Fréttablaðið - 04.04.2008, Page 86

Fréttablaðið - 04.04.2008, Page 86
54 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. drykkur 6. klaki 8. skip 9. fugl 11. ekki heldur 12. geðvonska 14. gort 16. í röð 17. hyggja 18. ennþá 20. mergð 21. velta. LÓÐRÉTT 1. mælieining 3. frá 4. jarðbrú 5. viður 7. fíkinn 10. for 13. nytsemi 15. klædd 16. húðpoki 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. malt, 6. ís, 8. far, 9. lóa, 11. né, 12. ólund, 14. grobb, 16. hi, 17. trú, 18. enn, 20. úi, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. kíló, 3. af, 4. landbrú, 5. tré, 7. sólginn, 10. aur, 13. not, 15. búin, 16. hes, 19. nú. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Glostrup. 2. Dirk Kuyt. 3. Run for Her Life. „Ég er hrifinn af Valdísi Gunnarsdóttur, mér finnst hún koma til dyranna eins og hún er klædd og stundum of mikið klædd.“ Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, spurður um uppáhaldsútvarpsmann í DV í desember 1990. „Ég sakna Valdísar sérstaklega úr útvarp- inu, en hef ekki séð hana fáklædda áratugum saman,“ segir Þorgrímur í dag, og það hlæjandi. Þrátt fyrir að vera óvanir skíða- göngu ætla smiðirnir Hans Step- hensen og Kristinn Einarsson að taka þátt í skíðagöngukeppni á Grænlandi um helgina sem telst vera sú erfiðasta í heimi. Á þrem- ur dögum skíða þeir eitt hundrað kílómetra og mun hópur frétta- manna fá Breska ríkissjónvarp- inu, BBC, og þýsku sjónvarpsstöð- inni ZDF fylgjast vandlega með keppninni. Hans og Kristinn eru að byggja virkjun í Öðrumfirði á Grænlandi á vegum Ístaks og er fyrirtækið helsti styrktaraðili keppninnar, sem er nú haldin í tólfta sinn. „Við ákváðum að prófa þetta fyrst við erum á staðnum. Búðir keppninn- ar eru við búðirnar þar sem við erum að vinna,“ segir Hans, sem hefur æft vel að undanförnu ásamt Kristni. „Það hefur gengið mjög vel. Svo er takmarkið bara að kom- ast í mark. Við tökum einn dag fyrir í einu og erum ekkert að keppa um fyrsta sætið heldur fyrst og fremst við sjálfa okkur.“ Níutíu skíðamenn taka þátt í keppninni í ár og eru Hans og Kristinn fyrstu Íslendingarnir sem taka þátt. Til marks um gæði keppninnar hafa margir af fræg- ustu skíðagönguköppum veraldar tekið þátt í henni, þar á meðal Norðmaðurinn Bjørn Dæhlie sem segir hana þá erfiðustu sem hann hefur kynnst. Hans og Kristinn eru engu að síður hvergi bangnir og ætla einfaldlega að gera sitt besta. „Þetta verður svaka puð því þetta er nánast allt upp í móti. Svo þurfum við að vera með sex og hálft kíló á bakinu alla leið ef ske kynni að við þyrftum að grafa okkur niður á leiðinni,“ segir Hans og bætir við að ítalskur keppandi hafi farist í snjóflóði fyrir nokkr- um árum. „Menn hafa slasast enda eru þetta brattar brekkur. Það verða samt fyrst og fremst veður- guðirnir sem ráða því hvað þetta verður erfitt.“ - fb Í erfiðustu skíðakeppni heims Hinar stríðandi fylkingar í Morfís-stríðinu svokallaða hittust á skólalóð MR í gær og áttust við með ögn drengilegri hætti en undanfarna daga. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hafa harðvítugar deilur staðið yfir vegna úrslitaviðureignar skólana í Morfís á morgun. MH-ingar mættu færandi hendi, með heilt íþróttahús undir arminum en nemendur MR hafa löngum stundum þurft að sætta sig við aðstöðuleysi á þeim vettvangi. MH-ingar ættu að þekkja þann vanda af eigin raun en skólinn vígði sitt eigið íþróttahús fyrir ári síðan. Liðin áttust við í reipitogi, sjómanni og puttastríði og höfðu MR-ingar betur í tveimur keppnum af þrem. Jón Benediktsson, liðstjóri ræðuliðs MR, sagði gjöf andstæðinganna hafa verið vel þegna í baráttunni fyrir bættri íþróttaðstöðu. Hann sagði bardagana á skólalóðinni hafa með verið með ögn jákvæðari formerkjum en undanfarna daga. „Ég reikna með að menn hvílist nú vel fyrir átökin á laugardaginn og að fulltrúar herjanna tveggja setjist jafnvel að samningaborðinu í dag og skrifi undir vopnahlé sem rennur auðvitað strax út á morgun.“ Að sögn Kristins Árna Hróbjartssonar, sem er betur þekktur sem „Ránfuglinn“ í herdeild MH, var athöfnin skipulögð í þeim tilgangi að bera klæði á vopnin eftir heiftúðugar deilur og átök undanfarna daga. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá lá við að MR kærði keppnina sökum áreitis á keppnislið sitt og kalla þurfti til lögreglu á miðvikudag þegar nokkrir nemendur MR komu sér fyrir uppi á þaki MH. Kristinn bætti því við að nú myndu menn leggjast í miklar skipulagningar fyrir laugardagskvöldið.„Menn mega nefnilega ekki toppa sig fyrir stóra kvöldið.“ - fgg MH gefur MR íþróttahús í miðju stríði MEÐ HEILT ÍÞRÓTTAHÚS AÐ VOPNI MH-ingar mættu færandi hendi á skólalóð MR með heilt íþróttahús undir arminum. Hinar stríðandi fylkingar hvílast á morg- un fyrir átökin á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM OFURHUGAR Hans Stephensen (til vinstri) og Kristinn Einarsson hefja svaðilför sína um grænlenska fjallgarða í dag. „Misskilnings gætti í samtali blaða- manns við Sigrúnu A. Ámundadótt- ur starfsmann Orkuveitunnar á Akranesi. Sá misskilningur hefur verið leiðréttur. Það að ætla blaða- manni Vísis að hafa skáldað upp orð viðmælandans er furðuleg ályktun og slíkum ásökunum er vísað beint aftur til Eiríks Hjálm- arssonar upplýsingafulltrúa Orku- veitunnar,“ segir Óskar Hrafn Þor- valdsson ritstjóri Vísis. Allt ætlaði af göflunum að ganga í gær í kjölfar fréttar Vísis. Orku- veita Reykjavíkur auglýsti til sölu líkamsræktartæki og blaðamenn Vísis fóru á stúfana til að kynna sér málin. Rætt var við Sigrúnu sem sagði um að ræða tæki komin til ára sinna. Haft var eftir henni að einkum hafi verið spurst fyrir um tækin frá landsbyggðarfólki. „Við landsbyggðarfólk gerum kannski minni kröfur en Reykvíkingar.“ Að sögn Eiríks Hjálmarssonar urðu þegar mikil viðbrögð við fréttinni, einkum frá fólki af lands- byggðinni sem þótti þarna lítið gert úr sér. Þegar gengið var á Sigrúnu kannaðist hún ekki við ummælin og í kjölfarið sendi Eiríkur frá sér harðorða yfirlýsingu, stílaða á Óskar, á fjölmiðla þar sem talað er um uppspuna blaðamanns. „Hún [Sigrún] mun hafa samband við viðkomandi blaðamann til að árétta það, en farið er fram á að Vísir.is leiðrétti fréttina á vefnum hjá sér hið allra snarasta jafnframt árétt- ingu á því að ranglega hafi verið eftir Sigrúnu haft.“ Engum ofsögum er sagt að lands- byggðarfólk margt hafi móðgast. Skömmu eftir að Vísir birti sína frétt höfðu landsbyggðarvefmiðlar Skessuhorns, Bæjarnis besta, Suðurlandið.is auk fjölda bloggara tekið upp þykkjuna. Alvarlegar ásakanir eru að bera blaðamanni á brýn skáldskap fyrir hönd viðmælenda sinna og Óskari þykir það bera vott um sérkenni- lega ályktunargáfu að telja blaða- mann sinn búa yfir svo auðugu ímyndunarafli. Það hljóti að vera hverjum manni ljóst. Hins vegar lagfærðu þeir Vísismenn frétt sína seinna í gær. „Við breyttum örlítið orðalaginu en efnislega er fréttin alveg eins,“ segir Óskar. Eiríkur er hins vegar ekki þeirr- ar skoðunar og í annarri tilkynn- ingu sem barst síðdegis í gær vakti hann athygli á seinni frétt- inni sem er, „án þess þó að geta þess að um leiðrétta frétt sé að ræða, eða að biðjast velvirðingar á vinnubrögðum sínum. Fyrri frétt vefmiðilsins olli viðkomandi starfskonu Orkuveitu Reykjavík- ur verulegum óþægindum, enda upp á hana hermd meiðandi ummæli sem reyndust rangfærsl- ur blaðamannsins á persónulegri skoðun hennar.“ Um kvöldmatar- leytið sagði Eiríkur í samtali við blaðið þá, sig og Óskar, hafa farið í saumana á öllu þessu sérstaka máli og skilið sáttir. jakob@frettabladid.is ÓSKAR HRAFN: FRÁLEITT AÐ ÆTLA BLAÐAMANNI SKÁLDSKAP Allt brjálað í Orkuveitunni vegna frétta af æfingatólum Sem formaður FTT er Jakob Frí- mann Magnússon helsti forkólfur pílagrímsfarar bítlageggjara til Liverpool eftir um tvo mánuði. Hann hefur hins vegar lítt haft tíma til að sinna farþegalistum sem nú er beðið í ofvæni. Jakob hefur lagst á árar með sínum gamla heimil- islækni, Ólafi F. Magnús- syni borgarstjóra, við björgun borgarinnar. Jakob er í menningar- og ferðamálaráði en í ferðabransanum eru menn mjög uggandi, vilja síður taka við gestum í rústirnar sem miðborgin er sögð orðin og heimta aðgerðir. Einn þeirra sem Jakob Frímann þarf að eiga við eða taka höndum saman með er Jónas Freydal ferðamálafrömuður og listmuna- agent með meiru. Jónas, sem staðið hefur fyrir fjölsóttum drauga- göngum um Reykjavík, segir að þegar von er á gestum sé siður að taka til. Jónas er með hugmyndir þess efnis að mála á húsin nöfn eigenda svo fólk átti sig betur á því hverjir helstu slúbbertarnir eru því bágborið ástand hljóti að vera á ábyrgð eigenda ekki síður en borgar. Mikael Torfason rithöfundur hefur verið að bauka eitt og annað eftir að hann hvarf frá Birtingi sem aðal- ritstjóri útgáfunnar. Þannig hefur hann verið að endurrita fyrstu bók sína Falskan fugl með það fyrir augum að gefa út á kilju. Annars hefur heyrst að Mikael sé búinn að panta sér Harley Davidson og mun bruna um borg og bý sem mótor- hjólatöffari í sumar. -jbg FRÉTTIR AF FÓLKI LÆTI Í OR Allt logaði í Orkuveitunni í gær vegna fréttar Vísis. is. Óskar Hrafn ritstjóri (að ofan) hafnar ásökunum Eiríks Hjálmarssonar upplýsingafull- trúa. Frétt Vísis vakti sérstak- lega kurr á landsbyggðinni. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.