Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 36
Bítlafílingur og góðir skór Pétur Ívarsson, verslun- arstjóri í Boss-búðinni í Kringlunni, segir að herratískan sé einfald- ari en áður og að snið- in verði í aðalhlutverki. „Það verður ekki mikið um brjálaða liti eða gróf- an frágang eins og hefur verið áberandi í Oranga- línunni frá Boss síðustu ár. Jakkar eru þrengri, styttri og með mjórri boðungum en áður og buxurnar þrengjast og verða lægri í mittið,“ segir hann og bætir því við að skyrturnar verði með minni krög- um og að það muni ríkja mikil skyrtutíska í sumar. „Menn nota skyrtur við öll tækifæri, í öllum litum bæði fínar og „casual“.“ Hann segir að það verði dálítill Bítlafílingur yfir jakkafötunum. Þegar hann er spurður út í efnin segir hann að ull og bómull séu alltaf vin- sælustu efnin. Pétur segir að menn séu farnir að hugsa meira um út- litið en spurningin sé þó af- stæð. „Hvað er að hugsa um útlit- ið? Að líta út eins og „metró“ maðurinn, bankamaðurinn eða Pete Doherty? Ef þú átt við útlitið eingöngu þá hugsa flestir um út- litið þó þeir segist ekki gera það. Rokkar- inn, MH-ingurinn, Verslingurinn og banka- maðurinn klæða sig á ákveðinn máta til að fitta inn í þá ímynd sem fólk hefur af þeim hópi sem þeir tilheyra. Frávik innan þessara hópa eru ekki mikil. En svarið er já, menn hugsa meira um útlitið en áður og versla þá yfirleitt í pökkum það er „allt frá hatti ofan í skó“,“ segir hann og vísar í gamla P.Ó. fras- ann sem var vinsæll á níunda áratugnum en þar hóf Pétur feril sinn í tískubransanum. „Karlmenn eru líka miklu meðvitaðri um snið og efni en áður. Það vill svo skemmti- lega til að við eigum föt fyrir alla hópa,“ segir Pétur. Hvað verða menn að eiga fyrir vorið? „Karlmenn verða að eiga gott úrval af skyrtum við öll tækifæri, góða skó og mjórri bindi.“ Hvernig verður litapall- ettan? „Litir eru mildari en oft áður en auðvitað með skær- um undantekningum.“ Hvaða flík getur gert kraftaverk? „Góðir skór geta gert gæfumuninn. Það er alltof algengt að menn séu í alltof sportlegum skóm við jakkaföt. Þetta virðist vera sérís- lenskt fyrirbæri því í öðrum Evrópu- löndum eru menn í fínum herraleg- um skóm við fötin sín.“ Íslenskir karl- menn eru farnir að hugsa meira um útlitið Stefán Svan Að- alheiðarson, verslunarstjóri í Kron Kron, segir að strák- ar verði herra- legri og meira upp- dressaðir þegar líða fer að vori. „Jakkaföt, flottar skyrtur og stakir jakkar verða í lykilhlutverki. Allt þetta er síðan hægt að nota á marga vegu. Skyrtan klæðir gallabuxurnar upp og jakkafötin nýtast líka sitt í hvoru lagi,“ segir Stefán og segir að prjónaðar peys- ur verði þrusuvinsælar. „Það sér ekki fyrir endann á yndislegum prjónuðum peysum, þykkum sem þunnum en hægt er að klæða þær upp og niður, til dæmis yfir skyrtur. V hálsmáls-peysur, „round neck“, hnepptar og þess vegna rúllukragapeysur ef að út í það er farið verða sömuleiðis áberandi,“ segir Stefán en ljóst er að peysutískan á vel við ís- lenska sumarið þar sem skiptast á skin og skúrir. Stefán vill þó meina að litadýrð og létt föt fyrir létta lund eins og hann orðar svo skemmtilega sjálfur verði mest einkenn- andi fyrir sumarið. En eru íslenskir karl- menn farnir að hugsa meira um útlitið en áður? „Mér finnst það, ég held að allir hugsi um hvernig þeir líti út en bara mismikið. Ég hugsa sömuleiðis að með auknu framboði af fallegum og vönduðum fatnaði vaxi áhuginn á útlitinu en ég upplifi bæði unga og eldri menn sem koma til mín óhrædda við allt úr- valið.“ Hvað er nauðsynlegt fyrir karlmenn að eiga fyrir sumarið? „Nokkrir grunnhlut- ir eru nauðsynlegir í fataskápinn, glæsileg jakkaföt sem er hægt að nota bæði spari og hversdags, góðar bómullarskyrtur, létta fal- lega sokka og auðvitað mokkasíur.“ Hvernig verður litapallettan? „Það verða flottir mjúkir tónar í sumar, súkkulaðibrúnt og rjómalitur, eiginlega bara íspinnar út um allt! Fyrir utan augljósan svartan lit og hvítan þá verða sömuleiðis blár, gulur, fjólu- blár, grár, sægrænn, appelsínugulur, bleikur og lillalitur í öllum tónum áberandi.“ Hvað verða menn að eiga fyrir vorið? „Flotta prjónaða peysu sem passar vel innan undir mismunandi skyrtur. Þannig getur þú verið í nýrri peysu á hverjum degi eins lengi og skyrturnar þínar duga.“ Hvað ber að varast? „Mér finnst að karlmenn ættu að var- ast að vera feimnir og hræddir við að prufa nýja hluti.“ Er metrómaðurinn málið eða er hann dauður? „Ég myndi segja að hann hafi kannski horfið aðeins en ekki langt, bara inn í hinn almenna nútíma karlmann. Það er ekk- ert endilega málið að karlar séu að nota krem, fara í hand- snyrtingu og raka á sér kroppinn nema þeir kjósi það sjálfir og hafi áhuga á því. Per- sónulega finnst mér að fólk ætti að vera snyrtilegt, karlar sem konur.“ Aukahlutirnir skipta máli Gunnlaugur Bjarki, rekstr- arstjóri hjá NTC, segir að herratískan sé afar fjölbreytt með mildum og björtum litum. Hann segir að frakkar verði algerlega málið fyrir vorið ásamt sport- legum mittisjökkum. „Dökkar gallabuxur verða áfram góð kaup í fataskápinn þar sem maður getur notað þær jafnt hversdags sem fínna, til dæmis við flottan stakan jakka og leðurskó. Í jakkafötum eru köfl- ótt efni og gráir tónar áberandi. Skyrturn- Fyrir allmörgum árum þótti hommalegt að vera pjattaður og menn áttu að halda sig inni í hinum herr breytt og það þykir sjálfsagt að menn fari í handsnyrtingu, liti á sér hárið og kaupi sér litaglöð föt. hitti nokkra smekkmenn og fékk að vita hvernig karlpeningurinn ætti að klæðt íska HÁRTÍSKAN FYRIR SUMARIÐ 2008 Karlmannlegt og klassískt „Herralegar og klassískar klipp- ingar eru algjör- lega málið fyrir sumarið þar sem þungir og þver- ir toppar verða allsráðandi. Fyrir þá sem eru með liðað hár er línan aftur síðari og er innblásin frá seinni hluta áttunda ára- tugarins frá hljóm- sveitum eins og The Ramones,“ upplýsir Halldór Benedikts- son, betur þekktur sem Dóri, en hann varð nýlega meðeigandi Toni&Guy á Íslandi. „Klipp- ingarnar verða þó að öðru leyti snöggklippt- ar og útlínur snyrtilegar þrátt fyrir að toppur- inn verði þungur. Mikið tjásað og tætt hár er á undanhaldi sem og gervilitir og strípur,“ segir Dóri sem vill meina að hinn svokallaði metr- omaður heyri nú sögunni til. „Áherslan verður lögð á náttúrulega liti og karlmann- legt lúkk þar sem áhrifa frá fjórða og fimmta ára- tugnum gætir,“ bætir Dóri við að lokum. Dóri er nýfluttur frá London en þar hefur hann starfað á Toni&Guy í rúm tvö ár. Fyrir þá sem þora þá verða þung- ir og þverir toppar áberandi í sumar. Köflótt jakkaföt, frakkar &peysuvesti Pétur Ívarsson verslunarstjóri í Boss Stefán Svan Aðalheiðarson verslunarstjóri í Kronkron Gunnlaugur Bjarki, rekstrar- stjóri hjá NTC 8 • FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.