Fréttablaðið - 22.02.2008, Page 30

Fréttablaðið - 22.02.2008, Page 30
2 • FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Í þessu er verið að leggja loka- hönd á húsnæðið í því ástandi sem það verður þegar pörin flytja inn í það á morgun,“ upp- lýsir Gulli Helga, þáttastjórnandi Hæðarinnar. „Þau munu búa í hús- næðinu í sjö til átta vikur og inn- rétta það í áföngum,“ segir Gulli. Pörin hafa verið kynnt innbyrðis og fer vel á með þeim þótt vissu- lega megi ætla að það geti breyst þegar líða tekur á þáttaröðina. Dómnefnd þáttarins er skipuð þeim Hall- grími Friðgeirs- syni, innan- hússarkitekt, Kristínu Guð- mundsdóttur innanhúss- arkitekt og Þorvaldi Skúlasyni innanhússhönnuði, verslunareig- anda G-star. „Leikstjóri þáttar- ins, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, hafði samband við mig og bauð mér sæti í dómnefndinni. Ég þurfti aðeins að hugsa mig um en ákvað að slá til enda hef ég frá fyrstu tíð haft brennandi áhuga á arkitektúr og innanhússhönnun,“ segir Þorvaldur sem hefur haft yfirumsjón með innan- hússhönnun margra skemmtistaða á Íslandi og gerði til dæmis b5. „Ég þekki ekki hina dómarana en við munum hittast í fyrsta skipti í dag og ég hlakka til að kynnast þeim,“ segir Þorvald- ur en þetta verð- ur hans frumraun á skjánum að frátöld- um viðtölum sem hafa verið tekin við hann. „Ég verð að viður- kenna að þegar ég sá sjálfan mig í sjónvarpi í fyrsta skipti brá mér. Mér fannst ég tala allt of hratt og hugsaði að ég yrði heppinn að halda vinum eftir þessa út- reið,“ segir Þorvaldur hlæj- andi en þeir sem til hans þekkja eru sannfærðir um að hann muni njóta sín vel fyrir framan sjónvarpsvél- arnar. „Ég ætla að koma hreint og beint fram og vera ég sjálfur og ég veit að það verður lítið mál með Hrafn- hildi við stjórnvöl- inn en hún er mjög blátt áfram og eðlileg,“ segir Þorvaldur að lokum. bergthora@ frettabladid.is L eikritið Vígaguðinn er okkar fyrsta bún- ingaverkefni fyrir leikhús. Þjóðleikhús- ið vissi af hönnunarstúdíói okkar, Ander- sen & Lauth, og hafði samband við okkur þar sem við bjóðum upp á breiða línu af hönn- un,“ upplýsir Gunnar Hilmarsson en hann og eiginkona hans, Kolbrún Petra Gunnarsdóttir, eru hönnuðir. Gunnar og Kolbrún, betur þekkt sem Gunni og Kolla, hafa verið áberandi í ís- lensku tískulífi í áraraðir en árið 1999 opnuðu þau verslunina GK og hófu framleiðslu á sínu eigin fatamerki, Reykjavík Collection. Fyrir þremur árum seldu þau GK og stofnuðu And- ersen & Lauth en í dag er hönnun þeirra seld í tuttugu löndum í Evrópu og Asíu. „Það var haft samband við okkur með góðum fyrirvara og við höfðum því nægan tíma til að þróa týp- urnar í verkinu sem eru tvö pör, hægrisinnað uppapar og vinstrisinnað bóhempar. Við end- uðum á því að nota hönnun úr línunni okkar í bland við það sem við hönnuðum sérstaklega fyrir sýninguna,“ segir Gunni sem fer fögrum orðum um verkið og alla þá sem standa að sýn- ingunni en það eru leikararnir Baldur Trausti Hreinsson, Þórunn Lárusdóttir, Friðrik Frið- riksson og Edda Björg Eyjólfsdóttir sem fara með hlutverk þessa ólíku hjóna í leikstjórn Melkorku Teklu Ólafsdóttur. „Það var afar gef- andi að vera í kringum þetta hæfileikaríka og skapandi fólk og veitti okkur mikinn innblást- ur. Ef maður gæti vildi maður alltaf fá að vera í kringum þannig fólk en lífið er víst ekki svo einfalt,“ bætir Gunni við. Umgjörð sýningar- innar hefur hlotið mikið lof þar sem búningar Andersen & Lauth skapa fallega heild með sviðsmynd og lýsingu en sú samvinna var ólík því vinnuferli sem Gunni og Kolla hafa kynnst. „Fyrir Vígaguðinn unnum við litapalettu bún- inganna á allt annan hátt en þegar við hönnum fatalínu, þar sem áherslan er lögð á það hvern- ig línan passar innbyrðis saman. Í búninga- hönnuninni þurftum við að velja litina og efnis- áferð með sviðsmyndina og lýsinguna í huga, sem var skemmtilega samvinna,“ segir Gunni og bætir því við að þau hjónin gætu vel hugsað sér að starfa frekar við leikhús í framtíðinni. Eins og staðan er þó núna á haust- og vetrar- lína 2008-9 Andersen & Lauth hug þeirra allan en kjóll Eddu Bjargar úr Vígaguðinum endaði í línunni og var sýndur á tískuvikunni í Kaup- mannahöfn nú á dögunum. „Það má eiginlega segja að vinnan við þennan kjól nýttist okkur alla leið en við lögðum mikla vinnu í hann. Kjóllinn sjálfur var saumaður á Indlandi eftir okkar teikningum en við erum þar með frá- bært fólk sem vinnur fyrir okkur þar. Vinnan á bak við handverkið á kjólnum voru 25 klukku- stundir en kjóllinn er eiginlega hálfgerð „cout- ure“-flík og Edda Björg féll algjörlega fyrir honum,“ bætir Gunni við að lokum en líklega er þetta í fyrsta skipti sem íslensk búninga- hönnun endar á tískupöllum úti í hinum stóra heimi. bergthora@frettabladid.is … nema að skrá þig á dansnámskeið. Að dansa sig í gegnum kreppuna er al- gerlega málið. … nema að átta þig á því að grænn er liturinn. Fjárfestu í 49 Himnesk- um uppskrift- um úr smiðju Sollu á Grænum kosti og lærðu að borða grænt og góm- sætt án þess að þurfa að hafa áhyggjur af vigtinni. … nema að byrja að æfa fyrir maraþon- ið sem þú ætlar að hlaupa næsta sumar. Það verður allt of seint að byrja æf- ingarnar í júlí. … nema að hitta vinina yfir vínglasi eða sódavatni þótt það sé mikið að gera. Stundum verður maður hreinlega að fá smá breik frá öllum krefjandi verkefnunum. … nema að fá þér nýja klippingu. Hækkandi sól kallar á minna hár. Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@365.is Forsíðumynd Arnþór / Getty Images Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Guðný Gunnlaugsdóttir gunnyg@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 Helgin 22.-24. febrúar FÖSTUDAGUR þú kemst ekki í gegnum vikuna … Kjóll Eddu Bjargar endaði á tískuvikunni í Köben Hönnuðirnir Gunni og Kolla gerðu búningana fyrir Vígaguðinn ÞORVALDUR SKÚLASON DÆMIR Í HÆÐINNI Flytja inn um helgina Edda Björg Eyjólfsdóttir. Hjónin Gunnar og Kolbrún. LAUGARDAGUR: Breski plötusnúðadúettinn Kiki-Ow og Davo mun þeyta skífum á skemmtistaðn- um Organ í Hafnarstræti þar sem tónlist frá síðustu fimm áratugum verður spiluð blönduð saman við brit- popp, rokk, nýbylgjutónlist og electroclash. „Um þessa helgi verður engin slökun! Ég er á fullu að undirbúa stórt verkefni í vinnunni hjá UNIFEM sem kallast Fiðrildavika og er vitundarvakningarvika um of- beldi gegn konum á stríðshrjáðum svæðum. Svo ætla ég að fagna með uppá- haldsfrænku minni sem mun útskrifast sem félagsfræðingur. Á sunnudaginn flýg ég svo til New York til að fara á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM Matarhátíðin Food and fun stendur nú sem hæst og ættu matgæðingar að nýta sér þetta einstaka tæki- færi. Hápunktur hátíðar- innar verður tvímælalaust í Hafnar húsinu á laugardag- inn en þar verður dagskrá allan daginn sem endar með galadansleik hátíðar- innar seinna um kvöldið. Gulli Helga Kristín Guðmundsdóttir Þorvaldur Skúlason

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.