Fréttablaðið - 04.04.2008, Page 10

Fréttablaðið - 04.04.2008, Page 10
 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR RV U N IQ U E 04 08 05 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Fagleg og persónuleg þjónusta Sjúkraliði RV, Jóhanna Runólfsdóttir, leiðbeinir skjólstæðingum TR, einstaklingum með þvagleka og aðstandendum þeirra og veitir ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur. Sími: 520 6673 johanna@rv.is www.rv.is 1Ýmis úrræði og ráðgjöf vegna þvagl eka Við höfum gefið út vandaðan TENA bækling- um úrræði og ráðgjöf vegna þvagleka. Hafðu samband og við sendum þér eintak. SPM flytur í Borgartún Sparisjóður Mýrasýslu hefur flutt afgreiðslustað sinn í Reykjavík úr Síðumúlanum í nýtt og glæsilegt húsnæði í Borgartúni 26. Líttu endilega við. Við gerum hlé á daglegri starfsemi okkar í dag og flytjum í Borgartún 26. Beðist er velvirðingar á því að síma- og nettengingar munu jafnframt að mestu l iggja n iðr i . „ A F S A K I Ð H L É “ B o r g a r t ú n i 2 6 | 1 0 5 R e y k j a v í k | S í m i 5 9 0 2 6 0 0 B r é f a s í m i 5 9 0 2 6 0 6 | l e x @ l e x . i s | w w w . l e x . i s Jónas A. Aðalsteinsson hrl Þórunn Guðmundsdóttir hrl Erla S. Árnadóttir hrl Helgi Jóhannesson hrl Karl Axelsson hrl Ólafur Haraldsson hrl Lilja Jónasdóttir hrl Kristín Edwald hrl Ragnheiður M. Ólafsdóttir hrl Heimir Örn Herbertsson hrl Eiríkur Elís Þorláksson hdl Garðar G. Gíslason hdl Eva Margrét Ævarsdóttir hdl Arnar Þór Stefánsson hdl Dýrleif Kristjánsdóttir hdl Katrín Jónasdóttir framkv.stj UMHVERFISMÁL Átak í hreinsun og lagfæringum á skemmdarverkum af völdum veggjakrots við Lauga- veg hófst í gær. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að um sé að ræða fyrsta skref í því að snúa við þeirri óheillaþróun sem verið hafi í miðborg Reykjavíkur um nokkurt skeið. Er það sagt lúta að agaleysi ákveðinna hópa og ein- staklinga sem birtist meðal annars í kroti og málun myndtákna á hús- veggi. Að sama skapi er um að ræða hirðuleysi nokkurs fjölda fasteignaeigenda íbúðarhúsnæðis sem enginn hefur búsetu í eða fyrirhugað er að gera breytingar á, segir í tilkynningunni. Verður eigendum húsa boðið að eignir þeirra verði hreinsaðar af kroti í eitt skipti að kostnaðar- lausu. Verður komið á vöktun öryggisaðila og átta myndavélum komið fyrir á Laugaveginum. Á kynningarfundi um aðgerðir til að efla miðborgina sem haldinn var í gær sagðist Ólafur F. Magnús- son borgarstjóri harma ástand miðborgarinnar. Hann hét því að 17. júní mundu íbúar borgarinnar líta miðborgina öðrum augum. Starfstími aðgerðaráætlunar til eflingar miðborgarinnar, sem átakið byggir á, mun standa til 1. júní 2009. Hlutverk aðgerðarhóps sem settur hefur verið yfir verk- efnið er að samræma og gera til- lögur um nauðsynlegar aðgerðir í miðborginni með það að markmiði að bæta umgengni, hreinlæti og öryggi. „Það er mín trú að það verði ávinningur af þessu en hvort það skili okkur alla leið veit ég ekki,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgar- svæðisins, spurður hvort hann telji að hreinsunarátk muni bæta brunavarnir og ástand niðurníddra húsa í miðbænum. Hann hvetur almenning til að setja sig í sam- band við slökkvilið og láta vita af húsum sem teljast megi ótrygg. „Þetta er sameiginlegt átak okkar allra og okkar bestu skoðanir hafa yfirleitt verið byggðar á ábending- um almennings. Það væri óábyrgt af mér sem slökkviliðsstjóra að segja að við hefðum ekki átt að bregðast við fyrr. Einn eldsvoði er einum of mikið.“ Jón Viðar bindur vonir við verk- efnið. „Mér finnst vera hugur í mönnum. Nú eru allir orðnir virki- lega samstilltir. Það er mikill ávinningur af því,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. olav@frettabladid.is Harmar ástandið Aðgerðahópur um miðborg Reykjavíkur settur á laggirnar. Slökkviliðsstjóri telur að fyrr hefði mátt bregðast við en kallar eftir samvinnu borgarbúa. VEGGJAKROT Í REYKJAVÍK Starfsmenn Reykjavíkurborgar hófu í gær að hreinsa veggjakrot af húsum við Laugaveg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.