Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2008, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 04.04.2008, Qupperneq 74
42 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Söngkonan Mariah Carey hefur siglt fram úr Elvis Presley með því að ná sínu átjánda lagi á topp bandaríska Billboard-listans. Lagið nefnist Touch My Body og er tekið af plötu hennar E=MC2. Bítlarnir eiga flest topplögin, eða tuttugu talsins, og kemur Carey fast á hæla þeirra. „Ég er mjög þakklát og hamingjusöm,“ sagði Carey, sem er 38 ára. „Ég á erfitt með að setja mig í sama flokk og listamenn sem hafa ekki bara breytt tónlistarsögunni heldur öllum heiminum. Þeir tilheyra allt öðrum tíma og flokki,“ sagði Carey um saman- burðinn við Elvis og Bítlana. Carey fram úr Presley Hljómsveitin Sigur Rós heldur þrenna tónleika á Ítalíu í sumar og er hægt að kaupa miða í forsölu í gegnum heimasíðu sveitarinnar. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Flórens 11. júlí, kvöldið eftir spilar sveitin í Róm og endar tónleikaferðin í Mílanó 13. júlí. Fleiri tónleikar með Sigur Rós eru fyrirhugaðir í sumar enda ætlar sveitin að fylgja væntanlegri plötu sinni, sem kemur út í byrjun sumars, vel eftir. Meðal annars spilar sveitin á skosku tónlistarhátíðinni Connect ásamt Franz Ferdinand, Grinderman, Manic Street Preachers, Kasabian og fleiri þekktum nöfnum helgina 19. til 31. ágúst. Sigur Rós spilar á Ítalíu Hljómsveitin Specials heldur upp á ársafmæli sitt á Kringlukránni um helgina. Þótt hljómsveitin sé ung að árum eru liðsmenn hennar gamlir reynsluboltar. Ásgeir Óskars þekkja flestir frá Þursun- um og Stuðmönnum, Ingvar Grétars hefur stjórnað Úlfunum eins og herforingi undanfarin ár, Jón Ólafs hefur gert garðinn frægan með ýmsum böndum m.a. Vinum Dóra og Óttar Felix hefur haldið merki Pops hátt á lofti um árabil. Specials sérhæfa sig í dægur- tónlist sjötta og sjöunda áratugar- ins og spila jafnframt gullmola með sveitum á borð við Pretty Things. Afmælishátíðin hefst í kvöld klukkan 23 og heldur áfram annað kvöld. Halda upp á ársafmælið SPECIALS Hljómsveitin Specials spilar á Kringlukránni um helgina. MARIAH CAREY Hefur siglt fram úr Elvis Presley með sínu átjánda topplagi. SIGUR RÓS Hljómsveitin Sigur Rós heldur þrenna tónleika á Ítalíu í sumar. „Það er nú enginn stórhasar, svona blanda af vinnu og smáfríi,“ segir Árni Þórarinsson rithöfundur sem nú er á leið til Berlínar. Í haust kemur krimmi hans Tími nornarinnar út í Þýskalandi þannig að ekki úr vegi að kynna sér nánar þýskan hugsunarhátt. Til Berlínar hverfur Árni einkum til að skrifa næstu bók sína en um síðustu jól kom út bókin Dauði trúðsins eftir Árna. „Frá því ég byrjaði að skrifa krimmana hef ég árlega leitað afdreps í Barcelona í sama tilgangi. Í fyrra söðlaði ég um og prófaði þetta á Berlín. Mér líkaði það svo vel að nú verður fram haldið. Afburða skemmtileg og lifandi borg og minnir mig á hvernig Barcelona var áður en hún fór á kaf í túrisma og fínerí. Samt er maður kominn með barselónsk fráhvarfseinkenni og ég ætla að kíkja þangað aftur í sumar,“ segir Árni. Áhugi Þjóðverja á íslenskum bókmennt- um hefur ávallt verið mikill en aldrei sem nú. „Og á aðeins eftir að aukast í aðdraganda þess að við verðum fókusland í bókamess- unni í Frankfurt 2011. Við höfðum betur í samkeppninni við Finna um að verða fókusland,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins − útgefanda Árna. Egill Örn nefnir sem dæmi að þýski útgefandinn Lubbe hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Lovestar eftir Andra Snæ Magnason og vænta má frekari tíðinda af landvinningum íslenskra rithöfunda. - jbg Tími nornarinnar kemur út á þýsku ÁRNI ÞÓRARINSSON Mun dveljast í Berlín á næstunni við ritun nýrrar bókar en áhugi þýskra á íslenskum bókmenntum hefur aukist mjög. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.