Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 26
[ ] AÐALKEPPNI FOOD & FUN Á MORGUN, LAUGARDAG 23 FEBRÚAR Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR, HAFNARHÚSINU. KL. 12:30-16:00 WWW.ICELANDAIR.IS ICELANDAIR, REYKJAVÍKURBORG OG ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR KYNNA: Spergilkál er íslenska orðið yfir brokkólí en spergill er aftur á móti íslenska heitið á aspas. Bæði eru rík af fólínsýru. Alla föstudaga til 14. mars er boðið upp á saltfisksmáltíð í hádeginu á Kaffitorgi Nes- kirkju í tilefni föstunnar. „Við byrjuðum á þessum sið á föstunni í fyrra að bera saltfisk á borð á föstudögum,“ segir Rúnar Reynisson, starfsmaður Nes- kirkju, og segir tengsl föstu og saltfisks ævagömul. „Íslendingar hafa framleitt saltfisk á Evrópu- markað um aldir. Hann fór eink- um til kaþólsku landanna því þar neytti fólk ekki kjöts eftir ösku- dag sem er kjötkveðjuhátíð. Salt- fiskurinn varð aðaluppistaða fæð- unnar næstu vikur. Fisksala Íslendinga glæddist því jafnan þegar fastan nálgaðist og enn fer mikið af honum til Spánar og Portúgals. Þangað sækjum við þessa hefð og þaðan eru upp- skriftirnar komnar. Það er sem sagt suðrænn saltfiskur hér á borðum þar sem ólífur, tómatar og fleira Miðjarðarhafstengt kemur við sögu.“ Rúnar segir jafnan haldinn smá fyrirlestur undir borðum. „Fyrst talaði Sigurbjörn Einarsson bisk- up, næstur var Jón G. Friðjónsson íslenskufræðingur, sem hefur skoðað biblíuna vel, og í dag er Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfisksetursins. Næsta föstudag verður Valur Valsson, fyrrver- andi kaupfélagsstjóri, með tölu. Útgangspunkturinn hjá öllum er viðskipti, saltfiskur og trú.“ Ólafía Björnsdóttir er matráð- ur í Neskirkju. Hún er með opið veitingahús frá átta á morgnana til fjögur á daginn. „Hér borða allmargir á Kaffitorginu dags daglega,“ segir hún. „Bæði þeir sem eiga erindi í kirkjuna, nem- endur sem hér hafa aðstöðu og svo gestir og gangandi.“ Hún tekur fram að saltfisksmáltíðin kosti 1.200 krónur og af þeirri upphæð renni 300 kr. til Hjálpar- starfs kirkjunnar. gun@frettabladid.is Saltfiskur á föstu-dögum Ólafía býður upp á suðrænan saltfisksrétt í hádeginu á Kaffitorgi Neskirkju á föst- unni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.