Fréttablaðið - 22.02.2008, Page 14

Fréttablaðið - 22.02.2008, Page 14
14 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 436 5.034 -0,95% Velta: 3.308 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,91 -0,63% ... Bakkavör 44,00 -2,87% ... Eimskipafélagið 29,05 -0,85% ... Exista 12,16 -0,16% ... FL Group 10,00 -0,30% ... Glitnir 17,85 -1,65% ... Icelandair 25,80 +0,39% ... Kaupþing 735,00 -0,81% ... Landsbankinn 28,10 -0,71% ... Marel 93,40 -0,64% ... SPRON 5,71 -1,38% ... Straumur-Burðarás 12,34 -0,72% ... Teymi 5,32 +0,57% ... Össur 92,50 +0,98% MESTA HÆKKUN ATLANTIC AIRWAYS +4,82% ÖSSUR +0,98% ALFESCA +0,77% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -2,87% GLITNIR -1,65% SPRON -1,38% Exista hefur ekki keypt átta pró- senta hlut í írska matvælafram- leiðandanum Greencore og hefur ekki í hyggju að gera slíkt. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir ónafngreindum heimildarmanni. Fram kom á uppgjörsfundi Existu í enda janúar að lokað hafi verið fyrir stöðutökur í fyrirtækjum á seinni hluta síðasta árs. Írska dagblaðið Irish Independ- ent hefur undanfarið greint frá því að bræðurnir Ágúst Guð- mundsson forstjóri og Lýður, stjórnarformaður Bakkavarar, hafi keypt hlutinn í gegnum Existu og hyggist samþætta hann við Geest sem er hluti af Bakkavör. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans á þriðjudag sagði að kaupandi hafi með óbeinum hætti fest sér hlutinn í gegnum Deutsche Bank sem er skrifaður fyrir 5,45 prósenta hlut. - jab Keypti ekki í Greencore Verslun Skífunnar í Smáralind verður lokað um næstu mánaðamót. Um leið verður sala á tónlist í verslunum BT færð undir nýtt merki Skífunnar Express. Þá er áformað að opna „tónlistarkaffihús“ tengt Skífunni á Laugavegi fyrir sumarið. Sverrir Berg Steinars- son, forstjóri og annar aðaleigandi Árdegis sem á bæði Skífuna og BT, segir í raun verið að færa út kvíarnar í tónlistarsölu og efla hana með því að fara víðar með Skífuna í smærri einingum. Engar uppsagnir verða vegna breytingarinnar segir hann. Þá verður áfram opin verslun Skífunnar í Kringlunni. „Þetta er mjög spennandi og verður gaman að fara með Skífuna víðar í smærri útgáfu,“ segir Sverrir og bætir við að um leið verði vöruúrval í tónlist „dýpkað og breikkað“. Sverrir segir svo að áfram verði unnið að því að efla Skífuna. „Á Laugaveginum ætlum við að bæta í fyrir sumarið. Í kjallara Skífunnar höfum við verið með útgáfutón- leika og annað slíkt og höfum hug á að nýta þá aðstöðu betur. Verið er að leita að samstarfsaðila um rekstur nokkurs konar tónlistarkaffihúss, ekki ósvipað bókakaffi- húsum sem fólk þekkir, en þetta ætlum að reyna að vera komin með í gang fyrir sumarið.“ Að auki segir Sverri svo að í mars ljúki framkvæmdum við komuverslun Skífunnar í Leifsstöð. „Þar erum við að innrétta nýja Skífuverslun, þannig að það er nóg að gera.“ - óká Stórfelldar breytingar hjá Skífunni Lokað í Smáralind. Skífan Express tekur yfir tónlistarsölu í BT-búðunum. Tónlistarkaffi í bígerð á Laugavegi. TÓNLIST Í REKKA Hjá Árdegi er unnið að breytingum hjá bæði Skífunni og BT, en um mánarmótin næstu verður til vörumerkið Skífan Express. SVERRIR BERG STEINARSSON Fá á lúðurinn Nú eru stjórnarmenn stærstu fyrirtækja landsins farnir að tala um kostnað. Þrátt fyrir að kostnaður sé veigamikill þáttur í rekstri fyrirtækja hefur liðurinn verið lítið áberandi í umræðunni undanfarin ár. Fókusinn hefur verið á vöxt tekna. Þegar vöxturinn stöðvast eða tekjurnar dragast saman einbeita menn sér meira að kostnaðinum. Auglýsinga- stofur finna nú fyrir þessu. Lægri upphæð er varið í auglýsingar en áður. Einhverjar uppsagnir eru í burðarliðnum sem og meiri samkeppni um viðskiptavini. Hvíta húsið hefur til dæmis nýlega misst tvo stóra viðskiptavini yfir til keppinauta; Heklu og Mjólkursamsöluna. Þetta er raunveruleiki sem hangir yfir auglýsingafólki nú þegar afhending auglýsingaverð- launa, Lúðurinn svokallaði, stendur fyrir dyrum. Baldur á lausu Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, er hættur störfum hjá félaginu. Bætist hann nú í hóp fjölmargra fyrrverandi forstjóra stórra félaga. Það ætti um leið að auðvelda eigendum Eimskips að velja eftirmann Baldurs. Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi Icelandair- forstjóri, er til dæmis þrautreyndur úr flutningageiranum. Friðrik Jóhanns- son þekkir Björgólfsfeðgana vel frá Straums- og Burðarássárum sínum. Svo eru reynsluboltar eins og Bjarni Ármannsson, Hannes Smárason og Óskar Magnússon á lausu. Ólíklegt er að Björgólftur Thor samþykki Þórð Má Jóhannesson í forstjórastólinn eftir brotthvarfið frá Straumi. Kannski að minna reynd- ur einstaklingur verði ráðinn í brúna að þessu sinni. Peningaskápurinn ... MARKAÐSPUNKTARÞað kostar 2,50 krónur að slá eina íslenska krónu samkvæmt upplýs- ingum frá Ingvari Alfreð Sigfússyni, rekstrarstjóra Seðlabankans. Ástæðan fyrir dýrum slætti er mikil hækkun á málmi á undanförnum misserum að því er fram kom á Vísir.is. Mjólka hefur fest kaup á matvæla- fyrirtækinu Vogabæ, sem er einna þekktast fyrir Vogaídýfurnar, og hefur mjólkurstöð Mjólku verið flutt í verksmiðjuhúsnæði Vogabæjar í Hafnarfirði. Smásala í Bretlandi jókst um 0,8 prósent í janúar og er það um tvöfalt meira en meðalspá greiningaraðila gerði ráð fyrir. Smásala hefur ekki aukist jafn mikið í 11 mánuði en í desember dróst hún saman um 0,2% frá fyrri mánuði. Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Golf F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.