Fréttablaðið - 04.04.2008, Síða 72
40 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Leikkonunni Helen Mirren finnst að
vændi ætti að vera lögleitt. Hún lauk
nýlega tökum á myndinni Love Ranch,
sem segir frá fyrsta vændishúsinu, og
trúir því að minna væri um mansal ef
konum væri leyft að krefjast greiðslu
fyrir kynlíf.
„Ég held svo sannarlega að lögleitt
vændi sé rétt leið, með tilliti til hins
skelfilega, hryllilega mansals sem nú
á sér stað, og hættunnar sem er fólg-
in í því að stelpurnar séu úti á götum,
svona varnarlausar gegn mellu-
dólgum,“ segir leikkonan. „Í lög-
legu vændishúsi eru þær með leyfi,
þær njóta verndar, og mennirnir
sem nota þær njóta verndar þar
sem þeir vita að stúlkurnar verða
að fara í læknisskoðun í hverri
viku,“ segir leikkonan, sem sagði í
sama viðtali, við Time Magazine, að
henni fyndist konur ekki missa kyn-
þokka sinn við að eldast.
„Hann breytist bara,“ sagði Mirren.
„Þegar eldri menn og eldri konur tala
um kynþokka held ég ekki að þau séu
að tala um kynlíf. Ég held þau séu að
meina eitthvað óskilgreinanlegt sem
tengist því að kunna að meta lífið,
visku, og ýmsu öðru. Það ætti að vera
til sérstakt orð yfir þetta,“ segir
Mirren.
Mirren vill lögleiða vændi
LÖGLEGT VÆNDI Helen Mirren telur
að það myndi bæta hlut vændis-
kvenna til muna ef vændi væri
lögleitt.
NORDICPHOTOS/GETTY
Fjórða þáttaröðin af Lost hefur
göngu sína í Ríkissjónvarpinu 14.
apríl. Einungis þrettán þættir eru í
þessari seríu vegna verkfalls hand-
ritshöfunda í Hollywood og verða
átta sýndir í vor og fimm til viðbót-
ar í sumarbyrjun. Er þetta töluverð
breyting frá síðustu þáttaröð þegar
þættirnir voru 22 talsins.
„Það hefur verið hringt töluvert
og spurt hvenær serían byrjar
enda héldum við áhorfendum á
bjargbrúninni í lokin á seríu þrjú,“
segir Erna Kettler hjá innkaupa-
deild RÚV, sem hefur mikla trú á
fjórðu þáttaröðinni.
Upphaflega stóð til að síðustu
þrjár þáttaraðirnar af Lost yrðu
sextán þættir hver, þar á meðal sú
fjórða. Þess í stað verða líkast til
nítján þættir í fimmtu þáttaröðinni
og síðan sextán í þeirri sjöttu og
síðustu.
Fyrstu átta þættirnir í nýju
þáttaröðinni voru sýndir í Banda-
ríkjunum í janúar og febrúar við
miklar vinsældir og má því búast
við hörkuspennu þegar Lost hefur
göngu sínu hérlendis, en síðustu
þáttaröð lauk á RÚV í júlí í fyrra.
Upprifjunarþáttur verður sýnd-
ur á undan fyrsta Lost-þættinum
14. apríl og eftir það verður varla
aftur snúið fyrir íslenska Lost-
aðdáaendur. - fb
Lost í loftið á ný
BEN LINUS Michael Emerson fer með
hlutverk illmennisins Ben Linus í þátt-
unum Lost.
> ÓÁNÆGÐ MEÐ SONINN
Mörg konan gladdist þegar David
Beckham fletti sig klæðum í auglýs-
ingaherferð fyrir nærfatnað. Móðir
fótboltastjörnunnar var ekki ein
þeirra. „Þegar myndirnar birtust varð
hún fyrst til að hringja. Hún vildi vita
hvað í fjandanum ég væri að gera.
Ég reyndi að útskýra það en
gekk illa,“ segir Beckham.
Bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld slapp
ómeiddur úr bílveltu sem hann lenti í á dögunum.
Bremsurnar á 41 árs gamalli Fiat-bifreið hans gáfu
sig með þeim afleiðingum að hann sveigði af
veginum til að koma í veg fyrir árekstur og valt
einn hring. Seinfeld var einn í bílnum og þurfti
enga aðhlynningu á sjúkrahúsi vegna atviksins.
Talið er að hann hafi komið í veg fyrir mun
alvarlegra slys ef hann hefði ekki sveigt í burtu.
„Hann var í dálitlu uppnámi þegar hann kom
heim og áttaði sig betur á því sem hafði gerst,“
sagði eiginkona hans Jessica. Seinfeld bætti við:
„Vegna þess að ég veit að það eru krakkar þarna
úti að hlusta, þá vil ég taka það fram að það er ekki
mælt með því að að keyra án þess að hafa bremsur,
nema menn hafi góðan bakgrunn sem trúður eða
gamanleikari,“ sagði Seinfeld í léttum dúr. „Þetta
er nokkuð sem ég ætla ekki að leggja í vana minn í
framtíðinni.“
Seinfeld, sem sló í gegn í samnefndum gaman-
þáttum, sendi síðast frá sér teiknimyndina Bee
Movie. Hann er mikill bíladellukarl og er Porsche
Spyder-bifreið hans frá árinu 1955 í mestu uppá-
haldi.
Slapp ómeiddur úr bílveltu
JERRY SEINFELD Betur fór en á horfðist þegar bremsurnar
biluðu í bíl grínistans Jerry Seinfeld.