Fréttablaðið - 04.04.2008, Qupperneq 8
8 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
BÚKAREST, FRÉTTABLAÐIÐ Sovétlýð-
veldin fyrrverandi Georgía og
Úkraína fá ekki að hefja formlegt
aðildarferli að Atlantshafsbanda-
laginu [Nató] að sinni. Í lokayfir-
lýsingu leiðtogafundar Nató í
Búkarest er kveðið á um aðild
ríkjanna á endanum, án þess að
tímasetninga sé getið. Fundi utan-
ríkisráðherra aðildarríkjanna í
desember var falið að fjalla um
málið.
Eftir stormasamar óformlegar
viðræður í Búkarest í fyrrakvöld
var útséð með að samstaða næðist
um ósk ríkjanna tveggja, og kröfu
Bandaríkjanna, um að hefja aðild-
arferli. Ríki í Vestur-Evrópu, eink-
um Þýskaland og Frakkland, voru
á móti. Réði ótti við röskun jafn-
vægis í austurhluta álfunnar þar
mestu en Rússum er mjög í nöp
við Nató-aðild nágranna sinna.
Að sama skapi var aðildar-
umsókn Makedóníu hafnað.
Grikkir lögðust gegn henni á
þeirri forsendu einni að nafn
þessa nágrannaríkis væri ögrun
við þá. Frá sjálfstæði Makedóníu
og upptöku nafnsins árið 1991
hafa ríkin deilt. Makedónía hin
forna heyrir að stærstum hluta til
Grikklands. Samstöðu þarf meðal
allra Nató-ríkja um allar ákvarð-
anir bandalagsins og því varð vilji
Grikkja ofan á. Makedóníumenn
brugðust við niðurstöðunni með
því að yfirgefa fundarstaðinn.
Makedónía hafði fylgt form-
legu aðildarferli síðustu misseri.
Það höfðu Albanía og Króatía gert
líka og á fundinum í gær var sam-
þykkt að bjóða þeim aðild með
formlegum hætti. Þar með verða
aðildarríkin 28.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra telur þá málamiðlun sem
varð um Georgíu- og Úkraínu-
menn góða. „Ég hefði vel getað
hugsað mér að þeir fengju aðild
að aðildarferlinu en ég held að
þetta sé mjög ásættanleg niður-
staða,“ sagði Geir. Hann kvað
Angelu Merkel, kanslara Þýska-
lands, hafa beitt sér fyrir þessari
niðurstöðu.
Geir sagði vonbrigði að ágrein-
ingur Grikkja og Makedónu-
manna hefði ekki verið jafnaður.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra fagnar stækk-
un Nató. „Ég held að það sé til
bóta að bandalagið stækki. Ég tel
að það sé mikilvægt að það séu
fleiri í bandalaginu og það hafi
meiri breidd,“ sagði Ingibjörg
Sólrún í gær.
Leiðtogafundi Nató lýkur í dag.
bjorn@frettabladid.is
Ég tel að það sé mikil-
vægt að það séu fleiri í
bandalaginu og það hafi meiri
breidd.
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
UTANRÍKISRÁÐHERRA
SAMGÖNGUR Vélarbilun kom upp í
Herjólfi í gærmorgun og af þeim
sökum bættust rúmlega tuttugu
mínútur við hefðbundinn ferða-
tíma skipsins. Bilunin gerði það að
verkum að skipið keyrði á ellefu
mílum í stað þeirra fjórtán til
fimmtán mílna sem venja er þegar
báðar vélarnar eru starfhæfar.
Unnið var að viðgerð í gær og
ekki ljóst hvenær henni lyki. - kg
Herjólfur var seinn í gær:
Sigldi á annarri
vélinni til Eyja
1. Í hvaða borg í Danmörku
var framið stórt rán á þriðju-
dag?
2. Hver skoraði mark Liverpool
í leik liðsins gegn Arsenal á
miðvikudag?
3. Hvað heitir næsta mynd
leikstjórans Baltasars Kormáks?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54
Guðríðarstíg 2-4 113 Reykjavík Sími 545 1000 www.hugurax.is
VIÐSKIPTAKERFIÐ VERÐUR AÐ GETA BREYST
JAFNHRATT OG VIÐSKIPTAUMHVERFIÐ.
HNÖKRALAUS ÞJÓNUSTA
FRÁ FYRSTA DEGI.
Microsoft Dynamics AX er öflugasta viðskipta-
kerfið frá Microsoft og leysir þarfir fyrirtækisins,
allt frá nákvæmri úrvinnslu fjárhagsupplýsinga
til skipulagningar á flókinni framleiðslu. Microsoft
Dynamics AX gerir fyrirtækjum í framleiðslu, dreifingu
og þjónustu kleift að bregðast við breytingum á markaði
á hraðvirkan og hagkvæman hátt. Microsoft Dynamics
AX lagar sig að þörfum fyrirtækisins fremur en að setja
starfseminni skorður.
„Innleiðing Microsoft Dynamics AX var viðamikið verkefni
fyrir okkur hjá Nóa Síríusi þar sem við vorum að nota margar
sérlausnir eins og tollakerfi, vöruhúsakerfi og handtölvu-
kerfi. Fyrstu vikurnar eftir gangsetningu Dynamics AX fengum
við góða aðstoð og stuðning frá starfsmönnum HugarAx.
Við gátum haldið uppi hnökralausri þjónustu strax frá fyrsta degi.“
– Rúnar Ingibjartsson
Rúnar Ingibjartsson, forstöðumaður upplýsingasviðs hjá Nóa Síríusi.
Albanía og Króatía í Nató
Leiðtogafundur Nató samþykkti aðild Albaníu og Króatíu í gær. Grikkir komu í veg fyrir aðild Makedóníu.
Forsætisráðherra metur málamiðlun um að Georgía og Úkraína fá aðild í „framtíðinni“ góða.
AÐILDARRÍKI NATÓ
Stofnendur (1949):
Bandaríkin
Belgía
Bretland
Danmörk
Frakkland
Holland
Ísland
Ítalía
Kanada
Lúxemborg
Noregur
Portúgal
Ríki sem fengu inngöngu síðar:
Grikkland (1952)
Tyrkland (1952)
Þýskaland (1955)
Spánn (1982)
Pólland (1999)
Tékkland (1999)
Ungverjaland (1999)
Búlgaría (2004)
Eistland (2004)
Lettland (2004)
Litháen (2004)
Rúmenía (2004)
Slóvakía (2004)
Slóvenía (2004)
Samþykkt í Búkarest 2008:
Albanía
Króatía
Á LEIÐTOGAFUNDI NATÓ Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanríkisráðherra sátu fyrir svörum í Búkarest í gær. Leiðtogafundi Nató lýkur í
dag. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON
Mannskætt flugslys
Flugmálayfirvöld í Súrínam í Suður-
Ameríku greindu frá því í gær að
farþegaflugvél af gerðinni Antonov-
AN28 hefði hrapað á leið frá höfuð-
borginni Paramaribo. Með henni
hefðu farist 19-20 manns, flestir
verkamenn frá Brasilíu.
SÚRÍNAM
VEISTU SVARIÐ?