Fréttablaðið - 04.04.2008, Side 52

Fréttablaðið - 04.04.2008, Side 52
heima gleði og glysgjörn húsráð Í nýjasta hefti danska húsbúnað- arritsins, Bolig, sem kemur út í dag er grein um bestu verslanirn- ar í nokkrum stórborgum. Blað- ið velur í nokkrum löndum eina verslun sem skarar fram úr og var Kirsuberjatréð á Vesturgötu 4 valin besta verslunin í Reykja- vík. Þetta er mikill heiður fyrir eigendur verslunarinnar en hún er rekin af ellefu listakonum sem selja hönnun sína í versluninni og skiptast á að vinna í búðinni. Arn- dís Jóhannsdóttir, ein af eigendum Kirsuberjatrésins, segir að þetta hafa komið þeim skemmtilega á óvart. „Við fréttum bara af þessu þegar blaðið barst í pósti til okkar. Það er gaman að fá svona viður- kenningu frá Dönum því þeir eru svo framarlega í allri hönnun en við höfðum ekki hugmynd um að þeir væru að fylgjast með okkur,“ segir hún og hlær. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem verslunina ber á góma í erlendum hönnunartíma- ritum því oft og tíðum hafa er- lendir ferðamenn heimsótt versl- unina með úrklippur sem þeir hafa séð í blöðum. „Erlendi kúnna- hópurinn okkar er að verða svo- lítið stór og sumir koma aftur og aftur í verslunina til okkar,“ segir Arndís og bætir því við að erlendu ferðamönnunum finnist merki- legt að listamennirnir sjálfir af- greiði í búðinni. Þegar hún er spurð að því hvort útnefningin hafi einhverjar breytingar í för með sér segist hún ekki vita það. „Ég hef ekki hugmynd. Það breytir að minnsta kosti ekki því sem við erum að gera. Þetta er fyrst og fremst mikill heiður,“ segir hún alsæl. martamaria@365.is Kirsuberjatréð kosin besta búðin í Bolig Íslensk hönnun hrífur Dani Kirsuberjatréð á Vesturgötu. Húsið er sögufrægt en í því hefur verið verslun- arrekstur í 120 ár samfleytt. Aprílhefti danska húsbún- aðarrits- ins Bolig. Eftir allan mínimalismann er farið að bera á hlýlegri straumum í innanhússhönnun. Nýjasta nýtt eru rendur. Það dugar eflaust einhverjum að eiga einn röndóttan púða en þeir sem lengra eru komnir vilja röndótt húsgögn, röndótt handklæði, röndóttar mottur og röndótt veggfóður. Hönnuð- urinn Paul Smith er frægur fyrir rendurnar sínar og nú er hægt að kaupa röndótt áklæði frá honum og láta yfirdekkja húsgögnin sín í þessum háklassastíl. Verslunin Epal selur efni frá Paul Smith og er hægt að sérpanta þau í verslun- inni. Einnig er gott úrval af röndóttum efnum hjá Bólstr- aranum á Langholtsvegi en hann flytur líka inn veggfóður sem eru að slá í gegn þessa dagana. Auðvitað er ekki fallegt að hafa margar tegundir af röndóttu í einu herbergi en röndóttur stóll eða röndóttur veggur lyftir heimilinu yfir hæstu hæðir. - mmj Rendur í anda Pauls Smith eiga klárlega upp á pallborðið þessa dagana: Hver röndóttur! R ön dó tt e fn i f rá B ól st ra ra nu m á L an gh ol ts ve gi . Handklæðin frá Marimekko eru röndótt og smart. Ert þú búin að fá þér eina? Fæst hjá: Byko um land allt , Max Kauptúni og Holtagörðum , , Byggt og Búið, Heimilistæki, Ormsson Smáralind , Ljósgjafi nn Akureyri, Ormsson – Model, Krákur ehf verslun, Rafsjá fasteignir ehf, ÁrvirkinnSelfossi, Tölvuþjónusta Vals, ...ég hreinlega Elska hana VIÐ ELSKUM Innanhússarkitektinn India Mahdavi. Hún hefur hannað aragrúa af heimilum, hótelum og veitingastöðum ásamt því að vera með eigin hönnun í framleiðslu. Ef þú átt leið um París skaltu kíkja við hjá henni og skoða dýrðina. Á myndinni má sjá hótelið Avenida Veracruz í Mexíkó en India hannaði innviði þess. Sófi frá Fritz Hansen yfirdekktur í Paul Smith áklæði. Hann er hægt að sérpanta í Epal. Stóll Hans J. Wegner í Paul Smith áklæði er fá- anlegur í Epal. 12 • FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.