Fréttablaðið - 22.02.2008, Síða 66

Fréttablaðið - 22.02.2008, Síða 66
 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Í kvöld verður opnuð ný sýning í Listasafni Íslands við Fríkirkju- veg sem kallast Streymi. Þrjár listakonur sýna og flytur frú Vigdís Finnbogadóttir ávarp af því tilefni. Á sýningunni mætast listakon- urnar Emmanuelle Antille, Gabríela Friðriksdóttir og Guðný Rósa Ingimarsdóttir. Sýn- ingin stendur til 1. maí. Halldór Björn Runólfsson hefur lagt áherslu í áætlunum sínum að fá hingað erlenda listamenn til sýn- ingarhalds sem hann teymir með innlendum. Antille er Svisslending- ur, fædd 1972 og býr í Lausanne. Hún hefur einkum sýnt í heima- landi sínu en á að baki 52 samsýn- ingar: um þessar mundir á hún verk á sýningum í París, Le Locle og Biel. Árið 2003 var Emmanuelle Antille fulltrúi heimalands síns á fimmtugasta Feneyjatvíæringnum. Þar sýndi hún myndband sitt Ang- els Camp frá 2001-3. Antille hefur fyrir löngu unnið sér frægð fyrir áleitin verk sín af nánasta umhverfi, kimum í sam- félaginu þar sem fólk leitar skjóls, leynistöðum þangað sem fólk leitar og viðvera tekur á sig svip launhelga og tákn- rænna athafna, full- orðnir, unglingar, börn. Verk hennar leiða hug- ann að stöðu mennsk- unnar í nútímasam- félagi. Gabríela Friðriks- dóttir var fulltrúi Íslands á Tvíæringn- um í Feneyjum árið 2005 með verki sínu Versations Tetralogia sem vakti ómælda athygli sökum sér- stæðrar samþættingar á myndmáli, tónlist og sviðslist. Íslenska skálanum í Kast- alagörðunum var breytt og gestum boðið að ganga á vit flakks í ævin- týraheimi, milli óra og vöku. Árið 2005 var Guðný Rósa Ingi- marsdóttir einn af fulltrúum Belgíu á hinni þekktu liststefnu ARCO í Madrid. Þar kynntust gestir hinum sérstæða heimi hennar sem birtist gjarnan þögull og nærfærinn gegn- um teikningar sem virðast spretta fram án upphafs og endis. Efnis- meðferð hennar í nýjustu verkum byggir gjarnan á mörgum ólíkum lögum áferðar, dregnum fram með skurðhníf undan mynstri nets eða möskva svo það sem undir býr kemur í ljós. Sýningin „Streymið“ er tilraun til að leiða saman hesta tveggja frá- bærra íslenskra listamanna og eins erlends, og brjóta með því upp þá algengu lensku að sýnendur séu annað hvort innlendir eða erlendir. - pbb Allt fram streymir MYNDLIST Gabríela sýnir hér á landi eftir langt hlé. Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson sun. 24/2 uppselt. Munið gjafakortin! Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. fös. 22/2 og lau. 23/2 örfá sæti laus Ívanov eftir Anton Tsjekhov Leikstjórn og aðlögun: Baltasar Kormákur Uppselt í febrúar!! sýningum lýkur 16. mars Sólarferð eftir Guðmund Steinsson Uppselt á næstu sex sýningar! „Haldið þið að þetta sé fyndið?“ Jón Viðar Jónsson, DV 12/2 Baðstofan eftir Hugleik Dagsson sýn. fös 22/2 örfá sæti laus „Eitursnjallt leikrit". Gerður Kristný, Mannamál/Stöð 2, 10/2. „Sýningin er besta skemmtun". Þröstur Helgason, Mbl., 9/2 LAUGARDAGUR 23. FEB KL. 17 TÍBRÁ: KVARTETT SÆUNNAR ÞORSTEINSDÓTTUR NOKKUR SÆTI LAUS SUNNUDAGUR 24. FEBKL. 20 TÍBRÁ: JUSSI BJÖRLING Töfrastund með goðsögninni í tónum, tali og myndum. NOKKUR SÆTI LAUS MIÐVIKUDAGUR 27. FEB KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR ARNDÍS HALLA ÁSGEIRSDÓTTIR OG KURT KOPETCKY Íslensk sönglög og aríur. NOKKUR SÆTI LAUS. Vilt þú syngja með í Gospelkór eignast nýja vini, og eiga frábæra helgi? Gospelnámskeið fyrir börn 3. - 7. bekk verður haldin í félagsheimili KFUM/K á Holtavegi 28 , Reykjavík! Námskeiðið endar með Tónleikum á Sunnudeginum kl. 17:00 Þáttökugjald er 2500 kr Skráning/upplýsingar: ester@herinn.is Skráningarfrestur 25 feb.! GOSPEL HELGI FYRIR HRESSA KRAKKA 29. feb. - 2. mars Næstu sýningar Lau. 23. febrúar kl. 20 Lau. 1. mars kl. 20 Lau. 8. mars kl. 20 SÍÐ US TU SÝ NIN GA R 27. febrúar 28. febrúar 2.mars

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.