Fréttablaðið - 04.04.2008, Page 44
● fréttablaðið ● ráðstefnur og hvataferðir 4. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR4
Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðar-
kona segir frá óvenjulegum og jafn-
framt skemmtilegum degi í lífi sínu
þegar hún var kynningarstýra á starfs-
degi Skipta hf.
„Ég sem hef unnið á stofnun næstum alla
mína ævidaga verð að segja, að dagurinn
þegar ég tók að mér hlutverk kynningar-
stýru á starfsmannadegi hjá Skiptum hf.
hafi verið óvenjulegur,“ rifjar Eva María
Jónsdóttir dagskrárgerðarkona upp og
bætir við að uppákoman hafi verið haldin
í salnum í Egilshöll og allt ansi stórt í snið-
um, enda um að ræða fyrirtæki með mörg
hundruð starfsmenn innanborðs.
„Stofnun eins og Ríkisútvarpið hefur
hingað til ekki skapað hefð fyrir því að
halda einu sinni á ári dag sem tileinkað-
ur er starfsfólki sínu. Dag þar sem næra
á anda og líkama og fræða fólk og hvetja.
Allt til þess að fólk skemmti sér saman og
efli liðsheildina. En þetta gerðu þeir hjá
Skiptum hf.,“ segir hún.
Eva María minnist þess að fyrri hluti
dagsins hafi verið helgaður fyrirlestr-
um og fræðslu. „Topparnir mættu og töl-
uðu á mannamáli fyrir framan sitt fólk.
Svo komu fram eldhugar utan úr bæ til
að tala. Ég man að Svafa Grönfeldt geyst-
ist um sviðið og Margrét Pála Ólafsdóttir
fékk flesta til að hlæja og suma til að gráta
þegar hún mætti.“
Að sögn Evu Maríu kenndi Ásta Valdi-
marsdóttir hláturjógakennari fólkinu
hlátursæfingar fyrr um kvöldið og fékk
þennan stóra hóp til að gera nánast hið
ógerlega: springa úr hlátri. „Fólkið hló og
hló og mitt sjónarhorn út í salinn varð ansi
ógleymanlegt fyrir vikið. Auðvitað voru
einhverjir þrír sem sátu fýldir og hristu
hausinn. En við þessar aðstæður voru það
akkúrat þeir sem skáru sig úr og virkuðu
fremur asnalegir.“
Eva María minnist líka keppni í liðs-
heild með tilheyrandi útsjónarsemi. „Fólk-
ið í hverju liði þekktist ekki endilega, enda
saman kominn fjöldi fólks sem starfar í
aðskildum fyrirtækjum, dótturfélögum
Skipta.
Í leikjunum voru gefin stig fyrir ár-
angur, liðsheild og hugmyndaauðgi. Þarna
kom sannarlega í ljós hvað klikkaðar hug-
myndir geta virkað vel. Fólki finnst greini-
lega skemmtilegra að taka þátt í því að láta
klikkaðar hugmyndir verða að veruleika
en því sem er hefðbundnara,“ segir hún.
Eva María viðurkennir að hún hafi oft
haldið að hún væri vaxin upp úr leikjum
og hafi ekki gefið mikið fyrir þá kenningu
að sú þörf sé manninn eðlislæg alla ævi.
En það sem hún hafi lært á þessum degi
er að fullorðið fólk er ekki síður leikglatt
en börn.
„Það var hugvíkkandi reynsla að sjá
þetta uppkomna fólk hlaupa, glettast, hafa
hátt og missa sig í dansi, þótt allt hafi verið
skipulagt í þaula.
Dagurinn kenndi mér margt og braut
niður alls konar fordóma sem ég hef til-
einkað mér á fullorðinsárunum. Ég segi
ekki að ég sé síleikandi mér, en eftir að
snjóa leysti hef ég endurvakið teygjutvist.
Ég virðist engu hafa gleymt í þeim efnum,“
segir hún og hlær. - vg
Teygjutvistið endurvakið
Eva María Jónsdóttir taldi sig vera vaxna upp úr leikjum, þar til hún tók þátt í starfsmannadegi Skipta hf.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Árshátíðir eru oftast
skemmtilegar. Starfs-
fólk kemur saman í sínu
fínasta pússi. Ferðast jafnvel
til stórborga heimsins. Gæðir sér
á góðum mat og gleymir amstri
hversdagsleikans.
Fyrir þá sem vilja eitthvað alveg
nýtt er kannski Þórsmörk málið.
Fæstir hugsa um þessa náttúru-
perlu sem vettvang árshátíða. HL
adventure stendur fyrir lengri og
skemmri hvataferðum og veislu-
höldum. Meðal ferða og viðburða
er árshátíð í Þórsmörk, sem án
efa vekur í brjósti fortíðarþrá
hjá ýmsum. Þetta er árshátíð í lo-
papeysu og gúmmískóm þar sem
gleðin er við völd. Ferðin hefst í
rútu sem fer inn í Þórsmörk. Þar
bíða uppbúin rúm og hressi leg-
ur göngutúr svo fólk verði ferskt
fyrir skemmtun kvöldsins. Þeir
sem vilja slappa af geta lagst í
heita pottinn.
Síðan er boðið í fordrykkinn Ís-
lenskt fjallafreyði á pallinum.
Skálinn er fag-
urlega skreytt-
ur og svo tekur við hlað-
borð með íslenskum kræsing-
um. Bjarni töframaður er í broddi
fylkingar á meðan á borðhaldi
stendur. Eftir matinn tekur við
sönn skálastemning með íslenskri
kvöldvöku þar sem skemmtikraft-
arnir Eyjólfur Kristjánsson og
Stefán Hilmars halda uppi stemm-
ingu langt fram á nótt. Árbítur er
síðan á borðum fram eftir morgni
og á hádegi er haldið í borgina
á ný. HL býður upp á lengri og
skemmri ferðir, bæði hvataferðir,
hópefli og veisluhöld innanlands
sem utan, og má nefna lengri ferð-
ir á Grænlandsjökul og Vatnajök-
ul. Allar nánari upplýsingar: www.
hvataferdir.is - rh
Sannkölluð skálastemming á árshátíð í Þórsmörk.
Árshátíð í lopapeysu
og gúmmískóm