Fréttablaðið - 22.02.2008, Síða 26

Fréttablaðið - 22.02.2008, Síða 26
[ ] AÐALKEPPNI FOOD & FUN Á MORGUN, LAUGARDAG 23 FEBRÚAR Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR, HAFNARHÚSINU. KL. 12:30-16:00 WWW.ICELANDAIR.IS ICELANDAIR, REYKJAVÍKURBORG OG ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR KYNNA: Spergilkál er íslenska orðið yfir brokkólí en spergill er aftur á móti íslenska heitið á aspas. Bæði eru rík af fólínsýru. Alla föstudaga til 14. mars er boðið upp á saltfisksmáltíð í hádeginu á Kaffitorgi Nes- kirkju í tilefni föstunnar. „Við byrjuðum á þessum sið á föstunni í fyrra að bera saltfisk á borð á föstudögum,“ segir Rúnar Reynisson, starfsmaður Nes- kirkju, og segir tengsl föstu og saltfisks ævagömul. „Íslendingar hafa framleitt saltfisk á Evrópu- markað um aldir. Hann fór eink- um til kaþólsku landanna því þar neytti fólk ekki kjöts eftir ösku- dag sem er kjötkveðjuhátíð. Salt- fiskurinn varð aðaluppistaða fæð- unnar næstu vikur. Fisksala Íslendinga glæddist því jafnan þegar fastan nálgaðist og enn fer mikið af honum til Spánar og Portúgals. Þangað sækjum við þessa hefð og þaðan eru upp- skriftirnar komnar. Það er sem sagt suðrænn saltfiskur hér á borðum þar sem ólífur, tómatar og fleira Miðjarðarhafstengt kemur við sögu.“ Rúnar segir jafnan haldinn smá fyrirlestur undir borðum. „Fyrst talaði Sigurbjörn Einarsson bisk- up, næstur var Jón G. Friðjónsson íslenskufræðingur, sem hefur skoðað biblíuna vel, og í dag er Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfisksetursins. Næsta föstudag verður Valur Valsson, fyrrver- andi kaupfélagsstjóri, með tölu. Útgangspunkturinn hjá öllum er viðskipti, saltfiskur og trú.“ Ólafía Björnsdóttir er matráð- ur í Neskirkju. Hún er með opið veitingahús frá átta á morgnana til fjögur á daginn. „Hér borða allmargir á Kaffitorginu dags daglega,“ segir hún. „Bæði þeir sem eiga erindi í kirkjuna, nem- endur sem hér hafa aðstöðu og svo gestir og gangandi.“ Hún tekur fram að saltfisksmáltíðin kosti 1.200 krónur og af þeirri upphæð renni 300 kr. til Hjálpar- starfs kirkjunnar. gun@frettabladid.is Saltfiskur á föstu-dögum Ólafía býður upp á suðrænan saltfisksrétt í hádeginu á Kaffitorgi Neskirkju á föst- unni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.