KAUP! FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FÁ!
WWW.VIKURVERK.IS VÍKURHVARFI 6 SÍMI 557 7720
BARA
Í
5 DAG
A!
ALLIR
VAGNA
R
INNI
VERIÐ VELKOMIN!
OPIÐ LAUGARDAG KL. 12-16
SUNNUDAG KL. 13-17.