Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 78
46 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ?
LÁRÉTT
2. bátur 6. frá 8. dvelja 9. pili 11.
númer 12. rusl 14. veldis 16. utan
17. bókstafur 18. fát 20. í röð 21.
fullnægja.
LÓÐRÉTT
1. lengdareining 3. mun 4. taka í sinn
hóp 5. samstæða 7. sviptur veru-
leikaskyni 10. mánuður 13. gerast 15.
skömm 16. upphrópun 19. eldsneyti.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. skip, 6. af, 8. una, 9. rim,
11. nr, 12. drasl, 14. ríkis, 16. út, 17.
emm, 18. fum, 20. aá, 21. fróa.
LÓÐRÉTT: 1. yard, 3. ku, 4. innlima,
5. par, 7. firrtur, 10. maí, 13. ske, 15.
smán, 16. úff, 19. mó.
„Mér finnst fáránlegt að heyra
talað um mislæg gatnamót og
sjá stefnulausar stækkanir á
gatnakerfinu meðan hagsmunir
hjólreiðafólks gleymast algjör-
lega.“
Magnús Bergsson, þáverandi formaður
Íslenska fjallahjólaklúbbsins, í DV í júní
1994.
„Það hefur bara ekkert breyst. Núna er
eins og menn séu byrjaðir að tala um
hjólreiðabrautir, en það er í rauninni full-
seint, þar sem það er búið að byggja upp
svona viðamikið akbrautakerfi. Ég hef
ekki ennþá séð neina vitundarvakningu í
verki,“ segir Magnús nú.
Mexíkóski leikarinn Gael Garcia Bernal steig
á svið Borgarleikhússins í gær en þá var
Kommúnan frumsýnd að viðstöddum fjölda
góðra gesta. Eins og kom fram í viðtali við
leikarann í Fréttablaðinu sagðist Bernal kunna
vel að meta þann næga tíma sem hann hefði
haft hér á landi enda væri enginn að flýta sér
í höfuðborginni. Bernal virðist hafa nýtt tím-
ann vel því samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins undirbýr hann nú gerð stuttmyndar
fyrir Sameinuðu þjóðirnar sem á að skarta
íslenskum leikurum í aðalhlutverkum.
Stuttmyndin mun að mestu leyti fjalla um
menntun og hversu mikilvæg hún sé. Bernal
hefur reyndar ekki látið sitt eftir liggja þegar
kemur að mannúðarmálum en hann tók meðal
annars að sér lestrarkennslu fyrir indíánaætt-
bálk í Mexíkó aðeins fjórtán ára gamall. Bern-
al ætti jafnframt að hafa nokkuð góð kynni af
umbótum og öðru tengdu slíku enda hefur
leikarinn tvívegis brugðið sér í líki byltingar-
foringjans Che Guevera. - fgg
Gael Garcia gerir
stuttmynd á Íslandi
ÖNNUM KAFINN Bernal hefur ekki bara
legið í leti á meðan dvöl hans hér hefur
staðið en hann undirbýr gerð stutt-
myndar fyrir Sameinuðu þjóðirnar.
„Þátttakan er mun minni en við
bjuggumst við,“ segir Þorsteinn
Þorsteinson, markaðsstjóri RÚV.
En íslenska þjóðin hefur kosið
Euro vision-lög fyrir tæpar átta
milljónir íslenskra króna. Þessi
upphæð á þó eftir að hækka tölu-
vert þegar Euro vision-framlag
Íslendinga verður valið annað
kvöld en búist er við um
hundrað þúsund atkvæð-
um. Ekki er hins vegar
hægt að kvarta undan
áhorfinu því Laugardags-
lögin mælast með tæp-
lega sextíu prósent
áhorf samkvæmt
nýlegri könnun
Capacent. Fólk
virðist því horfa
en láta símana í
friði.
Samkvæmt
heimildum Frétta-
blaðsins hafa um
fimm þúsund
atkvæði borist að
meðaltali í hverri
undankeppni fyrir
sig en Þorsteinn vildi hins vegar
ekki tjá sig um þær tölur. Sextán
keppniskvöld hefur þurft til að
velja lögin átta sem keppa í Smára-
lindinni um farseðilinn til Belgrad
og ef spár ganga eftir má því fast-
lega reikna með að þjóðin eyði
tæplega tíu milljónum í símakosn-
ingunni á laugardaginn. RÚV og
Síminn skipta þeirri upphæð jafnt
á milli sín; RÚV fær helminginn og
Síminn hinn en hvert atkvæði kost-
ar 99 krónur og er enginn kvóti á
því hversu margir megi kjósa
hverju sinni. Þessar tölur eru mun
lægri í samanburði við Idol-
keppnir Stöðvar 2 og X-Fact-
or. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins bárust að
meðaltali 60-80 þúsund
atkvæði í undankeppnun-
um Idol-keppnanna þriggja
en þar var hins vegar yfirleitt
kosið um fleiri atriði. Að meðaltali
komu síðan 150 þúsund atkvæði
þegar krýna átti poppstjörnu
Íslands í Smáralindinni.
Að sögn Þórhalls Gunnarssonar,
dagskrárstjóra RÚV, verður loka-
kvöldið allt hið glæsilegasta en
hann vildi ekki gefa upp kostnað-
inn við það. Hann sagðist enn-
fremur ekki ætla að tjá sig um
kostnaðinn við Laugardagslögin í
heild en sagði allt vera samkvæmt
kostnaðaráætlun. „Við höfum ekki
verið vön að gefa upp kostnað við
einstaka þætti og mér ber ekki
skylda til þess,“ segir Þórhallur.
Uppselt er á lokakvöldið í
Smáralindinni að sögn Þórhalls en
talið er að rúmlega fimm hundruð
manns hafi greitt 1.800 krónur
fyrir sætin, eða sem samsvarar
tæpri milljón. Lagahöfundarnir
átta fengu allir tíu miða til útdeil-
ingar þannig að tæplega sex
hundruð manns verða í Vetrar-
garðinum þegar framlag Íslend-
inga til Eurovision verður valið.
freyrgigja@frettabladid.is
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON: MINNI ÞÁTTTAKA EN BÚIST VAR VIÐ
Íslendingar eyða milljón-
um í Eurovisionkosningar
LOKAKVÖLD Á KOSTNAÐAR-
ÁÆTLUN Þórhallur Gunnars-
son segir að Euro vision-
lokakvöldið sé hluti af
heildarkostnaði og allt sé á
áætlun.
LÍKLEG Euroband Regínu Óskar og Friðriks Ómars og kraftakarlarnir í Merzedes Club þykja sigurstranglegust.
Hjónin Linda Mjöll Þorsteinsdótt-
ir og Össur Hafþórsson opna nýja
lúxus-húðflúrsstofu á Frakkastíg
á mánudag. Á stofunni, sem heitir
Reykjavík Ink, munu eingöngu
starfa erlendir listamenn. „Þeir
sem hafa komið á tattúráðstefn-
una sem við höfum staðið fyrir
síðustu tvö ár eru æstir í að koma
aftur, og við stefnum á að flytja
inn nýja og nýja erlenda flúrara,“
segir Linda, en þriðja tattúhátíðin,
undir nafninu Icelandic Tattoo
Festival, fer fram í júní í ár. „Við
erum bæði mikið áhugafólk um
húðflúr og höfum sótt ráðstefnur
um allan heim,“ útskýrir Linda, en
eins og margan grunar eflaust eru
þau bæði skreytt flúrum í bak og
fyrir. „Ég er með á bakinu, hönd-
unum, aftan á kálfunum… Maður-
inn minn er eiginlega bara blek,
þau eru orðin svo mörg að maður
er hættur að telja,“ segir hún og
hlær við.
Þau Linda og Össur hafa látið
flytja inn sérstakan tattústól, þann
eina sinnar tegundar á landinu, og
leggja áherslu á allan aðbúnað. Á
stofunni verður því meðal annars
að finna sjónvarp og Playstation-
tölvu fyrir viðskiptavini. „Við
ætlum að vera svona snobbstofan
í tattúinu,“ segir Linda og slær á
létta strengi. Það er þó ekki fjarri
sannleikanum, því eins og Linda
segir eru það ekki lengur bara
pönkarar á unglingsaldri sem fá
sér húðflúr. „Í dag eru þetta líka
konur eins og ég, sem geng um
bæinn á hælum með mína Gucci-
tösku, og það myndi engan gruna
að ég væri með öll þessi húðflúr.
Það vantaði svona fínni stofu fyrir
þennan markhóp,“ útskýrir hún. Í
húsnæðinu verður einnig að finna
verslun með föt frá merkinu Ed
Hardy, sem Linda flytur inn.
Húðflúrararnir og Íslandsvin-
irnir Santana og Ms. Deborah opna
stofuna á mánudag. Hún er til
húsa á Frakkastíg 7. - sun
Opna lúxushúðflúrsstofu í Reykjavík
ÁHUGAFÓLK UM HÚÐFLÚR Þau Linda og Össur eru mikið áhugafólk um húðflúr og
opna nú lúxusstofuna Reykjavík Ink. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra, Írena.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Myndbandið við lag Eurobands-
ins, This Is My Life, náði 22.
sæti yfir vinsælustu myndbönd-
in í Bretlandi á heimasíðunni
Youtube. Æstur erlendur aðdáandi
lagsins sótti demó-upp-
töku af myspace-síðu
Friðriks Ómars, skeytti
saman við hana ljós-
myndum af þeim Frið-
riki og Regínu Ósk og
bjó til myndband. Svo
vinsælt var það að sjálf
Amy Winehouse þurfti
að lúta í lægra haldi
fyrir Íslendingunum.
Þrátt fyrir að rokkarinn Eiríkur
Hauksson taki ekki þátt í Euro-
vision í ár hefur hann í nógu að
snúast því samkvæmt myspace-
síðu hans er hann bókaður fram í
miðjan ágúst. Í mars spilar hann
í nokkrum einkasamkvæmum
hér á landi en þegar líða tekur á
sumarið bætast við
tónlistarhátíðir í
Noregi, Svíþjóð og
Ungverjalandi. Auk
þess kemur hann
fram í finnskum
sjónvarps-
þætti í maí,
þannig að
eftirspurnin
eftir Eiríki
hefur vafa-
lítið aldrei
verið meiri.
Ekki eru það aðeins unglömbin
sem nema ný lönd og standa
í útrás. Þannig heyrist nú frá
Forlaginu að frábær bók Thors
Vilhjálmssonar,
Grámosinn glóir, sé
komin út á Spáni.
Grámosinn glóir
heitir nú Arde el
musgo gris en
hún kemur út í
ritröðinni Letras
Nórdicas. - fb/jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1. Thelma Björk Jónsdóttir.
2. Avram Grant.
3. Hussein.