Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 30
2 • FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Í þessu er verið að leggja loka- hönd á húsnæðið í því ástandi sem það verður þegar pörin flytja inn í það á morgun,“ upp- lýsir Gulli Helga, þáttastjórnandi Hæðarinnar. „Þau munu búa í hús- næðinu í sjö til átta vikur og inn- rétta það í áföngum,“ segir Gulli. Pörin hafa verið kynnt innbyrðis og fer vel á með þeim þótt vissu- lega megi ætla að það geti breyst þegar líða tekur á þáttaröðina. Dómnefnd þáttarins er skipuð þeim Hall- grími Friðgeirs- syni, innan- hússarkitekt, Kristínu Guð- mundsdóttur innanhúss- arkitekt og Þorvaldi Skúlasyni innanhússhönnuði, verslunareig- anda G-star. „Leikstjóri þáttar- ins, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, hafði samband við mig og bauð mér sæti í dómnefndinni. Ég þurfti aðeins að hugsa mig um en ákvað að slá til enda hef ég frá fyrstu tíð haft brennandi áhuga á arkitektúr og innanhússhönnun,“ segir Þorvaldur sem hefur haft yfirumsjón með innan- hússhönnun margra skemmtistaða á Íslandi og gerði til dæmis b5. „Ég þekki ekki hina dómarana en við munum hittast í fyrsta skipti í dag og ég hlakka til að kynnast þeim,“ segir Þorvald- ur en þetta verð- ur hans frumraun á skjánum að frátöld- um viðtölum sem hafa verið tekin við hann. „Ég verð að viður- kenna að þegar ég sá sjálfan mig í sjónvarpi í fyrsta skipti brá mér. Mér fannst ég tala allt of hratt og hugsaði að ég yrði heppinn að halda vinum eftir þessa út- reið,“ segir Þorvaldur hlæj- andi en þeir sem til hans þekkja eru sannfærðir um að hann muni njóta sín vel fyrir framan sjónvarpsvél- arnar. „Ég ætla að koma hreint og beint fram og vera ég sjálfur og ég veit að það verður lítið mál með Hrafn- hildi við stjórnvöl- inn en hún er mjög blátt áfram og eðlileg,“ segir Þorvaldur að lokum. bergthora@ frettabladid.is L eikritið Vígaguðinn er okkar fyrsta bún- ingaverkefni fyrir leikhús. Þjóðleikhús- ið vissi af hönnunarstúdíói okkar, Ander- sen & Lauth, og hafði samband við okkur þar sem við bjóðum upp á breiða línu af hönn- un,“ upplýsir Gunnar Hilmarsson en hann og eiginkona hans, Kolbrún Petra Gunnarsdóttir, eru hönnuðir. Gunnar og Kolbrún, betur þekkt sem Gunni og Kolla, hafa verið áberandi í ís- lensku tískulífi í áraraðir en árið 1999 opnuðu þau verslunina GK og hófu framleiðslu á sínu eigin fatamerki, Reykjavík Collection. Fyrir þremur árum seldu þau GK og stofnuðu And- ersen & Lauth en í dag er hönnun þeirra seld í tuttugu löndum í Evrópu og Asíu. „Það var haft samband við okkur með góðum fyrirvara og við höfðum því nægan tíma til að þróa týp- urnar í verkinu sem eru tvö pör, hægrisinnað uppapar og vinstrisinnað bóhempar. Við end- uðum á því að nota hönnun úr línunni okkar í bland við það sem við hönnuðum sérstaklega fyrir sýninguna,“ segir Gunni sem fer fögrum orðum um verkið og alla þá sem standa að sýn- ingunni en það eru leikararnir Baldur Trausti Hreinsson, Þórunn Lárusdóttir, Friðrik Frið- riksson og Edda Björg Eyjólfsdóttir sem fara með hlutverk þessa ólíku hjóna í leikstjórn Melkorku Teklu Ólafsdóttur. „Það var afar gef- andi að vera í kringum þetta hæfileikaríka og skapandi fólk og veitti okkur mikinn innblást- ur. Ef maður gæti vildi maður alltaf fá að vera í kringum þannig fólk en lífið er víst ekki svo einfalt,“ bætir Gunni við. Umgjörð sýningar- innar hefur hlotið mikið lof þar sem búningar Andersen & Lauth skapa fallega heild með sviðsmynd og lýsingu en sú samvinna var ólík því vinnuferli sem Gunni og Kolla hafa kynnst. „Fyrir Vígaguðinn unnum við litapalettu bún- inganna á allt annan hátt en þegar við hönnum fatalínu, þar sem áherslan er lögð á það hvern- ig línan passar innbyrðis saman. Í búninga- hönnuninni þurftum við að velja litina og efnis- áferð með sviðsmyndina og lýsinguna í huga, sem var skemmtilega samvinna,“ segir Gunni og bætir því við að þau hjónin gætu vel hugsað sér að starfa frekar við leikhús í framtíðinni. Eins og staðan er þó núna á haust- og vetrar- lína 2008-9 Andersen & Lauth hug þeirra allan en kjóll Eddu Bjargar úr Vígaguðinum endaði í línunni og var sýndur á tískuvikunni í Kaup- mannahöfn nú á dögunum. „Það má eiginlega segja að vinnan við þennan kjól nýttist okkur alla leið en við lögðum mikla vinnu í hann. Kjóllinn sjálfur var saumaður á Indlandi eftir okkar teikningum en við erum þar með frá- bært fólk sem vinnur fyrir okkur þar. Vinnan á bak við handverkið á kjólnum voru 25 klukku- stundir en kjóllinn er eiginlega hálfgerð „cout- ure“-flík og Edda Björg féll algjörlega fyrir honum,“ bætir Gunni við að lokum en líklega er þetta í fyrsta skipti sem íslensk búninga- hönnun endar á tískupöllum úti í hinum stóra heimi. bergthora@frettabladid.is … nema að skrá þig á dansnámskeið. Að dansa sig í gegnum kreppuna er al- gerlega málið. … nema að átta þig á því að grænn er liturinn. Fjárfestu í 49 Himnesk- um uppskrift- um úr smiðju Sollu á Grænum kosti og lærðu að borða grænt og góm- sætt án þess að þurfa að hafa áhyggjur af vigtinni. … nema að byrja að æfa fyrir maraþon- ið sem þú ætlar að hlaupa næsta sumar. Það verður allt of seint að byrja æf- ingarnar í júlí. … nema að hitta vinina yfir vínglasi eða sódavatni þótt það sé mikið að gera. Stundum verður maður hreinlega að fá smá breik frá öllum krefjandi verkefnunum. … nema að fá þér nýja klippingu. Hækkandi sól kallar á minna hár. Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@365.is Forsíðumynd Arnþór / Getty Images Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Guðný Gunnlaugsdóttir gunnyg@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 Helgin 22.-24. febrúar FÖSTUDAGUR þú kemst ekki í gegnum vikuna … Kjóll Eddu Bjargar endaði á tískuvikunni í Köben Hönnuðirnir Gunni og Kolla gerðu búningana fyrir Vígaguðinn ÞORVALDUR SKÚLASON DÆMIR Í HÆÐINNI Flytja inn um helgina Edda Björg Eyjólfsdóttir. Hjónin Gunnar og Kolbrún. LAUGARDAGUR: Breski plötusnúðadúettinn Kiki-Ow og Davo mun þeyta skífum á skemmtistaðn- um Organ í Hafnarstræti þar sem tónlist frá síðustu fimm áratugum verður spiluð blönduð saman við brit- popp, rokk, nýbylgjutónlist og electroclash. „Um þessa helgi verður engin slökun! Ég er á fullu að undirbúa stórt verkefni í vinnunni hjá UNIFEM sem kallast Fiðrildavika og er vitundarvakningarvika um of- beldi gegn konum á stríðshrjáðum svæðum. Svo ætla ég að fagna með uppá- haldsfrænku minni sem mun útskrifast sem félagsfræðingur. Á sunnudaginn flýg ég svo til New York til að fara á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM Matarhátíðin Food and fun stendur nú sem hæst og ættu matgæðingar að nýta sér þetta einstaka tæki- færi. Hápunktur hátíðar- innar verður tvímælalaust í Hafnar húsinu á laugardag- inn en þar verður dagskrá allan daginn sem endar með galadansleik hátíðar- innar seinna um kvöldið. Gulli Helga Kristín Guðmundsdóttir Þorvaldur Skúlason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.