Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 14
14 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 436 5.034 -0,95% Velta: 3.308 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,91 -0,63% ... Bakkavör 44,00 -2,87% ... Eimskipafélagið 29,05 -0,85% ... Exista 12,16 -0,16% ... FL Group 10,00 -0,30% ... Glitnir 17,85 -1,65% ... Icelandair 25,80 +0,39% ... Kaupþing 735,00 -0,81% ... Landsbankinn 28,10 -0,71% ... Marel 93,40 -0,64% ... SPRON 5,71 -1,38% ... Straumur-Burðarás 12,34 -0,72% ... Teymi 5,32 +0,57% ... Össur 92,50 +0,98% MESTA HÆKKUN ATLANTIC AIRWAYS +4,82% ÖSSUR +0,98% ALFESCA +0,77% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -2,87% GLITNIR -1,65% SPRON -1,38% Exista hefur ekki keypt átta pró- senta hlut í írska matvælafram- leiðandanum Greencore og hefur ekki í hyggju að gera slíkt. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir ónafngreindum heimildarmanni. Fram kom á uppgjörsfundi Existu í enda janúar að lokað hafi verið fyrir stöðutökur í fyrirtækjum á seinni hluta síðasta árs. Írska dagblaðið Irish Independ- ent hefur undanfarið greint frá því að bræðurnir Ágúst Guð- mundsson forstjóri og Lýður, stjórnarformaður Bakkavarar, hafi keypt hlutinn í gegnum Existu og hyggist samþætta hann við Geest sem er hluti af Bakkavör. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans á þriðjudag sagði að kaupandi hafi með óbeinum hætti fest sér hlutinn í gegnum Deutsche Bank sem er skrifaður fyrir 5,45 prósenta hlut. - jab Keypti ekki í Greencore Verslun Skífunnar í Smáralind verður lokað um næstu mánaðamót. Um leið verður sala á tónlist í verslunum BT færð undir nýtt merki Skífunnar Express. Þá er áformað að opna „tónlistarkaffihús“ tengt Skífunni á Laugavegi fyrir sumarið. Sverrir Berg Steinars- son, forstjóri og annar aðaleigandi Árdegis sem á bæði Skífuna og BT, segir í raun verið að færa út kvíarnar í tónlistarsölu og efla hana með því að fara víðar með Skífuna í smærri einingum. Engar uppsagnir verða vegna breytingarinnar segir hann. Þá verður áfram opin verslun Skífunnar í Kringlunni. „Þetta er mjög spennandi og verður gaman að fara með Skífuna víðar í smærri útgáfu,“ segir Sverrir og bætir við að um leið verði vöruúrval í tónlist „dýpkað og breikkað“. Sverrir segir svo að áfram verði unnið að því að efla Skífuna. „Á Laugaveginum ætlum við að bæta í fyrir sumarið. Í kjallara Skífunnar höfum við verið með útgáfutón- leika og annað slíkt og höfum hug á að nýta þá aðstöðu betur. Verið er að leita að samstarfsaðila um rekstur nokkurs konar tónlistarkaffihúss, ekki ósvipað bókakaffi- húsum sem fólk þekkir, en þetta ætlum að reyna að vera komin með í gang fyrir sumarið.“ Að auki segir Sverri svo að í mars ljúki framkvæmdum við komuverslun Skífunnar í Leifsstöð. „Þar erum við að innrétta nýja Skífuverslun, þannig að það er nóg að gera.“ - óká Stórfelldar breytingar hjá Skífunni Lokað í Smáralind. Skífan Express tekur yfir tónlistarsölu í BT-búðunum. Tónlistarkaffi í bígerð á Laugavegi. TÓNLIST Í REKKA Hjá Árdegi er unnið að breytingum hjá bæði Skífunni og BT, en um mánarmótin næstu verður til vörumerkið Skífan Express. SVERRIR BERG STEINARSSON Fá á lúðurinn Nú eru stjórnarmenn stærstu fyrirtækja landsins farnir að tala um kostnað. Þrátt fyrir að kostnaður sé veigamikill þáttur í rekstri fyrirtækja hefur liðurinn verið lítið áberandi í umræðunni undanfarin ár. Fókusinn hefur verið á vöxt tekna. Þegar vöxturinn stöðvast eða tekjurnar dragast saman einbeita menn sér meira að kostnaðinum. Auglýsinga- stofur finna nú fyrir þessu. Lægri upphæð er varið í auglýsingar en áður. Einhverjar uppsagnir eru í burðarliðnum sem og meiri samkeppni um viðskiptavini. Hvíta húsið hefur til dæmis nýlega misst tvo stóra viðskiptavini yfir til keppinauta; Heklu og Mjólkursamsöluna. Þetta er raunveruleiki sem hangir yfir auglýsingafólki nú þegar afhending auglýsingaverð- launa, Lúðurinn svokallaði, stendur fyrir dyrum. Baldur á lausu Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, er hættur störfum hjá félaginu. Bætist hann nú í hóp fjölmargra fyrrverandi forstjóra stórra félaga. Það ætti um leið að auðvelda eigendum Eimskips að velja eftirmann Baldurs. Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi Icelandair- forstjóri, er til dæmis þrautreyndur úr flutningageiranum. Friðrik Jóhanns- son þekkir Björgólfsfeðgana vel frá Straums- og Burðarássárum sínum. Svo eru reynsluboltar eins og Bjarni Ármannsson, Hannes Smárason og Óskar Magnússon á lausu. Ólíklegt er að Björgólftur Thor samþykki Þórð Má Jóhannesson í forstjórastólinn eftir brotthvarfið frá Straumi. Kannski að minna reynd- ur einstaklingur verði ráðinn í brúna að þessu sinni. Peningaskápurinn ... MARKAÐSPUNKTARÞað kostar 2,50 krónur að slá eina íslenska krónu samkvæmt upplýs- ingum frá Ingvari Alfreð Sigfússyni, rekstrarstjóra Seðlabankans. Ástæðan fyrir dýrum slætti er mikil hækkun á málmi á undanförnum misserum að því er fram kom á Vísir.is. Mjólka hefur fest kaup á matvæla- fyrirtækinu Vogabæ, sem er einna þekktast fyrir Vogaídýfurnar, og hefur mjólkurstöð Mjólku verið flutt í verksmiðjuhúsnæði Vogabæjar í Hafnarfirði. Smásala í Bretlandi jókst um 0,8 prósent í janúar og er það um tvöfalt meira en meðalspá greiningaraðila gerði ráð fyrir. Smásala hefur ekki aukist jafn mikið í 11 mánuði en í desember dróst hún saman um 0,2% frá fyrri mánuði. Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Golf F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.