Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 71
FÖSTUDAGUR 29. ágúst 2008 Það kom fram á Cannes að Amelie-stjarnan Audrey Tautou mun leika tískudrottninguna Coco Chanel í nýrri mynd, sem ber nafnið Coco Avant Chanel. Myndin er byggð á ævisögu Edmonde Charles-Roux, L‘Irreg- uliere. Beint er sjónum að hæfni hennar til að koma af stað nýrri tísku, eins og þegar hún gerði sólbrúnku vinsæla með því einu að koma heim úr fríi sínu gullinbrún. Svo ekki sé minnst á litlu svörtu kjólana og tímalaust ilmvatnið. Karl Lagerfeld mun sjá um búninga myndarinnar, sem verða auðvitað endurgerðir af hönnun Chanel sjálfrar. Það er því ljóst að Sex and the City hefur verið veitt samkeppni hvað varðar búningahönnun. Framleiðsla myndarinnar hefst í París 15. september næstkomandi. - kbs Chanel leik- in af Tautou Í SPOR DÍVU Audrey Tautou mun takast á við hlutverk Coco Chanel í nýrri mynd. Aaron Sorkin, höfundur West Wing og Charlie Wilsons War, er með kvikmynd um Facebook í smíðum. Fréttir af verkefninu bárust í gegnum Facebook-síðu Sorkin. Myndin mun ekki snúast um fólk sem nær saman í gegnum „status“-breytingar eða endalaus- ar „applications“. Hún snýst um hvernig Facebook varð til. Facebook var stofnað af Mark Zuckerberg og tveimur vinum hans, Dustin Moskovitz og Chris Hughes, fyrir Harvard-skólann. Gullgæs Zuckerberg hefur síðan gripið heiminn og honum boðist fúlgur fjár fyrir síðuna. Zucker- berg neitar hins vegar að selja. Liðsmenn Empire-tímaritsins eru þess handvissir að Sorkin sjálfur hafi breitt út fréttina, eftir að hafa komist að því að þeir gætu ekki „addað“ honum. - kbs Facebook- kvikmyndin Jazzhátíð Reykjavíkur heldur áfram í kvöld með forvitnilegri dagskrá. Theo Bleckman er búinn að vera áberandi í tónlistarlífi New York frá því hann fluttist þangað fyrir fimmtán árum. Hann verður líka áberandi á tónleikum í Fríkirkj- unni í kvöld þar sem hann spilar og syngur með Mógil, íslensk-belg- ísku sveitinni. Hann hikar ekki við að blanda saman stefnum og straumum í tónlist bæði með yfir- burða raddtækni sinni og rafræn- um hjálpartækjum. Af samstarfs- fólki hans má nefna Laurie Anderson, Anthony Braxton, Philip Glass, Meredith Monk og Michael Tilson Thomas. Hann vinnur úti um allan heim og kemur fram með listamönnum af ýmsu tagi. Íslensk-belgíska hljómsveitin Mógil samanstendur af Heiðu Árnadóttur söngkonu, Hilmari Jenssyni gítarleikara, Joachim Badenhorst klarinettuleikara og Ananata Roosens fiðluleikara. Mógil er að fagna útkomu geisla- disk síns Ró sem er nýkominn út á Íslandi og verður gefinn út í Evr- ópu 28. september af belgísku útgáfunni Radical Duke. Lögin eru samin af hljómsveitarmeðlimum og textar eru ýmist íslenskar þjóð- vísur eða eftir Heiðu. Tónleikarnir fara fram í Frí- kirkjunni í kvöld klukkan 20. Jóel Pálsson og Ómar Guðjóns- son koma svo fram með tvískipta dagskrá á Organ í kvöld klukkan 22 sem lögð er undir efni af nýleg- um diskum þeirra, Varpi Jóels og Fram af Óskars. Þar verða með vaskir sveinar í báðum deildum. Síðla kvölds verður svo sitthvað að bíta og brenna á Bitboxinu á Gla- umbar. pbb@frettabladid.is Djassinn dunar TÓNLIST Jóel Pálsson flytur í kvöld efni af sinni marglofuðu plötu, Varpi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Kl. 10:00 Pe rlan opnar Kl. 13:00 Gosi ske mmtir börnum Kl. 13:30 Boot Ca mp ævintýra-ratle ikur fyrir utan Perluna (fyrir 13 ára og yn gri) Kl. 14:00 Englakó rinn syngur Kl. 15:00 Björn Jö rundur Friðbjörnss on tekur lagið Kl. 16:00 Uppboði lýkur - verk og við burðir slegnir og s eldir! Kl. 18:00 Markaðn um lýkur. Dagskrá: Laugardagu r 30. ágúst Meðal verka á up pboðinu er loftljós eftir Ólaf Elíasson og kjóll af Björk Guðmund sdóttur auk fjölda annarra frábærra atriða. Sjá nánar á www.su k.is Glæsimarkaður í Perlunni, laugardaginn 30. á gúst kl. 10-18 sunnudaginn 31. á gúst kl. 12-17 Arabísk stemmn ingÆvintýranleg ar uppákomur Flott uppboð Allt milli himins og jarðar Practical, Nýherji, 365, Expó, i8, Prentmet, Plastprent, Boot Camp, Securitas, Ölgerðin, Kaftár, Kassagerðin, Eik fasteignarfélag, Penninn, Grænn Markaður, Augljós Merking, Litla Prent, ásamt fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem geð hafa vörur á markaðinn. Prada Karen M iller Sand Gucci Luis V uitton Hver króna rennur óskipt til uppbyggin gar á skóla fyrir börn og konur í Jemen. Jóhanna Kristjónsdóttir er driffjöður verkefnisins. ótrúl egu verði! merk java ra á Styrktaraðilar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.