Fréttablaðið - 22.02.2008, Side 42

Fréttablaðið - 22.02.2008, Side 42
● fréttablaðið ● suðurland 22. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR6 Fyrirhugað er að reisa bjórverk- smiðju í Vestmannaeyjum eftir því sem fram kemur á fréttavefn- um suðurlandið.is. Gera áætlan- ir ráð fyrir að verksmiðjan geti framleitt 320 þúsund lítra á ári og hefur bjórinn þegar fengið nafn- ið Volcano-bjór enda framleiddur í návígi við eldstöð. Gert er ráð fyrir að fyrsti bjór- inn verði tilbúinn í byrjun sumars á þessu ári en enn er verið að leita að heppilegu húsnæði undir starf- semina. Haft er eftir Björgvini Þór Rún- arssyni, öðrum eigenda 2B Comp- any, að áhugi sé fyrir því að verk- smiðjan fari í nýtt húsnæði sem verður byggt á lóð við Græðis- braut, nánar tiltekið við gömlu smurstöðina. Þó er ekkert fast í hendi enn sem komið er og vel getur verið að einhver töf verði á framkvæmdinni og þá opnun bjór- verksmiðjunnar. Eldfjallabjór í Eyjum Bjór verður framleiddur í Eyjum á árinu. ● NÝTT ÍBÚÐAHVERFI VIÐ FLÚÐIR Lítið framboð hefur verið á lóðum á Flúðum hin síðari ár. Nú sér fyrir endann á þeim vanda enda búið að leggja fram fyrstu drög að tillögu um íbúðabyggð í landi Laxárhlíðar. Þar er gert ráð fyrir 57 íbúðum í einbýlishúsum, parhúsum og fjölbýli en stefnt er á að lóðirnar komist í gagnið með haustinu. Fyrir utan framtíðarlóðir við Laxárhlíð eru nú nokkrar lóðir á lausu í Hofatúni sem brátt er fullbyggt og hugmyndir eru um að ljúka gatna- framkvæmdum þar í ár eða á næsta ári. Einnig er verið að skoða gatna- framkvæmdir í öðrum hverfum þar sem enn er ekki komið varanlegt slitlag á götur. Einnig eru lausar lóðir í Högnastaðaás en þar er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum. Þá eru einnig lausar iðnaðarhúsalóðir, ein garðyrkjulóð og hesthúsalóðir í hesthúsahverfinu. Flúðir Í Vestmannaeyjum er fjölskrúðugt frumkvöðlastarf. Eyjaköfun, köfunar- skóli, er eitt þeirra nýju verkefna sem fram undan eru og mun skólinn hefja starfsemi í vor. „Köfunarskólinn mun verða með mjög fjölbreytta starfsemi og verður eini sinn- ar tegundar hér á landi,“ segir Páll Mar- vin Jónsson, sjávarlíffræðingur við Há- skóla Íslands í Vestmannaeyjum og kafari, sem er í undirbúningshóp köfun- arskólans í Vestmannaeyjum. Verkefnið er þverfaglegt samstarf stofnana og fyrirtækja og meðal mark- miða er fjölbreyttari ferðaþjónusta og aukið framboð í fræðslu og menntun í samvinnu við Háskóla Íslands. „Starf- semin skiptist má segja í tvennt. Annars vegar verður í boði köfun fyrir ferða- menn sem afþreying. Það er engin köfun- arþjónusta á Suðurlandinu að höfuðborg- arsvæðinu undanskildu og því mikil eftir- spurn,“ útskýrir Páll og heldur áfram: „Hins vegar er í boði þríþætt nám. Fyrst er það almennt sportköfunarnámskeið sem gefur réttindi til köfunar niður á átján metra dýpi hvar sem er í heimin- um. Síðan eru námskeið sem ganga út á atvinnuköfun og veita réttindi til rann- sókna og björgunar. Í þriðja lagi eru það námskeið sem veita einingar í sjávarlíf- fræði við Háskóla Íslands. Þar er meðal annars farið í aðferðafræði, greiningu og sýnatöku, ásamt dýrafræði neðansjávar og sjávarvistfræði,“ segir Páll og bætir við að einnig verði komið á samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Náttúran neðansjávar við Vestmanna- eyjar er bæði tilkomumikil og fjöl- skrúðug að sögn Páls sem hlakkar til að bjóða gestum í kaf. „Það er mikil eftir- spurn meðal ferðamanna eftir köfunar- þjónustu í Eyjum. Þjónusta fyrir ferða- menn hefst í vor ef allt gengur eftir áætlun. Sjálft námið er enn á teikniborð- inu og það skýrist von bráðar hvenær það hefst,“ segir Páll sem vílar ekki fyrir sér að kafa í köldum sjónum við Íslands- strendur. „Ég lærði köfun í Þrándheimi í Noregi. Þar þurfti ég að hoppa í sjóinn í höfninni í kulda og kolniðamyrkri sem eru ekki spennandi köfunaraðstæður. Að- staðan í Eyjum er mun betri. Sjórinn á Íslandi er alltaf 4-13 gráður, bæði sumar og vetur, en það er ekkert vandamál í góðum þurrbúningi,“ segir Páll. -rh Á bólakaf í Vestmannaeyjum Margrét Lilja Magnúsdóttir, Sigurmundur Gísli Einarsson, Páll Marvin Jónsson, starfsfólk Kafaraskólans, ásamt Jóni Marvini Pálssyni sem brá sér í kafarabúning. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Fjölbreyttar og skemmtilegar sýningar mánaðarlega. 9. feb. – 16. mars. Þetta vilja börnin sjá – myndskreytingar úr íslenskum barnabókum. Upplýsingamiðstöð ferðamanna. Sumaropnun alla daga kl. 9-19 · Vetraropnun um helgar kl. 13-17 Aðrir tímar samkvæmt samkomulagi Köfunarskólinn í Eyjum verður sá eini sinnar teg- undar á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.