Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 24
24 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Hringdu í síma ef blaðið berst ekki UMRÆÐAN Sóley Tómasdóttir skrifar um frístundaheimili Haustið er uppskerutími okkar Íslend-inga. Berjaspretta virðist vera með eindæmum í ár, mikið veiðist af laxi og mat- jurtagarðar eru með girnilegra móti. Haust- ið ætti því að leggjast vel í landann. Uppskeran felst þó ekki eingöngu í afurðum náttúrunnar. Samfélag mannanna uppsker eins og það sáir. Hlutverk stjórn- málafólks er að forgangsraða áherslum við sáningu, svo samfélagið uppskeri sem mest. Undanfarin ár hefur fréttaflutningur af manneklu á frístundaheimilum verið að festa sig í sessi samhliða aflatölum úr laxveiðiám og berjamó. Manneklan er mismikil eins og laxinn og krækiber- in, en alltaf einhver. Haustverkin Á haustin, þegar bændur fara í leitir og nemendur setjast á skólabekk, glímir stjórnmálafólk við mannekluvandann. Málin eru rædd í nefndum og ráðum og ýmsar hugmyndir reifaðar. Sumar jafnvel settar í farveg. Á endanum komast flest börnin inn á frístundaheimili og stjórnmálafólkið fær frið. Þá fer lítið fyrir umræðu um frístundaheimili. Innra starf, barnalýðræði og fjölbreytni tómstunda- tilboða, uppeldisstefna eða -aðferða virðist hvorki vera viðfangsefni stjórnmála- né fjölmiðlafólks. Umræða óskast Í kynningarefni fyrir frístundaheimilin í Reykjavík segir: „Leiðarljós frístundaheimilanna í Reykjavík er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístundaheimilin leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.“ Mönnunarvandi getur ekki verið það eina sem stjórnmálafólk lætur sig varða þegar svo metnaðarfullt verkefni er annars vegar. Frístundaheimilin eru ekki bara þjónusta við foreldra, heldur fyrst og fremst börn. Því verður pólítískur vilji að vera til staðar. Nú þegar átta ár eru liðin frá því ÍTR hóf rekstur frístundaheimila er tímabært að skoða hvað áunnist hefur og hvað mætti betur fara. Stefnumótun sem tekur til fleiri þátta en húsnæðis og starfsfólks er nauðsynleg. Sú stefnumótun þarf að fara fram á vettvangi stjórnmálanna með liðsinni þeirra sérfræðinga sem starfa í málaflokknum. Sáum og hlúum betur að Þær tillögur sem nú eru í farvatninu og eiga að leysa vanda frístundaheimilanna eru góðar og gildar. Samþætting skóla- og frístundastarfs er löngu tímabært verkefni. Starfsöryggi þarf að efla og launin þurfa að hækka. En til að auðvelda haustverk stjórnmálafólks þarf fleira að koma til. Frístundaheimilin þarfnast viðurkenningar sem sjálfstætt og mikilvægt verkefni. Umræðan um frístundastarf verður að vera lifandi á hinum pólítíska vettvangi allan ársins hring, innra starf og ytri aðbúnaður, hugmyndafræði og praktík. Þannig getur stjórnmálafólk styrkt frístundaheimilin í sessi sem eftirsóknarverð frítímatilboð fyrir börn og góðan vinnustað fyrir fullorðna. Við uppskerum nefnilega eins og við sáum. Höfundur er varaborgarfulltrúi. Pólitík frístundaheimilanna SÓLEY TÓMASDÓTTIR SPOTTIÐ Einn, tveir og siðareglur Hanna Birna Kristjánsdóttir borgar- stjóri hefur fengið nóg af hálfkákinu sem einkennt hefur vinnu við setningu siðareglna fyrir borgarfulltrúa. Hefur borgarráð samþykkt tillögu hennar um skipan sérstaks starfshóps sem á að ljúka gerð siðareglna fyrir 1. desem- ber. Fimm ár eru liðin frá því að málið var sett í farveg innan borgarkerfis- ins og hafa bæði stjórnkerfisnefnd borgarinnar og sérstök ritstjórn fjallað um það. Nú er að sjá hvort sama röggsemin einkenni ríkisstjórnina sem batt í stefnuyfirlýsingu sína að stjórnsýslu ríkisins verði settar siðareglur. Að sama skapi verður spennandi að sjá hvernig vikið verður að laxveiði í siðareglunum. Í framhaldinu má svo velta fyrir sér hvort reglurnar verði til þess að einhverjir sjái sér ekki fært að fara í framboð í framtíðinni. Vinsæll Almenn fundasókn hefur dregist nokkuð saman frá því sem áður var. Fyrir því hafa stjórnmálamenn fundið og telja sig góða ef þeir fá um þrjátíu manns á fund. Fundir Guðna Ágústs- sonar þessa dagana er undantekning- in sem sannar regluna. Þeir hafa verið fjölsóttir og umræðurnar líflegar. Pólitísk tíðindi Á fundi Guðna á Húsavík í fyrrakvöld urðu fjörlegar umræður um þá ákvörðun umhverfisráðherra að meta skuli umhverfisáhrif framkvæmda vegna álvers á Bakka sameiginlega. Dró Guðni ekkert undan þegar hann lýsti frati á þá ákvörðun ráðherrans. Sigurjón Benediktsson, tannlæknir og sjálfstæðismaður í bænum, er hjart- anlega sammála Guðna í þeim efnum sem sést hvað best á því að Sigurjón sagðist íhuga inngöngu í Framsóknar- flokkinn ef sameiginlegt mat fram- kvæmda yrði til þess að seinka álvers- framkvæmdum. Um leið og þessi pólitísku tíðindi glöddu Guðna tók hann þeim af ró og hvatti tannlækninn til að gera sér ferð suður og kíkja upp í flokksbróður sinn forsætisráðherrann. Tannpína væri kannski ástæða aðgerðaleysis í efnahagsmálum. bjorn@frettabladid.isH venær, hvar og af hverju fólk vill vera nakið er enn einu sinni orðið deiluefni í höfuðborginni. Í gær kom borgarráð sér í þá undarlegu aðstöðu að gefa veitingastöðunum Óðali og Vegas heimild til að bjóða upp á nektardans á sama tíma og það sam- þykkti áskorun til Alþingis um að setja lög sem banna nektar- dans á Íslandi undantekningalaust. Rökin fyrir þessari afstöðu koma fram í ályktun borgarráðs, en þar segir að þverpólitísk samstaða ríki í borgarstjórn um að vinna beri gegn klámvæðingu. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi vinstri grænna segir þetta „marka stórtíðindi ef marka má fyrri umræðu hægri manna um nektardans og meint atvinnufrelsi tengt slíkri starf- semi.“ Sem er reyndar rangt hjá Svandísi, því fólkið sem telst til hægri í borgarstjórn hefur áður sýnt að það hefur mjög afmark- aða sýn þegar kemur að nekt og öðru sem tengist mögulega kynlífi annarra en þeirra sjálfra. Þetta var þegar þverpólitísk samstaða myndaðist í borgarstjórn um að fordæma fyrirhugað ráðstefnuhald fólks úr hinum alþjóðlega kynlífsiðnaði á Hótel Sögu. Hitt er rétt að ákveðinn geiri hægri fólks hefur gjarnan tekið að sér að verja málstað þeirra sem starfa í kynlífsiðnað- inum. Þar á meðal þeirra sem fást við framleiðslu á klámefni og nektarsýningum og hinna sem vilja notfæra sér þá þjónustu. Hatrömmustu andstæðingar slíkrar starfsemi eru hins vegar annar hópur af hægri væng stjórnmálanna, sem má kalla kristi- lega íhaldmenn, ásamt femínistum af vinstri kantinum. Er klám- ið eitt af tiltölulega fáum málum sem sameinar þessa hópa. Þessi svarthvíta mynd rammar ágætlega inn hvernig umræð- an um klám skiptist í tvö horn á Ísland. Annars vegar eru þeir sem berjast gegn klámi á þeim forsendum að það brjóti í bága við almennt siðgæði og/eða sé niðurlægjandi fyrir konur, og hinir sem verja það, undir merkjum frelsis einstaklingsins og andstöðu við hvers konar ritskoðun. Ef við lítum út fyrir landsteinana flækjast málin hins vegar all verulega. Ólíkt Íslandi hefur afstaðan til kláms verið djúp- stætt ágreiningsmál innan kvennréttindahreyfinga víða um heim. Óvægnust hefur baráttan sjálfsagt verið meðal banda- rískra femínista. Í þeirra hóp er að finna einhverja harðskeytt- ustu andstæðinga tilrauna til að banna kynlífstengt efni, þar sem fullorðnir og fullráða einstaklingar koma við sögu. Meðal þess sem bandarísku femínistarnir benda á er að ekkert samband sé á milli réttinda kvenna og stöðu þeirra í þjóðfélaginu og framboðs klámefnis. Þvert á móti er kvennakúgun almennt ríkjandi þar sem klámefni er harðbannað en kvenfrelsi hefur blómstrað á Vesturlöndum á sama tíma og framboð af djörfu fullorðinsefni hefur aukist. Þessi hópur femínista varar við því að lög séu sett, sem gera ráð fyrir því að konur séu fórnarlömb kynlífs, undir því yfirskini að þau séu konum til varnar og til að uppræta ósiðlega starfsemi. Slík lög þjóni hagsmunum þeirra sem vilja konur aftur í sín gömlu hefðbundnu hlutverk. Þetta eru vissulega róttæk sjónarmið hjá bandarísku femínist- unum. Hógværari, og örugglega að skapi fleiri, er sú skoðun þeirra að þegar upp er staðið er frelsi hverrar manneskju til orða og athafna heilagt svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Nektardans leyfður í Reykjavík á nýjan leik. Klám og kvenfrelsi JÓN KALDAL SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.