Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2008, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 04.04.2008, Qupperneq 70
38 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Það verður sífellt algengara að tónlistarmenn fari óhefðbundnar leiðir í plötuútgáfu. Undanfarin ár hafa sprottið upp MP3-útgáfur sem dreifa tónlist alfarið í gegnum Netið. Það hefur ekki farið mikið fyrir slíkri starfsemi hérlendis það sem af er, en í desember sl. var stofnuð ný íslensk plötuútgáfa, Coxbutter, sem er þegar búin að gefa út fimm plötur. Coxbutter sem hefur slóðina www.coxbutter.com er hugarfóstur Class B og Didda Fel úr Forgotten Lores og hönnuðarins Ægis Æx sem einnig kallar sig Chillus Maximus. Coxbutter-síðan er bæði flott og notendavæn. Þú velur þér plötu úr útgáfulistanum og halar niður zip-skrá sem inniheldur bæði lögin og fullhannað umslag með framhlið og bakhlið. Allar útgáfur Coxbutter eru ókeypis og standa öllum til boða. Eins og áður segir eru þegar komnar fimm plötur frá útgáfunni. Cox001 er Hvernig rúllar þú? með Didda Fel & G. Maris, Cox002 er Rest of 2000 – 2007 (Rare, Unreleased & Remixes) með ofursveit- inni Forgotten Lores. Á henni eru 27 lög. Cox003 er Råcksta Vibes með Earmax, Cox004 er Upset EP með Class B og nýjasta afurðin sem kom út um síðustu helgi er stuttskífan Veturmær með listamanni sem kallar sig Neðanjörður. Nú eru kannski ekki eintóm meistarastykki á þessum fimm plötum, en inni á milli leynast frábær lög og meðalgæðin eru síst minni en hjá öðrum íslenskum útgáfufyrirtækjum. Það verður líka að teljast helvíti öflugt að hafa gefið út fimm plötur á innan við fjórum mánuðum. Frábært framtak fyrir tónlistarunnendur og sannkölluð himnasending í kreppunni. Einhverjir kunna að hafa efasemdir um viðskiptamódelið. Er eitthvað vit í að hafa þetta allt ókeypis? Þeir Coxbutter-liðar hafa að sjálfsögðu velt þeirri spurningu upp. Og svara því á síðunni: „Við viljum meina að auður eigi sér margar birtingarmyndir og þar sem ekki er hægt að afla fjár megi græða á fleiri vegu. Að skapa sér nafn, að ná eyrum fólksins, að eignast aðdáendur eru þættir sem eru tónlistarmanninum nauðsynlegir til að skapa honum og tónlist hans hljómgrunn.“ Coxbutter er málið í kreppunni COXBUTTER Safnplatan Rest of 2000–2007 með Forgotten Lores er ein af fimm útgáfum Coxbutter til þessa. > Í SPILARANUM R.E.M. - Accelerate The Raconteurs - Consolers of the Lonely Númer núll - Lykill að skírlífsbelti Karl Örvarsson - Vantage Point (tónlist úr kvikmynd) Tapes ‘n Tapes - Walk It Off R.E.M. TAPES ‘N TAPES „Hans útgáfa er allt öðruvísi. Hann „strömmar“ þetta eins og þetta sé ballaða en ég er að spila þetta nótu fyrir nótu á kassagítar- inn,“ segir Pétur Ben, spurður um útgáfu Chris Cornell á Michael Jackson- laginu Billie Jean. Nýverið kvartaði Cornell yfir flutningi Idol-keppanda á laginu sem var nákvæmlega eins og á plötu hans Carrie On, sem kom út í fyrra. Þótti honum ósanngjarnt að Idol-keppandinn hefði fengið nánast allan heiðurinn af útgáfunni í þættin- um. Útgáfa Péturs, sem er einnig í rólegri kantinum, hefur verið til á Youtube síðan í lok ársins 2006 en útgáfa Cornells kom ekki út fyrir en hálfu ári seinna. Pétur stórefast samt um að Cornell hafi heyrt útgáfu sína enda séu þær ákaflega ólíkar. „Það má hver sem er taka þetta lag, ég á engan einkarétt á því,“ segir hann. - fb Ballaðan Billie Jean PÉTUR BEN Tónlistarmaðurinn Pétur Ben segir að útgáfa hans og Chris Cornell séu afar ólíkar. Sænska hljómsveitin Petter and the Pix, með Petter Winnberg, fyrrverandi liðsmanni Hjálma, um borð, á smáskífu vikunnar á heimasíðu iTunes í Bretlandi. Um er að ræða lagið Nevermind sem er að finna á fyrstu plötu sveitarinnar, Easily Tricked, sem kom út hjá iTunes á mánudag. Platan sjálf er síðan væntanleg í geisladiskaformi í Bretlandi eftir tvær vikur. „Við höfum tekið eitt skref í einu í þessu verkefni og núna eru nokkrar bókunarskrifstofur í Bretlandi undir smásjánni sem eru áhugasamar,“ segir Stephan Stephensen hjá Jóni Jónssyni, sem sér um umboðsmál Petter and the Pix. „Allir sem hafa fengið þessa plötu fíla hana svo vel. Við sjáum hvað gerist í framhaldinu með þessa útgáfu í Bretlandi. Næsta skref verður tekið í samstarfi við breska samstarfsmenn okkar,“ segir hann. Easily Tricked kom út hérlendis í lok ársins 2006 á vegum Pineapple Records og fékk hún góðar viðtökur gagnrýnenda. - fb Á smáskífu vikunnar hjá iTunes PETTER WINNBERG Fyrrverandi liðsmaður Hjálma hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu hjá iTunes í Bretlandi. Hvaða hljómsveit verður einkennandi fyrir sumarið 2008, líkt og Justice, Hot Chip og Gnarls Barkley hafa verið hin fyrri sumur? Margir vilja nefna Hercules & Love Affair og Vampire Weekend en Steinþór Helgi Arnsteinsson er með nýja tillögu. Sumar- partífílingur ársins kemur frá Cut Copy í Ástralíu. Þótt hljómsveitin Cut Copy hafi ekki mikið verið á milli tannanna á tónlistarspekúlöntum fyrr en nú hefur sveitin verið starfandi allt frá árinu 2001 og er í raun ein af mikilvægustu hljómsveitum hinnar alræmdu neu-rave bylgju. Frumburður Cut Copy, platan Bright Like Neon Love frá árinu 2004, var ein af þeim fyrstu sem höfðu hressilega reif- og ’80-nostalgíu í fyrirrúmi og lagði þar með línurnar. Titill plötunnar segir kannski allt sem segja þarf um boðskap Cut Copy. Framúrskarandi plötufyrirtæki Bright Like... kom út hjá ástralska plötufyrirtæk- inu Modular. Fyrirtækið hafði fyrst slegið í gegn árið 2001 með útgáfu Since I Left You með Avalanches. Modular byrjaði þá að stækka við sig og varð fljótt leiðandi í neu-rave bylgjunni með The Presets, New Young Pony Club, Van She, Midnight Juggernauts, Muscles og auðvitað Cut Copy í fararbroddi. Í dag er því engum orðum ofaukið þegar Modular er sagt með áhugaverð- ustu plötufyrirtækjum heimsins. Vinsælir spaðar En að Cut Copy aftur. Áhrif Bright Like... komu hægt og rólega upp á yfirborðið og fljótlega voru piltarnir þrír í sveitinni vinsælir í hvers kyns endurhljóðblandanir og einnig sjálf lögin á plötunni. Var sveitin meðal annars fengin til að setja saman mix-disk fyrir Fabric-klúbbinn í London. Cut Copy snýst samt meira eða minna í kring- um einn mann, Dan Whitford að nafni. Hefur hann að mestu staðið einn á bak við nafnið Cut Copy og sér að mestu um lagasmíðar, endurhljóð- blandanir og þess háttar. Tónlistarhjartað á réttum stað Ekki verður annað sagt en að mikil eftirvænting ríki eftir nýju plötunni, In Ghost Colours. Fyrstu smáskífulög plötunnar, So Hunted og Hearts on Fire, vöktu strax verðskuldaða athygli og mikið hefur verið ritað um Cut Copy í stóru tónlistar- miðlunum síðan þá. Þrátt fyrir að tengslin séu augljós við neu-rave bylgjuna sem farið hefur nokkuð halloka að undanförnu virðist það ekki hafa neikvæð áhrif á Cut Copy. Sveitin setur líka tilfinningu fyrir andrúmslofti á oddinn og leitast minna við að ná í einhvern hippstera- eða tískuvitastimpil. Frábær upptökustjóri Hljómsveitin fékk engan smá andrúmslofts- og partísmið til þess að hjálpa sér við gerð plötunnar. Enginn annar en Tim Goldsworthy úr DFA- genginu (sem á að baki plötur með The Rapture, LCD Soundsystem, Prinzhorn Dance School, Juan MacLean og nú síðast Hercules & Love Affair auk margra bestu remix-laga áratugarins) var fenginn á takkana og virðist hann hafa fallið eins og flís við rass áströlsku kumpánanna. In Ghost Colours kom út fyrir stuttu í Ástralíu þar sem hún fékk fádæma góðar viðtökur og hoppaði beint á topp sölulistans þar í landi. Á næstunni kemur platan síðan út um allan heim. Fyrir þau ykkar sem nennið ekki að bíða eftir komu sumarsins er hægt að hlusta á alla nýju plötuna inni á myspace.com/cutcopy. Sumarið kemur frá Ástralíu CUT COPY Þessir áströlsku strákar eiga eftir að verða áberandi í sumar. > Plata vikunnar Sam Amidon - All is Well ★★★★ „Margbrotin plata þar sem eðli mannskepnunnar sjálfrar er lýst með sögum fortíðar en sjónarhorni nútímans.“ SHA Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta? „Sextán og þú skalt sjá mig í bíó...“ - 16, Grafík, Höf: Helgi Björnsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.