Fréttablaðið - 04.04.2008, Síða 38

Fréttablaðið - 04.04.2008, Síða 38
Þú og maki þinn eyðið helgun- um fyrir framan sjónvarpið í flís- göllum, hvort með sína KFC-föt- una og bjórkút. Þið eruð hætt að nenna að vaska upp og drekkið bjórinn beint af dælunni. Þú hefur aldrei drukkið gosdrykki og telur þig hafa gott kaloríufor- skot á samferðamenn þína. Þú bætir þér upp þetta „heilbrigða“ líferni með tvöföldu magni af súkkulaði og afsakar gúffið með því að þú drekkir ekki gos. 5 Hvers vegna ertu ekki grönn? Þú ert það sem þú borðar Eftir að kílóa- talan náði sögu- legu hámarki ákvaðst þú að fjar- festa í Herbalife. Eina sem þú klikkaðir á var að kynna þér lífsstíl- inn sem þú festir kaup á því duft- ið er hugsað í staðinn fyrir máltíð en ekki með. Þú hefur vanið þig á að smyrja ristað brauð með sírópi og drekka einn desilítra af rjóma fyrir hverja máltíð, svona rétt til að smyrja magann að innan. Þarf að segja eitthvað meira? Líkamlegt form þitt og þol er ekk- ert. Þú hreyfðir þig síð- ast að ráði þegar þú fórst í verslunarleiðangur til Glasgow með þeim afleiðingum að þú gast ekki hreyft þig í viku vegna harðsperra. Í þessu samhengi skiptir litlu máli hvort þú borðar bara á Manni lifandi alla daga. Þú einfaldlega verður að fara að hreyfa þig ef að þú ætlar að sjá einhvern ár- angur. Þú ferð í ræktina hvern einasta dag, byrjar helgiat- höfnina á einum orkudrykk og prótínstykki. Þegar þú ert komin á brettið finnst þér þú þung á þér og ákveður taka slökun fram yfir hreyfinguna. Þetta er ástæðan fyrir tilvist einkaþjálfara. Þú skoðar matvöru- umbúðir ítarlega og ef það stendur ekki MSG á innihalds- lýsingunni öskrar þú „HIPPAMATUR“ og gengur út úr búðinni. Þú lítur ekki við salati nema það innihaldi majónes í miklu magni. Þú elskar fermingar- veislur og bíður í ofvæni eftir þeim ár eftir ár. Það er ekkert sem slær út fermingarhlaðborðið í allri sinni dýrð. Þú ert í aðhaldi allan daginn, borðar hollan og kaloríulítinn mat. Þegar dagur er að kvöldi kominn brýst villidýrið út í þér og hrópar á syndsamlegan sveittan mat þar sem MSG-kryddið er eitt helsta aðdráttaraflið. Þú rýkur út og þeytist milli skyndibitastaða í leit að einhverju djúpsteiktu og löðrandi í kartöflukryddi. Þú borðar ekkert sem talist getur en ferð með fjóra lítra af kóki á dag, tvo sígarettupakka og Prins póló þegar vel ber í veiði. 1 2 Þú hefur talið sjálfri þér trú um að þú sért heilbrigðin uppmáluð. Þú mætir samviskusamlega í ræktina, drekkur prótínhristing í öll mál en missir tökin þegar enginn sér til þín. Kannastu við að hagræða sannleikanum og ljúga þig út á fund í hádeg- inu til að þess eins að bruna í næstu sjoppulúgu fyrir einn hamborgara? Eða keyra bæinn á enda til þess að finna brak- andi ferska kókosbollu? Þú felur þína sveittu hlið fyrir öllum og tönnlast á því að þú skiljir ekki af hverju þú sért að fitna. 4 3 6 7 89Þú borðar til að gleyma. 1011 12 13Allur grænn matur er á bannlista. 14 6 • FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.