Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.08.2008, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 29.08.2008, Qupperneq 72
44 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Harðjaxlinn Heiðar Helguson hjá Bolton var valinn í tuttugu og tveggja manna landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar fyrir leikina gegn Noregi og Skotlandi í undankeppni HM 2010 en að hann gaf nú kost á sér á nýjan leik, rúmu ári eftir að hafa ákveðið að hætta með liðinu. „Mig langaði bara rosalega til þess að koma aftur og spila fyrir landsliðið. Ólafur kom á tali við mig og bað mig um að hugsa málið um endurkomu í liðið og ég gerði það og þetta er niðurstaðan. Ég ákvað að slá til,“ segir Heiðar. Spurður út í hvort að Grétar Rafn Steinsson, liðsfélagi hans hjá Bolton og nú í landsliðinu, hafi þrýst á hann að snúa aftur þá kvað hann að ekki hafi þurft mikla sannfæringu til þegar allt kom til alls. „Það þurfti náttúrulega ekkert að ýta við mér eða þrýsta á mig eftir að ég var búinn að velta þessu fyrir mér. Grétar helvítið lét mig annars ekkert í friði yfir þessu,“ segir Heiðar á léttum nótum. Heiðar ákvað að hætta með liðinu á sínum tíma vegna persónulegra ástæðna og vildi lítið ræða þær ástæður en fullyrti þó að þær hefðu ekkert haft með þáverandi þjálfara liðsins að gera. „Ég get ekki séð að það komi neinum við af hverju ég hætti á sínum tíma. Það var bara mín ákvörðun og ég held því bara útaf fyrir mig. Ég get alla vega staðfest að það hafði ekkert með landsliðsþjálfarann Eyjólf Sverrisson að gera. Samband okkar var mjög fínt og ég kunni vel við hann og geri enn,“ segir Heiðar. Heiðar kemur með mikla leikreynslu inn í lands- liðið þar sem hann á fjörtíu landsleiki að baki og er því þriðji landsleikjahæsti leikmaðurinn í tuttugu og tveggja manna leikmannahópunum og hann vonar að hún eigi eftir að nýtast liðinu í komandi verkefn- um. „Þetta verður mjög erfitt en mjög gaman. Það hafa verið ákveðin kynslóðaskipti hjá liðinu síðustu ár og það er bara gaman að taka þátt í því. Ég ætla að vona að leikreynsla mín geti hjálpað liðinu eitthvað,“ segir Heiðar. HEIÐAR HELGUSON: ER KOMINN Á NÝJAN LEIK INN Í ÍSLENSKA LANDSLIÐSHÓPINN FYRIR UNDANKEPPNI HM 2010 Mig langaði bara rosalega til þess að koma aftur FÓTBOLTI Landsliðsþjálfarinn Ólaf- ur Jóhannesson tilkynnti á blaða- mannafundi í gær tuttugu og tveggja manna leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn Noregi og Skot- landi í undankeppni HM 2010 í byrjun næsta mánaðar. Endur- koma Heiðars Helgusonar, fram- herja Bolton, í íslenska landsliðs- hópinn vakti þar mesta athygli. Ólafur sló á létta stengi á blaða- mannafundinum eins og hans er von og vísa og þegar hann var spurður hvort valið á landsliðs- hópnum hafi valdið honum hugar- brotum var hann fljótur að svara. „Valið var í sjálfu sér ekki erf- itt, ekki þegar ég var búinn að velja,“ segir Ólafur. Rætt hefur verið um ákveðin kynslóðaskipti hjá landsliðinu og Ólafur viðurkenndi að leikmanna- hópurinn væri ekki reynslumikill í vissum stöðum á vellinum en hefur ekki sérstakar áhyggjur af því. „Við erum með tvo markmenn sem eru ekki með mikla leik- reynslu og miðjumennirnir okkar eru flestir með litla leikreynslu en ég treysti þeim leikmönnum sem ég valdi og tel þá hundrað prósent tilbúna í þetta verkefni sem fram- undan er,“ segir Ólafur. Átján leikmenn af þeim tuttugu og tveimur sem valdir voru koma til með að verða á leikskýrslu hverju sinni í leikjunum og það hafði örlítil áhrif á val Ólafs. „Ég velti því mikið fyrir mér hvort að ég ætti að kalla á þá Arnór Smárason og Jóhann Berg Guð- mundsson inn í leikmannahópinn en ákvað svo að gera það ekki og leyfa þeim frekar að spila með U- 21 árs liðinu á móti Austurríki og Slóvakíu heldur en eiga jafnvel von á því að sitja á varamanna- bekknum eða uppi í stúku,“ segir Ólafur. Ólafur hefði viljað velja Brynj- ar Björn Gunnarsson, miðjumann Reading, en hann á við meiðsli að stríða en landsliðsþjálfarinn stað- festi hins vegar að allir þeir leik- menn sem hann leitaði til hefðu gefið grænt ljós og verið tilbúnir í slaginn. Ólafur var sér í lagi ánægður með að Heiðar Helguson hefði gefið kost á sér á nýjan leik. „Ég hitti Heiðar fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan og átti þá gott spjall við hann og athugaði þá hvort að hann væri tilbúinn að gefa kost á sér að nýju og hann kvaðst ætla að skoða sín mál. Hann heyrði svo í mér aftur fyrir stuttu síðan og var þá tilbúinn í þetta á fullu og ég fagna því að sjálfsögðu. Hann er í fínu líkamlegu formi þó svo að hann sé ekki búinn að spila mikið undanfarna mánuði vegna meiðsla og hefur enn fremur ákveðið hugarfar sem fleytir honum langt,“ segir Ólafur. Spurður út í væntingar til liðs- ins var svarið einfalt hjá Ólafi. „Ég geri þær væntingar til leik- manna liðsins að þeir leggi sig hundrað prósent fram og komi sáttir út af vellinum,“ segir Ólafur sem telur alveg raunhæft að ná í stig í Ósló. omar@frettabladid.is Heiðar í leikmannahópnum á ný Tuttugu og tveggja manna leikmannahópur Íslands fyrir leikina gegn Noregi og Skotlandi í undankeppni HM 2010 var tilkynntur í gær. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson er ánægður með sitt val og kvað alla þá leikmenn sem hann leitaði til hafa gefið kost á sér, en þar á meðal er framherjinn Heiðar Helguson. UPPLESTUR Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson þylur upp landsliðsmennina tuttugu og tvo sem valdir voru fyrir leikina gegn Noregi og Skotlandi. Honum til full- tingis eru Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, til vinstri og aðstoðarþjálfarinn Pétur Pétursson til hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LANDSLIÐSHÓPUR ÍSLANDS Fyrir leiki gegn Noregi og Skotlandi Markverðir: Kjartan Sturluson (Valur) Stefán Logi Magnússon (KR) Varnarmenn: Hermann Hreiðarsson (Portsmouth) Indriði Sigurðsson (Lyn) Kristján Örn Sigurðsson (Brann) Grétar Rafn Steinsson (Bolton) Ragnar Sigurðsson (IFK Gautaborg) Birkir Már Sævarsson (Brann) Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur) Miðjumenn: Stefán Gíslason (Bröndby) Emil Hallfreðsson (Reggina) Ólafur Ingi Skúlason (Helsingborg) Pálmi Rafn Pálmason (Stabæk) Theodór Elmar Bjarnason (Lyn) Davíð Þór Viðarsson (FH) Aron Einar Gunnarsson (Coventry) Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík) Sóknarmenn: Eiður Smári Guðjohnsen (Barcelona) Heiðar Helguson (Bolton) Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Esbjerg) Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk) Stefán Þór Þórðarson (ÍA) FÓTBOLTI Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari íslenska lands- liðsins, er sáttur með undirbúning liðsins fyrir undankeppnina sem hefst von bráðar. „Við erum sáttir með að hafa fengið alla vináttulandsleikina sem gáfu okkur kost á að kynnast þessum strákum og við erum sáttir með valið á hópnum. Nú er alvaran hins vegar að byrja og menn verða að sýna árangur úti á vellinum,“ segir Pétur. - óþ Pétur Pétursson, aðst. þjálfari: Alvaran að byrja www.ossur.is/cti cti® - spelkur fyrir sportið > U-21 árs hópurinn klár Lúkas Kostic, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands, hefur valið átján manna leikmannahóp fyrir leiki gegn Austurríki 5. september og Slóvakíu 9. september. Hópurinn er sem hér segir: Markverðirnir eru Þórður Ingason og Ingvar Jónsson. Vörnina skipa Arnór Aðalsteinsson, Hallgrímur Jónasson, Heimir Einarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Þórir Hannesson. Miðjumenn eru Ari Freyr Skúlason, Heiðar Geir Júlíusson, Eggert Gunnþór Jónsson, Guðmundur Kristjánsson og Jóhann Berg Guð- mundsson. Sóknarmenn eru svo Birkir Bjarna- son, Rúrik Gíslason, Guðjón Baldvinsson, Arnór Smárason, Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson. Leikurinn gegn Austurríki fer fram í Austurríki en leikurinn gegn Slóvak- íu fer fram á Víkingsvelli í Reykjavík. KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið byrjaði Evrópukeppnina af miklum krafti á Ásvöllum á mið- vikudagskvöldið og tveir af leik- mönnum liðsins náðu einstökum árangri í sögu landsliðsins á heimavelli. Helena Sverrisdóttir og Krist- rún Sigurjónsdóttir áttu báðar mjög góðan leik og settu báðar met. Enginn leikmaður A-lands- liðs kvenna hefur skorað fleiri stig í heimaleik en Helena og eng- inn leikmaður A-landsliðs kvenna hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur í heimaleik en Krist- rún. Helena skoraði 25 stig í leiknum og hefur aðeins einu sinni skorað fleiri stig í einum landsleik en það var þegar hún skoraði 33 stig í sigri á Írum í Dublin í fyrra. Helena átti gamla metið yfir flest stig á heima- velli ásamt þeim Hildi Sigurðar- dóttur og Erlu Þorsteinsdótt- ur en allar höfðu þær náð að skora 22 stig í heima- leik. Hildur og Erla skoruðu báðar stigin sín í vináttulandsleikjum á móti Eng- landi. Kristrún skoraði fjórar þriggja stiga körfur á móti Sviss og bætti þar með metið sem fimm leik- menn áttu áður en Pálína Gunn- laugsdóttir bættist einnig í þann hóp í þessum leik með því að skora þrjár þriggja stiga körfur. Birna Valgarðsdóttir hafði náð að skora þrjár þriggja stiga körfur í þremur landsleikjum á heimavelli en þær Helga Þorvaldsdóttir, Björg Hafsteins- dóttir, Erla Reynisdóttir og Hild- ur Sigurðardóttir höfðu allar skorað þrjár þriggja stiga körfur í einum leik. Anna María Sveinsdóttir á enn stigametið í einum leik hjá kvennalandsliðinu en hún skor- aði 35 stig á móti Möltu á Möltu árið 1996. Birna Valgarðsdóttir hefur síðan skorað flestar þriggja stiga körfur í einum leik en hún setti niður 6 þriggja stiga körfur á móti Möltu í Andorra sumarið 2004. - óój Sigurleikur kvennalandsliðsins á Sviss á miðvikudagskvöldið var sögulegur: Helena og Kristrún með met 4 ÞRISTAR Enginn leikmaður hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur á heimavelli í einum leik heldur en Kristrún Sigurjónsdóttir á móti Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA 25 STIG Enginn leik- maður hefur skorað fleiri stig á heimavelli í einum leik heldur en Helena Sverr- isdóttir á móti Sviss. FRÉTTA- BLAÐIÐ/RÓSA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.