Fréttablaðið - 04.04.2008, Side 49
trúss sitt við kemur í ljós að hann
villtist inn á leikhúsfjalirnar fyrir
tilviljun. „Ég get nú ekki sagt að ég
hafi alltaf ætlað mér að verða leik-
ari þótt ég hafi alltaf haft áhuga á
athygli og kunnað vel við hana,“
segir hann og bætir þeirri sjálf-
sögðu skýringu við þetta að hann
sé „náttúrulega miðjubarn“.
„Ég slysaðist í raun út í þennan
bransa þegar ég fór fyrir tilviljun
í inntökuprófin með vini mínum
sem ætlaði í Leiklistarskólann.“
Þessi tilviljun virðist þó, eftir á að
hyggja, síður en svo hafa verið út í
bláinn þegar horft er til glæsilegs
ferils Ólafs Darra á sviði og í kvik-
myndum. Leikarinn segir efann þó
hafa sótt að sér.
„Ég hef kannski aldrei efast um
að þetta starfsval. Ég hef ef til vill
frekar efast um hæfni mína eða að
ég gæti orðið nógu góður. Á þann
hátt hef ég efast og ég held að það
sé eðlilegt. Þegar maður er að fást
við leiklist, er mikilvægt að hafa
sjálfstraust en einnig er mikil-
vægt að naflaskoða sjálfan sig og
velta fyrir sér hvort maður sé að
gera nóg, gera vel og leggja sig
allan fram.“
Ólafur Darri útskrifaðist úr
Leiklistarskóla Íslands árið 1998
og hefur haft nóg fyrir stafni síð-
asta áratuginn. „Ég hef verið ótrú-
lega heppinn og oft verið rétt-
ur maður á réttum stað. Ég trúi á
heppnina en hún dugar ekki ein
og sér. Maður verður að leggja
hart að sér og ég hef reynt að gera
það. Ég hef líka verið heppinn að
fá að vinna með mörgum frábær-
um leikstjórum og leikhópnum
mínum, Vesturporti.“
Passar ekki í öll hlutverk
Þegar Ólafur Darri er spurður að
því hvort hann telji að vöxtur hans
og líkamsbygging hafi haft áhrif á
í hvaða hlutverk hann hefur valist
segir hann það að vissu leyti liggja
í augum uppi. „Það náttúrulega
liggur í hlutarins eðli að það er erf-
iðara fyrir mig að leika sum hlut-
verk frekar en önnur. Mér finnst
ég aftur á móti hafa verið ótrúlega
heppinn og oft fengið hlutverk sem
ég var ekki líklegasti kandídatinn
við fyrstu skoðun. Mér finnst mjög
skemmtilegt að þetta hefur gerst
aftur og aftur. Ég hef fengið að
leika unga strákinn og gamla karl-
inn og miðaldra konuna og allt þar
á milli. Ég get ekki verið annað en
þakklátur fyrir það. Ég geri mér
alveg grein fyrir því að ég passa
ekkert í öll hlutverk. En stund-
um er gaman að ögra sjálfum sér
og auðvitað finnst mér sem leik-
ara spennandi að fá hlutverk sem
passar mér ekki við fyrstu sýn.
Enginn vill festast í því að leika
bara einhverja eina ákveðna týpu.
Mér finnst ég sem betur fer ekki
hafa lent í því þótt það þýði ekki að
ég hafi aldrei endurtekið mig enda
kemst varla nokkur leikari hjá því.
Ég reyni samt alltaf að ögra mér
og fara í mismunandi áttir. Reyni
maður að gera það af einlægni og
heilindum þá ætti manni að ganga
vel,“ segir hann.
Alltaf í sporum annarra
Ólafur Darri segir erfitt að svara
því hvernig hann nálgist þær per-
sónur sem hann túlkar. „Eitt sinn
var mér sagt að ég ætti auðvelt
með að setja mig í spor annarra.
Vonandi er það rétt og ég held að
það hafi reynst mér best. Ég held
það sé óhætt að segja að ég hafi
mikinn áhuga á fólki. Áhuga á að
sjá hvað fær fólk til að gera hluti
sem maður átti ekki von á. Aðalat-
riðið er að dæma ekki fólk. Starf
mitt er stórkostlegt vegna þess að
í hvert skipti fæ ég að setja mig
í fótspor einhvers annars,“ segir
Ólafur Darri sem fólk getur til
dæmis séð þessa dagana sem hippa
og rannsóknarlögreglumann.
Þessa dagana er hann svo sjómaður
við tökur á Brimi og í haust mun
gerbreyttur og grannur Ólafur
Darri mæta fyrir framan töku-
vélarnar þegar hann breytir sér í
reiða bloggarann Bödda.
bergthora@365.is
Hann segist oft hafa verið réttur maður
á réttum tíma og hann trúir á heppn-
ina.
4. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR • 9