Fréttablaðið - 04.04.2008, Side 6

Fréttablaðið - 04.04.2008, Side 6
6 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR MÓTMÆLI Atvinnubílstjórar héldu mótmælum sínum áfram í gær og stöðvuðu umferð við Reykja- nesbraut um áttaleytið í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mynduðust miklar umferðarteppur og tók nokkurn tíma að greiða úr þeim. Í hádeginu námu um tuttugu bílar staðar fyrir utan fjármálaráðuneytið og þar voru flautur þeyttar. Lögregla var á staðnum og tók niður upplýsingar um tvo bílstjóranna. Nokkur kurr var í bílstjórum vegna aðgerða lögreglu. Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfir- lögregluþjónn segir að lögreglan hafi ekki breytt aðferðum sínum hvað varðar mótmælendur. „Þeir sem eru uppvísir að lögbrotum geta átt von á því að verða beittir viðurlögum. Þetta á við um öll lögbrot, þessi sem önnur,“ segir Kristján Ólafur. Málin munu fara í hefðbundinn feril hjá lögreglu. Starfsemi fjármálaráðuneytisins fór úr skorðum við mótmælin, enda hávaðinn gríðarlegur. Fulltrúar atvinnubílstjóra eiga fund með Kristjáni Möller samgönguráðherra í dag. - kp Starfsemi fjármálaráðuneytisins fór úr skorðum þegar atvinnubílstjórar héldu mótmælum áfram í gær: Þeyttu flautur og tepptu umferðina KRÖFUR BÍLSTJÓRANNA Að olíugjald verði lækkað. Að slakað verði á hvíldartímatilskip- un. Nú þurfa þeir 45 mínútna hvíld fyrir fjóra og hálfa ökustund. Að þungaskattur verði felldur niður. Að horfið verði frá umhverfisgjaldi sem tekur gildi um áramót og nemur tuttugu krónum á hvern olíulítra. Að ekki þurfi 36 klukkustunda öku- kennslunámskeið á fimm ára fresti til endurnýjunar ökuskírteinis. er svariðjá 118 ja.is Símaskráin ÍS L E N S K A S IA .I S J A A 4 14 62 0 4/ 08 Vantar þig málara í einum grænum? Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir *Nánari upplýsingar um fargjaldaflokka Icelandair á netinu. Afslátturinn reiknast af fargjaldi án flugvallarskatta. Til og með 4. apríl bjóðum við 50% barnaafslátt af Economy og Best Price fargjöldum* fyrir börn, 11 ára og yngri, til allra áfangastaða okkar erlendis. Ferðatímabil er til og með 31. desember. + Bókaðu ferð á www.icelandair.is 50% AFSLÁTTUR FYRIR BÖRN HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ HVAÐ ER Á SEYÐI? Mikill hávaði fylgdi mótmælunum og ekki heyrðist mannsins mál í ráðuneytinu. Er ástæða til að ráðamenn Ís- lands ferðist með einkaþotum? Já 29,8% Nei 70,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Villt þú að ríkið ráðstafi hærri upphæðum en nú er gert til öryggis- og löggæslu? Segðu þína skoðun á visir.is UMHVERFISMÁL Þórunn Svein- bjarnar dóttir umhverfisráðherra úrskurðaði í gær um kæru Land- verndar vegna umhverfismats fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Komst ráðherra að þeirri niður- stöðu að formgalli hefði verið á meðferð Skipulagsstofnunar, og hafnaði kröfu Landverndar. Landvernd kærði í október þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að ekki þyrfti að meta saman umhverfis áhrif allra framkvæmda tengdra álveri í Helguvík. Skipulagsstofnun tók ekki sér- staka ákvörðun um að áhrifin yrðu ekki metin saman. Í úrskurði umhverfisráðherra kemur fram að bréfaskipti hafi farið milli stofnunar innar og Norðuráls, og ljóst að ákvörðun hafi í raun verið tekin um mitt ár 2006. Ekki var til- kynnt um þá ákvörðun fyrr en með lokaáliti Skipulagsstofnunar í byrj- un október 2007. „Í raun lítum við svo á að slíka ákvörðun þurfi að taka áður en mats áætlun er samþykkt,“ sagði Þórunn á fundi með fjölmiðlafólki í umhverfisráðuneytinu í gær. Skipu- lagsstofnun hefur þegar breytt verklagi sínu í samræmi við það, eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu. „[Við] teljum að um sé að ræða ákveðinn formgalla á afgreiðslu Skipulagsstofnunar, þó hann geti ekki talist verulegur,“ sagði Þór- unn. Helsta ástæða þess að ekki hafi verið fallist á kæru Landvernd- ar hafi verið að það hefði verið í andstöðu við lög um hraða stjórn- sýslu að breyta ákvörðun frá miðju ári 2006 nú snemma árs 2008. „Þessi úrskurður útilokar ekki að þegar afstaða verður tekin til ann- arra matsskyldra framkvæmda sem tengjast álverinu í Helguvík, geti niðurstaðan orðið önnur en [...] í þessu tilviki,“ sagði Þórunn. „Að sjálfsögðu er þessi úrskurð- ur að landslögum, en það er ekki þar með sagt að hann sé umhverfis- ráðherranum að skapi.“ Heimild er til þess í lögum að meta umhverfisáhrif tengdra fram- kvæmda saman. Á fundi ríkis- stjórnarinnar á þriðjudag lagði Þór- unn fram frumvarp þar sem lagt er til að það verði skýr krafa að tekin sé formleg afstaða til þess hvort meta skuli áhrifin saman. brjann@frettabladid.is Ákvörðun um álver í Helguvík staðfest Umhverfisráðherra fellst ekki á kæru Landverndar og staðfestir umhverfismat fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Úrskurður samkvæmt landslögum, en er ekki ráðherra að skapi. Segir náttúruna verða að fá vörn í stjórnarskrá. STAÐFEST Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra kynnti ákvörðun sína fyrir fjölmiðlafólki í gær ásamt Magnúsi Jóhannessyni ráðuneytisstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Náttúra og umhverfi hafa ekki stjórnarskrárvarinn rétt, eins og til dæmis atvinnufrelsi og eignarrétturinn. Því miður er ekki enn kominn inn í stjórnar- skrá umhverfiskafli, sem margir hafa beðið eftir lengi,“ segir Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra. „Það er í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að halda áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar,“ segir Þórunn. Mjög mikilvægt sé að náttúran fái vörn í stjórnarskránni. UMHVERFISKAFLI Í STJÓRNARSKRÁNA UMHVERFISMÁL „Í úrskurðinum er ekki tekin efnisleg afstaða til kröfu Landverndar um ógildingu álits Skipulagsstofnunar, og það eru gífurleg vonbrigði,“ segir Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Bergur bendir á að ráðherra hafi sérstaklega tekið fram að úrskurðurinn frá því í gær hafi ekki fordæmisgildi fyrir ákvörðun vegna annarra matsskyldra framkvæmda sem tengist fyrir- hugðu álveri í Helguvík. „Með vísan í þetta munum við beita okkur fyrir því að orkuöflunin og orkuflutningarnir verði metnir með heildstæðum hætti,“ segir Bergur. Hægt er að kæra úrskurð ráðherra til dóm- stóla, en Bergur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort dómstólaleiðin verði farin. Ágúst F. Hafberg, framkvæmdastjóri við- skiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli, segist ánægður með úrskurð ráðherra. Hann sé í takt við það sem reiknað hafi verið með hjá Norðuráli. Ágúst vill ekki tjá sig um þau ummæli umhverfisráðherra að þessi úrskurður útiloki ekki að niðurstaðan verði önnur þegar tekin verði afstaða til annarra tengdra framkvæmda. „Það var bara verið að fjalla um þetta mál, og úrskurðurinn er fallinn. Nú höldum við bara áfram okkar vinnu,“ segir Ágúst. Undirbúningsfram- kvæmdir eru í gangi á lóð félagsins í Helguvík. - bj Úrskurður umhverfisráðherra kemur ekki á óvart segir talsmaður Norðuráls: Gífurleg vonbrigði fyrir Landvernd FRAMKVÆMDIR Náttúruverndarsamtök Íslands hafa kært veitingu framkvæmdaleyfis til úrskurðarnefndar um skipu- lags- og byggingarmál. MYND/ODDGEIR KARLSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.