Fréttablaðið - 04.04.2008, Síða 16

Fréttablaðið - 04.04.2008, Síða 16
16 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR TEIKNIMYNDASTYTTUR Gestur á alþjóðlegri teiknimyndaráðstefnu í Tókýó virðir fyrir sér styttur af vin- sælum kvenfígúrum úr japönskum teiknimyndum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Aðalfundur FUNDARBOÐ Aðalfundur Icelandic Group hf. verður haldinn á Radisson SAS, Hótel Sögu, Sunnusal, Hagatorgi, Reykjavík, föstudaginn 18. apríl nk. og hefst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.13 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga stjórnar um að félagið taki lán með breytirétti, skv. VI. kafla hlutafélagalaga nr. 2/1995. Fjárhæð lánsins skal vera í íslenskum krónum sem samsvari allt að fjárhæð € 41.000.000 á þeim degi sem lánið er tekið. Lánstíminn er 4 ár. Lánsfjárhæðinni ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði samkvæmt skilmálum lánsskjala má breyta í hluti í félaginu við gjalddaga lánsins og fá eigendur skuldaskjalanna einn hlut fyrir hverja krónu. Hlutafé félagsins verður hækkað sem nemur þeirri fjárhæð sem nauðsynleg er til að mæta breytiréttinum, samanlagt allt að nafnverði kr. 15.000.000.000 og falla hluthafar frá forgangsrétti til áskriftar að hlutum þessum. 3. Tillaga stjórnar um að hluthafafundur veiti stjórn félagsins umboð til að óska eftir afskráningu félagsins úr kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi. 4. Önnur mál. Hluthöfum er sérstaklega bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Ennfremur verður hægt að nálgast þau gögn á vefsíðu félagsins, www.icelandic.is, eða á aðalskrifstofu félagsins frá sama tíma. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn á fundarstað. Reykjavík, 4. apríl 2008. Stjórn Icelandic Group hf. Icelandic Group hf. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 - 0 2 5 6 ALÞINGI Ríkið sparaði 16,4 milljón- ir króna á því að bjóða rekstur á átján rúma deild fyrir aldraða á Landakoti út, segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Þingmenn tókust á um útvistun á heilbrigðisþjónustu í utandag- skrárumræðum á Alþingi í gær. „Það er verið að markaðsvæða heilbrigðiskerfið á Íslandi, skref fyrir skref,“ sagði málshefjandi, Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna. Í viðtali Fréttablaðsins við Magnús Pétursson, sem hætti sem forstjóri Landspítalans í vikunni, kemur fram að áætlaður kostnað- ur við hvert sjúkrarúm á deildinni hafi verið 18.260 krónur á dag. Lægstbjóðandi, Hjúkrunarheimil- ið Grund, hafi boðið um 21 þúsund krónur. Skrifað var undir samn- inga við Grund á miðvikudag. „Hvers vegna eru útboð að verða skilyrði fyrir aukinni fjár- veitingu til heilbrigðisþjónustunn- ar?“ spurði Ögmundur. Guðlaugur Þór upplýsti að samið hefði verið um 19.767 þúsunda króna kostnað á rúm við Grund. Í fyrra hefði kostnaðurinn verið 22.260 krónur á rúm á sambæri- legri deild Landspítalans. Sparn- aðurinn af samningum við Grund væri því um 16,4 milljónir á árs- grundvelli. Hann benti á að umrædd deild hefði verið lokuð undanfarið vegna manneklu. Í kjölfar samn- ingsins við Grund yrði hún opnuð aftur um miðjan maí. - bj Tekist á um útvistun á heilbrigðisþjónustu í utandagskrárumræðum á Alþingi: Ríkið sparaði á Landakotsdeild GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON ÖGMUNDUR JÓNASSON VIRKJANAMÁL „Ég myndi kalla þetta mútur. Það er bara þannig,“ segir Jón Árni Vignisson, bóndi í Skálm- holti í Flóahreppi. Þar vísar hann til fjörutíu millj- óna króna eingreiðslu Landsvirkj- unar til Flóahrepps, samkvæmt samkomulagi um að Urriðafoss- virkjun verði sett á aðalskipulag hreppsins. Samkvæmt samkomulaginu greiðir Landsvirkjun hreppnum þessa fjárhæð „til að styðja við það að landbúnaður og föst búseta verði styrkt og eftirsótt á svæð- inu“. Þetta sé enn fremur vegna vatnsöflunarmála, segir í sam- komulaginu. Margrét Sigurðardóttir, sveitar- stjóri í Flóahreppi, segir að hug- myndin hafi verið að nýta féð til vatnsöflunar. Í samkomulaginu er hins vegar sérstakt ákvæði um vatnsöflunar- mál, vegna hugsanlegra áhrifa lóns á grunnvatn í sveitarfélaginu. „Í því skyni mun Landsvirkjun kosta lögn nýrrar aðveitu vatnsveitu sveitarfélagsins, tryggja nægilega miðlun vatnsins með tilliti til dreif- ingar um allt sveitarfélagið og byggingu miðlunartanks ef með þarf.“ „Það kann að vera að féð verði notað í dreifilagnir, en það er ekki búið að eyrnamerkja það sérstak- lega,“ segir Margrét. „Við gerum okkur grein fyrir því að framkvæmdir á okkar vegum valda raski. Sveitarfélagið vill að við styrkjum aðgerðir sem lúta að vatnsöflun og við samþykktum það, en ég vísa því á bug að þetta séu mútur,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Hann segir jafn- framt að fordæmi séu fyrir ein- greiðslum af þessu tagi í tenglum við framkvæmdir. Jón Árni Vignisson fullyrðir að eina skýringin á þessu sé sú að í Flóahreppi hafi verið andstaða við virkjunina. „Þetta mannvirki leggst í fjóra hreppa. Af hverju þurfti ekki að gera neitt í hinum hreppunum?“ Hann hefur lagt inn stjórnsýslukæru vegna samkomu- lagsins. Landsvirkjun hyggst meðal annars selja rafmagnið til gagna- vers á Keflavíkurflugvelli. ingimar@frettabladid.is Landsvirkjun greiðir Flóa- hreppi milljónir Flóahreppur fær fjörutíu milljónir frá Landsvirkjun vegna Urriðafossvirkjunar. Landsvirkjun ætlar sjálf að borga fyrir nýja vatnsveitu. Bóndi fullyrðir að um mútur sé að ræða. Landsvirkjun vísar því á bug. URRIÐAFOSS Jón Árni Vignisson fullyrðir að fjörutíu milljóna greiðsla til Flóahrepps vegna Urriðafossvirkjunar sé mútur. SAMGÖNGUR Bæjarráð Vestur- byggðar segir að miðað við áætlanir verði veruleg skerðing á ferðafjölda ferjunnar Baldurs yfir Breiðafjörð í sumar. „Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega fyrirhugaðri fækkun ferða í sumar og skorar á samgönguyfirvöld að ferðafjöldi verði með sama hætti og síðastlið- ið sumar, enda eru engar forsend- ur fyrir breytingum þar sem vegasamgöngur hafa ekki batnað á milli ára,“ segir í áskorun frá síðasta bæjarráðsfundi sem haldinn var á Patreksfirði. - gar Bæjarráð Vesturbyggðar: Mótmælir fækkun ferða yfir Breiðafjörð BALDUR Fyrirhugað er að fækka sumar- ferðum. KÓREA, AP Norður-Kóreustjórn hafnaði í gær áskorun suður-kór- eskra ráðamanna um að leggja sitt af mörkum til að draga úr spennu í samskiptunum yfir vopnahléslínuna. Nýr forseti Suður-Kóreu, Lee Myung-bak, átaldi norðanmenn fyrir síðustu ögranir sínar og hvatti þá til að setjast að samningaborði. Í tilkynningu sem ráðamenn í Pyongyang sendu til Seúl er Suður-Kóreu hótað „hernaðarleg- um mótaðgerðum“. Þar segir einnig að ráðamenn í Seúl „gætu ekki flúið undan ábyrgðinni á ástandinu sem knúði (N-Kóreustjórn) til að slíta öllum viðræðum og tengslum suður yfir“, að því er segir í skeyti norður -kóresku fréttastofunnar KCNA. - aa Bakslag í Kóreuviðræðum: Norðanmenn hafa í hótunum BANDARÍKIN, AP Bandaríkjaforseti er ekki bundinn af alþjóðlegum lögum um yfirheyrsluaðferðir á stríðstím- um, samkvæmt minnisblaði banda ríska dómsmálaráðuneytisins sem gert var opin bert á þriðjudag. Tilvist þess hefur lengi verið kunn, en það var ritað af lagaprófessorn- um John Yoo í mars 2003. Birting þess er liður í lögsókn bandarísku mannréttindasamtak- anna ACLU gegn stjórnvöldum. Framkvæmdastjóri ACLU fullyrðir að minnisblaðið hafi átt að heimila pyntingar og sú hafi orðið raunin. Minnisblaðið var fellt úr gildi í desember 2003. - kp Minnisblað um yfirheyrslur: Forseti hafinn yfir alþjóðalög
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.