Fréttablaðið - 04.04.2008, Side 13

Fréttablaðið - 04.04.2008, Side 13
FÖSTUDAGUR 4. apríl 2008 13 MENNING Sjóður Egils Skalla- grímssonar er styrktarsjóður sem ætlað er að efla íslenska menn- ingu og listir á Bretlandseyjum. Í því skyni veitir sjóðurinn fjárstyrki tvisvar á ári en styrkirnir eru veittir á grundvelli listræns gildis og með hliðsjón af fjárþörf. Sjóðurinn er í vörslu sendiráðs Íslands í Lundúnum og þurfa umsóknir að berast sendiráðinu fyrir 1. maí eða 1. nóvember ár hvert. The Icelandic Take Away Theatre fékk fyrsta styrkinn árið 1997 vegna sýningar á leikritinu Sítrónusysturnar á Edinborgar- hátíðinni. - ovd Sjóður Egils Skallagrímssonar: Íslensk list og menning efld NOREGUR Björgunarmenn hafa fundið einn af þeim sem saknað var eftir að aurskriða olli því að fjölbýlishús í Álasundi hrundi til grunna. Líkið hefur verið flutt á sjúkrahús og er beðið eftir því að kennsl verði borin á það, að sögn vefútgáfu Dagbladet. Lögreglumenn og björgunar- menn fóru inn í rústirnar í gær til að leita að þeim fimm sem talið er að hafi farist í skriðunni. „Við leggjum áherslu á að leita að fólkinu og að öryggis þeirra sem taka þátt í leitinni sé gætt,“ segir John Kåre Flo, lögreglumaður í Álasundi. - ghs Álasund í Noregi: Einn fundinn í rústunum KENNSL BORIN Á MANNINN Lík eins manns hefur fundist í rústunum í Álasundi í Noregi. Líkið hefur verið flutt á sjúkrahús þar sem kennsl verða borin á manninn. VEIÐI Stóraukning varð á netaveiði í Hvítá í Árnessýslu á milli áranna 2006 og 2007. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Telja stangveiðimenn aukning- una samspil þess að stangaveiði- félagið hafi keypt upp netalagnir í Ölfusá og vatnsleysis í bergvatns- ánum þar fyrir ofan, sem varð til þess að lax var lengur í jökulvatni Hvítár þar á milli og endaði í netum bænda. „Breyttust neta- veiðitölur Hvítár úr rúmlega 400 löxum í 1910 laxa sem er mesta veiði í mörg ár,“ segir á svfr.is, þar sem spurt er hvort ekki þurfi að bregðast sérstaklega við netaveið- um á stórlaxi. - gar Vatnsleysi jók netaveiði: Fimmföld veiði í Hvítá í þurrki HVÍTÁ Laxinn stoppaði í Hvítá í fyrra- sumar. HEILBRIGÐISMÁL Íslenskir karlar geta vænst þess að verða þeir elstu í heimi, eða 79,4 ára, meðan íslenskar konur verða að meðaltali 82,9 ára. Sam- kvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hafa lífslíkur karla aukist meira en kvenna á und- anförnum áratugum, og nokk- uð hefur dregið saman með kynjunum í meðalævilengd. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var um sex ára munur á ævilengd karla og kvenna, en sá munur hefur nú minnkað niður í einungis 3,6 ár. Svipaða þróun má sjá ann- ars staðar í Evrópu, en af Norð- urlöndunum utan Íslands er þessi munur minnstur í Sví- þjóð, eða 4,4 ár. Íslenskar konur hafa í gegn- um tíðina getað státað af hærri lífslíkum en annars staðar í heiminum, en nú er svo komið að kynsystur þeirra frá nokkr- um þjóðum lifa að jafnaði leng- ur. Japanskar konur skera sig úr í þessu sambandi, en meðal- ævilengd þeirra er heil 86 ár. Á síðasta ári létust 1.942 ein- staklingar með lögheimili á Íslandi; 1.002 karlar og 940 konur. Dánartíðni var 6,2 á hverja 1.000 íbúa. - kg Nokkuð hefur dregið saman með kynjunum þegar kemur að meðalævilengd: Íslenskir karlmenn verða elstir í heimi FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R ÍSLENSKIR KARLAR Lífslíkur karla hafa aukist meira en kvenna á undanförnum áratugum og nokkuð hefur því dregið saman með kynjunum í meðalævilengd. Fréttamenn handteknir Lögregla í Simbabve réðist inn í skrifstofur stærsta stjórnarandstöðu- flokksins í gær og handtók erlenda fréttamenn. Þetta þykir benda til þess að Robert Mugabe, forseti landsins, hyggist gera allt sem hann getur til að halda völdum. Enn hefur ekki verið tilkynnt um úrslit forsetakosninganna. SIMBABVE

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.