Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 2
2 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR GÓÐGERÐARMÁL Ólafur Stefánsson gaf Jemen- markaðnum í gær treyjuna sem hann klæddist í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum. Treyjan er árituð af öllum leikmönnum liðsins. „Áfram Ísland, segi ég bara,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, einn skipuleggjenda uppboðsins um gjöf Ólafs. Björk Guðmundsdóttir gefur að auki kjól úr sinni einkaeigu til uppboðsins í dag. Kjólnum klæddist Björk í myndbandinu við lagið Alarm Call, sem kom út árið 1998. Áslaug segir um einstaka flík sé að ræða enda hönnuður kjólsins Alexander McQueen. Líklegt sé að kjóllinn fari fyrir háa upphæð. Uppboðið verður haldið á morgun og er hluti af Jemen-markaðnum sem verður í Perlunni. Ágóðinn rennur til byggingar skóla fyrir fátæk börn og konur í Jemen. - vsp DANMÖRK Bráðabirgðakönnun á möguleikanum á að leggja brú yfir Kattegat milli Norðvestur-Sjálands og miðs Jótlands (sem myndi stytta mjög ferðatíma milli Árósa og Kaupmannahafnar) hefur leitt í ljós að slíkt mannvirki myndi kosta að minnsta kosti sem svarar um 1.600 milljörðum íslenskra króna. Að mati danska samgönguráðherr- ans er það of mikið og því hafa áformin verið lögð á hilluna í bili. Ráðherrann, Carina Christensen, segir þó að vel sé hugsanlegt að málið verði skoðað á ný eftir 15-20 ár, með hliðsjón af þróun umferð- armála fram til þess tíma, að því er haft er eftir henni á fréttavef Politiken. - aa Samgöngubætur í Danmörku: Brú yfir Katte- gat sögð of dýr LÖGREGLUMÁL Fimm manns, þrír karlmenn og tvær stúlkur, sættu yfirheyrslum hjá lögreglu í gær vegna ráns sem framið var að næturlagi fyrir nokkrum dögum. Þá var leigubílstjóri rændur eftir að hafa ekið farþegum í austur- borgina. Fimmmenningarnir voru handteknir í fyrrakvöld og fyrri- nótt. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins hafði leigubílstjórinn ekið fjórum farþegum umrædda nótt, þremur karlmönnum og einni konu. Ökugjaldið var orðið tals- vert hátt, þar sem fólkið hafði áður ekið vítt og breitt um bæinn í leigubílnum. Þegar komið var að áfangastað fór fólkið út úr bílnum og bað leigubílstjórann að bíða. Skömmu síðar kom stúlkan út aftur. Tókst henni að lokka leigubílstjórann bak við hús með sér með loforði um að þar biði hans greiðsla fyrir aksturinn. Leigubílstjórinn féllst á það en þegar komið var aftur fyrir húsið sátu mennirnir fyrir honum. Þeir réðust á hann og rændu af honum veski og lykla- kippu. Í veskinu voru nokkur þús- und krónur og greiðslukort. Bílstjórinn áttaði sig ekki á að láta skipta um skrá á útidyrunum. Því var það að næturlagi skömmu síðar, að fólkið komst inn í hús hans, þar sem enginn var heima, með lykli sem það hafði stolið af honum og lét greipar sópa þar. Jafnframt hófu þjófarnir að nota þau greiðslukort sem þeir höfðu stolið af bílstjóranum ótæpilega. Komust þeir yfir allnokkrar fjár- hæðir með þeim hætti. Lögreglan hafði grun um hverjir hefðu verið þarna að verki. Eftirleikurinn reyndist auðveldur þegar farið var að rekja feril kortanna í bönk- um og verslunum, auk þess sem upptökur úr eftirlitsmyndavélum voru skoðaðar. Í fyrstu beindist leit lögreglu að fjórum einstaklingum en við rann- sókn málsins bættist fimmti vit- orðsmaðurinn, önnur stúlkan, í hópinn. Fólkið er á aldrinum frá rúmlega tvítugu og upp í rúmlega þrítugt. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins hafa einhverjir umræddra einstaklinga komið við sögu lög- reglu áður. jss@frettabladid.is Fimm í haldi eftir árás á leigubílstjóra Þrír karlar og kona réðust á leigubílstjóra og tóku af honum peningaveski og lyklakippu. Þau voru handtekin nokkru síðar ásamt vitorðsmanni eftir að hafa látið greipar sópa á heimili bílstjórans auk þess að nota greiðslukort hans. LEIGUBÍLL Lögreglan rakti feril greiðslukorta bílstjórans og reyndist eftirleikurinn auðveldur. Fimm voru handteknir og sitja í haldi lögreglunnar. Fimmmenningarnir voru yfirheyrðir í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN, AP Útnefning Demókrataflokksins í Bandaríkjunum á Barack Obama sem forsetafram- bjóðanda flokksins í haust er tvímælalaust stór áfangi í réttindabaráttum þeldökkra. Lítið var þó fjallað um þessa hlið útnefningarinnar í ræðum á landsþingi flokksins, sem lauk í Denver í gær. Ástæðan er sú að demókratar óttast að einhverjir hvítir kjósendur fælist frá því að greiða Obama atkvæði sitt ef mikið er gert úr því að hann sé frambjóðandi svartra. Obama tók við útnefningunni í gær, þegar rétt 45 ár voru liðin frá því að Martin Luther King hélt hina frægu ræðu sína um drauminn, sem hann ætti um að hvítir Bandaríkjamenn kæmu eins fram við alla, óháð hörundslit. Á landsþinginu hafa ræðumenn keppst við að hrósa Obama. Á miðvikudagskvöldið tók meðal annars Bill Clinton, fyrrverandi forseti, undir með eiginkonu sinni Hillary frá kvöldinu áður og lýsti í fyrsta sinn yfir eindregnum stuðningi við Obama, þótt hann hefði áður ekki getað leynt vonbrigðum sínum með að Obama skyldi verða hlutskarpari en Hillary í prófkjörsbaráttu flokksins. John McCain, frambjóðandi repúblikana, sagðist í gær ekki hafa ákveðið hvern hann ætli að hafa með sér sem varaforsetaefni. Þó er búist við að ákvörðun verði tekin á næstunni, jafnvel strax í dag, eða í það minnsta áður en landsþing Repúblikanaflokksins hefst í St. Paul í Minnesota eftir helgi. - gb Söguleg útnefning á landsþingi Demókrataflokks Bandaríkjanna í Denver: Forðast að ræða hörundslit JOE BIDEN OG BARACK OBAMA Frambjóðendur Demókrata- flokksins saman á landsþinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP að eigin vali erikur3 Skútuvogur - Grafarholt - Akureyri - Egilsstaðir Selfoss - Reykjanesbær - Kringlan - Smáralind 999kr DÓMSMÁL Fyrrverandi háskóla - kennari á sextugsaldri, sem í lok júlí hlaut fjögurra ára fangelsis - dóm fyrir gróf kynferðisbrot gegn sjö stúlkum, hyggst una dómnum. Gæslu varðhald yfir manninum rann út í gær og hóf hann afplánun um leið fyrst hann áfrýjaði ekki. Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir að hafa þröngvað stjúpdóttur sinni til samræðis og að hafa myndað hana og dætur sínar á klámfenginn hátt á erlendri nektarströnd. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þolendum sínum samtals rúmar fjórar milljónir króna í bætur. - sh Unir fjögurra ára dómi: Barnaníðingur áfrýjar ekki Björk Guðmundsdóttir og Ólafur Stefánsson leggja Jemen-markaðnum lið: Árituð treyja og heimsfrægur kjóll KJÓLL BJARKAR Kjólnum klæddist hún í myndbandinu Alarm Call frá árinu 1998. Kjóllinn verður boðinn upp í Perlunni á laugardaginn. Kári, ertu búinn að klóna forsetann? „Ég hef ekki gert neinar tilraunir til þess. Hins vegar kemur mér ekki á óvart að hann hafi reynst á tveimur stöðum í einu.“ Að sögn forsetaritara lýkur ferð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Ólympíuleikana ekki fyrr en í næstu viku. Ólafur Ragnar var þó staddur hér á landi í fyrradag. Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem hefur rannsakað klónun, eða einræktun. EFNAHAGSMÁL Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir þá sem vilja afnema verðtryggingu sýna popúlisma. „Þessu er oft skellt fram í aðdraganda kosninga algjörlega að óathuguðu máli,“ segir Björgvin. Þingflokkur Frjálslynda flokksins hefur lagt til að verðtrygging verði afnumin. Björgvin segir að ef það yrði gert myndi lánsfjárframboð minnka til muna. „Verðtryggingin er sjúkdóms- einkennið og lýsir veikum gjaldmiðli. Ef hún er mönnum þyrnir í augum er eina leiðin að taka upp annan gjaldmiðil,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við HÍ. - kóp/Sjá síðu 18 Afnám verðtryggingar: Lítt rökstuddur popúlismi BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Fréttablaðinu verður komið fyrir í dreifikössum á Selfossi, í Hveragerði, Reykjanesbæ, Akranesi og Borgarnesi í stað dreifingar á hvert heimili. „Með þessu erum við að færa blaðið nær lesendunum,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365-miðla. Þannig sé til dæmis hægt að hengja kassana á ljósastaura í hverfinu, að sögn Ara. Þetta bæti þjónustuna á stöðum þar sem dreifing var aðeins á sölustöðum. Breytingarnar taka gildi á næstu þremur mánuðum. Blaðberum hefur í kjölfarið verið sagt upp störfum á fyrrnefndum stöðum. - vsp Breytt dreifing Fréttablaðsins: Blaðið fært nær lesendunum ELLEFAN Ólafur leggur góðu málefni lið og gefur treyju númer 11 sem hann klæddist í úrslitaleik Ólympíuleikanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Allt að 71 drukknaður Óttast er að allt að 71 afrískur inn- flytjandi á leið til Möltu hafi drukknað þegar bátur þeirra hafi sokkið, að því er fréttavefur Breska ríkisútvarpsins greinir frá. Yfirvöld hafa bjargað átta manns og hinna er enn leitað. MALTA SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.