Fréttablaðið - 04.04.2008, Síða 18
18 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
VIKA 9
DAGBÓK NÝRRA
ÍSLENDINGA
„Mig hefur alltaf langað
til að gera eitthvað fyrir
samfélagið,“ segir Fala-
steen Abu Libdeh, vara-
borgarfulltrúi í Reykja-
vík. Hún hefur búið á
Íslandi í þrettán ár og
var í fjórtánda sæti Sam-
fylkingarinnar við síð-
ustu borgarstjórnarkosn-
ingar. „Í upphafi var ég
varamaður í mannrétt-
indaráði Reykjavíkur-
borgar en eftir breyting-
ar í borgarstjórn varð ég
aðal maður.“
Hún segist margt vilja gera
fyrir þjóðfélagið. „Eins og ég tal-
aði um í ræðu minni í borgarstjórn
um daginn er lykilatriði að fólk
læri íslensku og ég vil berjast fyrir
því. Ekki bara þeir sem eru úti-
vinnandi heldur líka þær mæður
sem eru heima með börnin og ein-
angrast þess vegna.“ Falasteen
telur mjög mikla hættu á frekari
einangrun þegar boðnar eru
greiðslur til foreldra fyrir að vera
heima með börnum sínum.
„Þá halda þeir bara áfram
að vera heima og hættan á
að þeir einangrist er mjög
mikil. Útlendingar vita
heldur ekki af mömmu-
morgnum í kirkjum svo
það er margt sem við
þurfum að miðla til
þeirra.“ Menntamál eru
henni líka hugleikin en að
bæta samfélagið er henn-
ar aðalhvati til þátttöku í
stjórnmálum.
„Ég vil hvetja alla til að kenna
útlendingum íslensku og kenna
þeim að taka þátt í þjóðfélaginu
þar sem þetta er verkefni okkar
allra. Útlendingar eiga að vera
þátttakendur í samfélaginu en ekki
bara horfa á.“
Falasteen segist alin upp við
stjórnmálaumræður. „Það eru ekki
mikil samskipti við fjölskylduna
mína sem býr í Jerúsalem en syst-
kini mín og mamma búa hér. Pabbi
býr úti, er blaðamaður og er mjög
pólitískur.“
Falasteen Abu Libdeh, varaborgarfulltrúi í Reykjavík:
Þátttakendur
ekki áhorfendur
„Í samanburði
við lönd eins
og Bretland og
Bandaríkin eru
innflytjendamál
á Íslandi nokkuð
ný af nálinni. Ég
tel einstakt tæki-
færi fyrir íslensk
stjórnvöld að læra af innflytjenda-
stefnum annarra landa. En þau
þurfa að gera slíkt fljótlega. Það
skiptir miklu að fólk sem hingað
flyst leggi sig fram við að aðlagast
samfélaginu með því að læra
tungumálið og taka þátt í störfum
samfélagsins. Kosning nýbúa er til
dæmis jákvætt skref. Þetta eru full-
trúar stækkandi hóps nýbúa sem
geta vonandi veitt sveitarstjórnum
nýja sýn á innflytjendamál.“
Charlotte Ólöf Ferrier:
LÆRA AF REYNSLU
ANNARRA ÞJÓÐA
Johanna kom hingað fyrst árið
1997 ásamt þáverandi eiginmanni
sínum til að vinna hér á landi um
nokkurt skeið. Þau hjón gerðu svo
víðreist og unnu í nokkrum lönd-
um en árið 2001 urðu þau sam-
mála um að halda aftur til Íslands
og reyna að koma árum sínum
hér fyrir borð. „Við ákváðum að
koma okkur fyrir á Grundarfirði
enda er afar vel tekið á móti
manni hér og andrúmsloftið mjög
vingjarnlegt,“ segir hún.
„Fyrir sveitarstjórnarkosning-
arnar 2006 var ég svo innt eftir
því hvort ég vildi taka þátt í starfi
L-listans og í framhaldinu tók ég
fjórða sætið á listanum. Það vant-
aði aðeins þrjú atkvæði upp á að
ég kæmist inn en svo dró til tíð-
inda þegar Emil Sigurðsson, sem
var í þriðja sæti, hætti í nóvem-
ber 2007 en þar með var ég komin
í bæjarstjórn. Í raun fannst fólki
ekkert fréttnæmt við það að inn-
flytjandi væri kominn þangað
enda er ég bara eins og hver
annar þegn sem leggur sitt af
mörkum. Svo er nándin hér mikil
eins og í flestum minni samfélög-
um og því er fólk ekki sífellt með
það hugfast að ég sé útlendingur
þó að hreimurinn minni jafnan á
það,“ segir hún og hlær við. „Það
er jú líka eðlileg þróun að inn-
flytjendur láti til sín taka í þess-
um efnum. Við megum ekki
gleyma því að við erum ekki
aðeins hér til að þiggja þau rétt-
indi sem okkur bjóðast hér, við
erum ekki síður hér til að sinna
skyldum og taka ábyrgð. Og mér
finnst að fólk eigi að leggja sitt af
mörkum til samfélagsins, ekki
síst þegar það býr í litlu
samfélagi.“
Johanna E. Van Schalkwyk, bæjarfulltrúi á Grundarfirði:
Ábyrgð ekki síður
en réttindi
Rachid finnst
jákvætt að
nýbúar taki þátt
í stjórnmál-
um á Íslandi.
„Auðvitað skiptir
máli að fólk sé
hæft til þess
að taka svona
mikilvæg störf að sér. En aðrir
Íslendingar munu ekki síður njóta
góðs af reynslu nýbúa. Reynslu-
heimur þeirra er oft annar en
innfæddra og það hlýtur að vera
gott að heyra önnur viðhorf. Þetta
er sams konar þróun og annars
staðar í Evrópu. Þar tekur fólk af
erlendum uppruna þátt í mótun
samfélagsins. Í Belgíu er til dæmis
ráðherra sem fæddur er í Belgíu
en á foreldra frá Marokkó.
Rachid Benguella:
GOTT AÐ NÝTA
REYNSLU NÝBÚA
„Ég tók þátt í bæjar-
stjórnarkosningunum í
maí 2006 og var í tíunda
sæti hjá Samfylking-
unni,“ segir Amal Tam-
imi, varabæjarfulltrúi í
Hafnarfirði. Hún segir
það góða reynslu að taka
sæti í bæjarstjórninni.
„Ég var mjög hrædd en
allir bæjarfulltrúar, úr
öllum flokkum tóku vel á
móti mér og þetta gaf
mér aukið sjálfsöryggi.“
Amal er formaður lýðræðis- og
jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar
og varaformaður innflytjendaráðs.
Hún telur reynslu sína nýtast vel í
þeim störfum. Þá segir hún rann-
sóknir sýna að fjörutíu prósent
fólks sem flytjist til Íslands búi
hér áfram. „Við eigum að taka þátt
í okkar eigin samfélagi. Þetta er
framtíð okkar og barna okkar. Með
því að taka þátt fáum við tækifæri
til að breyta og gera samfélagið
betra.“ Það sé hennar hvati. „Ég er
hluti af íslensku samfélagi, er sex
barna móðir, á tvö ömmu-
börn og það þriðja á leið-
inni og Ísland er mitt
land.“
Amal hefur áhuga á að
taka áfram þátt í stjórn-
málum. „Ég er ein af
stofnendum samtaka
kvenna af erlendum upp-
runa. Við hvetjum útlend-
inga, sérstaklega konur til
að taka þátt í stjórnmál-
um, stéttarfélögum eða
málefnum sveitarfélaga. Að læra
íslensku er lykilatriði og við þurf-
um að búa til kerfi sem tryggir að
allir læri íslensku. Ef allir kunna
að tala eða bjarga sér erum við í
góðum málum.“
Hún hefur undanfarin fjögur ár
verið fræðslufulltrúi Alþjóðahúss-
ins. „Ég er núna að vinna minn
uppsagnarfrest og ætla mér að
klára meistaragráðu í kynjafræði í
Háskólanum. Ég kláraði félags-
fræði en vegna mikillar vinnu náði
ég ekki að klára meistaragráð-
una.“
Amal Tamimi, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði:
Áhugi á bættu samfélagi
RV
U
N
IQ
U
E
03
08
04
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Glerfínar gluggafilmur
- aukin vellíðan á vinnustað
3M gluggafilmur fyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur,
verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RV sjá um uppsetningu
„Ég er sérstaklega þakk-
látur fyrir það tækifæri
sem íslenska þjóðin hefur
veitt mér,“ segir Paul Nik-
olov, þingmaður Vinstri
grænna, en hann settist á
þing síðastliðinn nóvem-
ber fyrstur innflytjenda.
„Þetta hefur gengið vel,
ég hef búið hér í níu ár og
er orðinn nokkuð vanur
tungumálinu. Auðvitað er
það svo að það er alltaf
auðveldara að skilja en tala. En ég
er þó orðinn alveg ósmeykur við
það að tjá mig hverrar skoðunar
sem ég er. Ef ég heyri svo orð sem
ég skil ekki fletti ég því upp en ég
man nú satt að segja ekki hvenær
ég þurfti að gera það síðast.“
Um þá nýjung að innflytjendur
skuli vera farnir að láta til sín taka
í stjórnmálum segir hann: „Það
þarf svo sem ekki að koma á óvart.
Ég vísa til dæmis til könnunar sem
þjóðmenningarsetrið á Vestfjörð-
um birti árið 2005 en þar mátti
greinilega að sjá að þessi hópur
hafði hug á því að komast til áhrifa
og þess er farið að gæta
nú.“
Paul segir Íslendinga
opna fyrir fjölmenningu
en þó megi ýmislegt betur
fara. „Til dæmis finnst
mér óþarfi að geta þjóð-
ernis meintra afbrota-
manna í fréttum. Það er
eins og verið sé að segja
að þjóðernið hafi orðið til
þess að hann framdi glæp-
inn, sem getur náttúrlega
ekki verið rökrétt. En þetta er allt
á réttri leið, til dæmis hefur Morg-
unblaðið tekið þá stefnu að segja
ekki frá þjóðerni í slíkum málum.
Svo á Fréttablaðið skilið hrós fyrir
að gera innflytjendum góð skil í
sinni umfjöllun.“
Paul var fljótur að taka til
óspilltra málanna eftir að hann
kom á þing og lagði fram frumvarp
um breytingar á lögum um útlend-
inga og réttarstöðu þeirra. „Það er
nú á borði allsherjarnefndar og það
er ómögulegt að segja hvenær
dregur til frekari tíðinda,“ segir
hann.
Paul Nikolov þingmaður Vinstri grænna:
Með orðabókina á þingi
PAUL NIKOLOV
„Það eru
liðnir um fimm
mánuðir síðan
ég sótti um
íslenskan ríkis-
borgararétt og
nú fer að draga
til tíðinda,“
segir Junphen.
„Fyrir um það bil mánuði voru
allir pappírar sem ég var beðin
um tilbúnir og svo hringdi ég til
að athuga málið í síðustu viku.
Þá var mér tjáð að svarið myndi
liggja fyrir eftir viku svo nú bíða
ég bara og vona. Annars er nóg
að gera í pappírsvinnunni því ég
er að vonast til þess að móðir mín
komi hingað í sumar svo ég er að
undirbúa vísa fyrir hana.“
Hvað stjórnmál og framgang
innflytjenda þar áhrærir segist hún
ekki fylgjast neitt með því. „Ég
skil eiginlega ekkert í fréttum svo
þetta fer allt saman fram hjá mér,“
segir hún og hlær við.
Junphen Sriyoha:
VERÐUR KANNSKI
ÍSLENSK EFTIR VIKU
Innflytjendur við stýrið
Fjórir innflytjendur hafa náð þeim árangri að taka sæti í borgarstjórn, bæjarstjórnum og svo á hinu háa Al-
þingi. Fréttablaðið ræddi við Falasteen Abu Libdeh, Amal Tamimi, Paul Nikolov og Johönnu E. Van Schalkwyk.
FALASTEEN ABU
LIBDEH
„Mér líst vel á
að innflytjend-
ur séu komnir
í stjórnmálin,“
segir Algirdas.
„Ég þekki
reyndar þau
Amal og Paul
og á ég ekki
von á öðru en þau láti gott af
sér leiða. Ég er líka afar ánægður
fyrir þeirra hönd og óska þeim
alls hins besta. Það er náttúrlega
lyftistöng fyrir málefni innflytjenda
að fjórmenningarnir séu komnir
til áhrifa og mikil hvatning fyrir
aðra til að taka sem mestan þátt í
samfélaginu.“ Spurður hvort hann
gæti sjálfur hugsað sér að leggja
stjórnmálin fyrir sér segir hann:
„Ekki á næstunni en hver veit
nema að ég geri það síðar.“
Algirdas Slapikas:
MIKIL HVATNING
AMAL TAMIMI