Fréttablaðið - 04.04.2008, Síða 24
24 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 631
5.256 +1,37% Velta: 6.667 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,40 -0,40% ... Bakkavör
44,30 +2,31% ... Eimskipafélagið 23,65 +3,28% ... Exista 11,55
+4,24% ... FL Group 6,69 +1,98% ... Glitnir 17,80 +1,14% ... Ice-
landair 24,60 +0,20% ... Kaupþing 839,00 +1,45% ... Landsbankinn
30,35 +0,50% ... Marel 91,10 -0,76% ... SPRON 4,69 +4,45% ...
Straumur-Burðarás 12,25 +1,91% ... Teymi 4,32 +0,47% ... Össur
92,00 -0,76%
MESTA HÆKKUN
SKIPTI +5,40%
SPRON +4,45%
EXISTA +4,24%
MESTA LÆKKUN
FLAGA -9,09%
EIK BANKI -5,37%
ATLANTIC PETROLE. -1,16%
Fyndni á nýjum vef
Fjárfestar og annað áhugafólk um hreyfingar
á hlutabréfamarkaði hafa oftar en ekki bölvað
óþjálum og ógagnsæjum vef Kauphallar Íslands.
Steininn tók þó fyrst úr þegar Kauphöllin komst
í eigu OMX. Núna hafa enn verið
gerðar breytingar á vefnum með
samruna OMX og Nasdaq og er
sumt til bóta, en annað í takt við
fyrri tíð, eins og gengur. Nýbreytni
er hins vegar auglýsingaborði yfir
fréttahluta vefsins hér heima.
Línurit birtist og leitar æ neðar
sem það færist yfir skjáinn áður
en það brotnar. „Hausverkur?“ er
spurt og í ljós kemur auglýsing
fyrir vel þekkt verkjalyf. Þykir
þetta nokkur kaldhæðni í ljósi
lækkana síðustu missera og
aðgengileika vefsins.
Skammgóður vermir
Margir urðu til að nýta sér „kostaboð“ og fylltu
á tanka bíla sinna á sérkjörum sem í boði voru
einn dag um miðja vikuna. Afsláttur af lítraverði
náði allt að 25 krónum. Víða voru biðraðir
á bensínstöðvum og truflaðist jafnvel
umferð í næsta nágrenni. Spurning
hvort bifreiðaeigendurnir sem biðu
eftir bensíninu haldi áfram að verða
þakklátir olíufélögunum þegar þeir
komast heim í reiknistokkinn og sjá
að þeir hafa lagt á sig ómælt erfiði
fyrir afslátt sem nemur kannski 500 til
1.000 krónum fyrir áfyllingu á meðal-
fólksbíl, eftir því hvort dælt hefur verið
á heilan tank eða hálfan. Einhverjum
kann að finnast sem þar hafi mikið verið
á sig lagt fyrir lítinn ávinning og spurning
hvort velvildin sem olíufélögin reyndu
þarna að kaupa sér reynist langlíf.
Peningaskápurinn ...
Sænski bankinn SEB Enskilda var
á miðvikudag skráður fyrir kaup-
um rúmlega 1,1 milljónar hluta í
Kaupþingi. Verðmætið hljóp á
rúmum 968 milljónum króna. Meðal-
verðið var 810,9 krónur á hlut.
Enskildamenn hafa keypt mikið af
bréfum í Kaupþingi eftir páska og
sitja nú á um tveimur milljónum
hluta í bankanum, eða 0,27 prósent-
um skráðra hlutabréfa.
Gengi bréfa í Kaupþingi hækk-
aði um tæpt prósent í gær, stóð í
839 krónum á hlut í lok dags, sem
merkir að verðmæti Enskildahlut-
arins hafi aukist um 33,5 milljónir
króna á einum degi. Engin sala var
skráð á bréfum Kaupþings í gegn-
um Enskilda í gær en ein kaup
fyrir 12,4 milljónir króna.
Enskildabankinn var síðast
skráður fyrir viðlíka innkaupum á
Kaupþingsbréfum, fyrir 850 millj-
ónir króna, 25. mars síðastliðinn.
Ekki lá fyrir hvort bankinn hafi
keypt bréfin fyrir eigin reikning
eða hvort skortsalar hafi lokað
stöðum sínum. Gengið hækkaði
um níu prósent sama dag en hafði
legið í 662 krónum á hlut dagana á
undan. Ætla má að kaupendur hafi
hagnast um 150 milljónir króna
hið minnsta frá því þeir keyptu
bréfin þá miðað við lokagengi
Kaupþings í gær að því gefnu að
þeir hafi ekkert selt í millitíðinni.
- jab
Svíar hagnast á Kaupþingi
KAUPÞING Enskildabankinn hefur verið
skráður fyrir miklu magni Kaupþings-
bréfa frá því eftir páska. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunn Straums-Burðaráss
og segir enn fremur að langtímahorfur í lánshæfismati bankans
séu stöðugar.
Fram kemur í tilkynningu frá Fitch að einkunnin endurspegli þá
skoðun matsfyrirtækisins að þrátt fyrir áframhaldandi umrót á
skuldabréfamarkaði og neikvæð viðhorf markaðsaðila gagnvart
íslenskum aðilum geri lausafjárstaða Straums og viðráðanleg
endurfjármögnunarþörf bankans að verkum að hann sé síður
viðkvæmur en ella fyrir neikvæðri umræðu. - ikh
Stöðugur Straumur
Samkomulag norrænna
seðlabanka um samstarf
felur ekki í sér skuldbind-
ingu um fjárhagsaðstoð,
komi til fjármálakreppu.
Þetta segja Danir, Svíar og
Finnar. Slíkt samkomulag
var áður í gildi. Svíar segja
að Seðlabanki Íslands hafi
ekki leitað til sín um fé.
Danir tjá sig ekki um það.
„Það er engin skuldbinding um
lán,“ segir Niels Christian Beiler
einn yfirmanna danska seðlabank-
ans í samtali við Fréttablaðið, um
samkomulag norrænna seðlabanka
um viðbrögð við fjármálaáfalli.
Fjallað er um skilning norrænna
seðlabanka á samkomulaginu í
mörgum erlendum fjölmiðlum, þar
á meðal Bloomberg og Börsen.
Mattias Persson, einn yfirmanna
í sænska seðlabankanum, segir við
Bloomberg að samkomulagið taki
aðeins til upplýsingaskipta en í því
felist engin skuldbinding um lán.
Pentti Hakkarainen, yfirmaður í
finnska seðlabankanum, talar á
sömu lund við finnska blaðið
Kauppalehti. Þar í landi höfðu
sumir áhyggjur af því að finnskir
skattgreiðendur þyrftu að standa
straum af kostnaði vegna íslenskra
banka.
Samkomulagið var undirritað í
júní árið 2003. Inntakið í samkomu-
laginu er að norrænir seðlabankar
eigi með sér reglulega samvinnu,
skiptist á upplýsingum, og myndi
sérstakan viðbragðshóp verði fjár-
málaáfall. Samkomulagið á við
þegar norrænn banki sem er með
starfsemi í tveimur eða fleiri
Norðurlöndum verður fyrir fjár-
málaáfalli.
Fram kemur í fréttatilkynningu
sem send var út samfara undir-
skrift samkomulagsins að þar sé
ekki tilgreint til hvaða aðgerða
verði gripið, en þar sem um sé að
ræða samvinnu seðlabanka snúist
meginatriði samkomulagsins um
leiðir til þess að tryggja lánastofn-
unum laust fé.
„Skilningur okkar á samkomu-
laginu er í samræmi við það sem
segir í fréttatilkynningunni,“ segir
Tryggvi Pálsson, framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Seðlabankans.
Hann viðurkennir þó að samkomu-
lagið sé ekki lagalega bindandi.
Hann bendir á að unnið hafi verið í
samræmi við samkomulagið frá
því að það var undirritað. Enn hafi
ekki komið til þess að samráðs-
hópnum hafi verið breytt í við-
bragðshóp við fjármálaáfalli.
Áður var í gildi nákvæmari
samningur um gagnkvæma aðstoð
í fjármálakreppu. Hann var afnum-
inn eftir að Finnar gengu í evr-
ópska myntbandalagið.
Fram hefur komið að Seðlabank-
inn eigi í viðræðum við evrópska
seðlabankann. Fréttastofa Stöðvar
tvö segist ennfremur hafa heimild-
ir fyrir því að rætt sé við enska
seðlabankann.
Mattias Persson segir í samtali
við Fréttablaðið að Seðlabankinn á
Íslandi hafi ekki leitað til Svía um
aðgang að fé. Niels Christian Beil-
er neitar að tjá sig um slíkar við-
ræður. ingimar@frettabladid.is
Engin skuldbinding um
aðstoð í fjármálakreppu
DAVÍÐ ODDSSON Seðlabankastjóri á ársfundi Seðlabankans á föstudag. Samkomu-
lag bankans við aðra norræna seðlabanka felur ekki í sér skuldbindingu um að þeir
komi hver öðrum til hjálpar í fjármálakreppu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Breska herrafataverslunin Moss
Bros tapaði 1,4 milljónum punda,
jafnvirði rúmra 207 milljóna
íslenskra króna, fyrir skatt í fyrra.
Þetta er umtalsverður viðsnúning-
ur frá fyrra ári en þá nam hagnað-
urinn 5,1 milljón punda.
Vöxtur í undirliggjandi starf-
semi á tímabilinu var enginn, að
því er fram kemur í tilkynningu
frá versluninni. Vöxturinn á fyrstu
vikum nýs rekstrarárs, sem hófst
í enda janúar, nemur tæpu pró-
senti.
Baugur, sem á 29 prósenta hlut í
Moss Bros, lagði fram óbindandi
yfirtökutilboð í félagið upp á 42
pens á hlut í lok febrúar. Gengi
bréfanna hefur hækkað talsvert
síðan yfirtökutilboðið var lagt
fram. - jab
Viðsnúningur hjá Moss Bros
Gengi hlutabréfa í DeCode,
móðurfélagi Íslenskrar erfða-
greiningar, fór í 1,39 dali á hlut á
bandarískum hlutabréfamarkaði
á miðvikudag og hafði aldrei
verið lægra. Um miðjan dag í gær
stóð það í 1,44 dölum á hlut.
Hlutabréf í Decode munu hafa
verið seld á allt að 65 dali á hlut á
gráum markaði fyrir skráningu
fyrirtækisins á hlutabréfamark-
að í júlí árið 2000.
Eigið fé DeCode nam 6,4 millj-
örðum króna um síðustu áramót
en til samanburðar nam mark-
aðsverðmæti fyrirtækisins um
miðjan dag í gær 88,3 milljónum
dala, jafnvirði 6,6 milljarða króna.
- jab
DeCode í
lægsta gildi
Exista hf., kt. 610601-2350, hefur birt lýsingu vegna töku
víxla til viðskipta í OMX Nordic Exchange Iceland hf.
Eftirfarandi víxilflokkur hefur verið gefinn út:
gefinn út þann 8. október sl. og er auðkenni
flokksins í OMX Nordic Exchange Iceland hf. EXIS
víxlarnir endurgreiðast þann 8. apríl 2008.
Exchange Iceland hf. þann 4 apríl 2008.
Net12 er rakin leið fyrir þau fyrirtæki og félög sem vilja fara í alvöru vaxtarækt með Byr.
FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
Notaðu vextina strax
Sími 575 4000 | www.byr.is
// Hleyptu vexti í reksturinn
// Fáðu háa ávöxtun
// Reiknaðu dæmið til enda
Þú færð vaxtavexti af þeim vöxtum
sem ekki eru greiddir jafnóðum út.