Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 55
FÖSTUDAGUR 29. ágúst 2008 27
UMRÆÐAN
Kristín Ómarsdóttir
skrifar um heilbrigð-
ismál
Það er gaman að fæðast inní
skemmtilegan heim.
Margt hægt að gera,
láta sig dreyma, vak-
andi og sofandi, leyfa
sér að njóta augnablikanna. Taka
á móti landsliðinu í handbolta er
það kemur heim með medalíu úr
silfri. Drengirnir aka niður
Laugaveginn á vögnum í boði
Ríkisstjórnarinnar, Alþingis og
Ráðhússins. Ungu stúlkurnar,
með barmana sætu, rjóðar og
sælar, veifa af svölum íbúðanna
sem ég ímynda mér að hafi rauð-
máluð handrit og fögur blóm í
blómapottum: Klæðast þær ekki
hvítum blússum með rauða slaufu
í hálsmálinu og dá íþróttamanns-
leg læri? Og enginn drengjanna
hefur staurfót, eða afskorið nef,
hálfa rasskinn sem betur fer því
þeir koma um langan veg af
iðgrænum friðarvöllum Ólymp-
íuleikanna. Silfurkonurnar, eigin-
konur íþróttamannanna, hafa
ekkert að óttast afþví í mann-
þrönginni sem hyllir mennina
sjást líka börn, einstæðra mæðra,
og börn draga ætíð úr lífshættu
girndarinnar; börn, hundar,
hamstrar, páfagaukar, en ekki þó
gamalmennin, því hver sem hefur
unnið á gamalmennahæli kannast
við laust blundandi erótíkina sem
þar ríkir. Erótík sem hrekkur upp
við minnsta hnjask. Ófaglært og
faglært starfsfólkið bregður sér
inná lín, að gera það, í sloppum.
Annars er veika fólkið á Íslandi
orðið leitt á að halda uppi heil-
brigðiskerfinu, þessum starfs-
vettvangi mörg hundruð manna
og kvenna: Hví þá ekki? Leitt á að
liggja í bælinu og horfa á eftir
rósrauðum vöngum, lækna og
sjúkraliða, bregða sér frá, inná
lín, að gera það, í hvítum slopp-
um. Þvílík erótík sem við þeim
blasir. Leitt á að þiggja skömm
fyrir að skapa hundruðum manna
spennandi störf sem má njóta,
í botn, á leyndardómsfullum
augnablikum. Eins og þegar
geislar síðdegissólarinnar stinga
sér niður gegnum sjúkrahús-
gluggana, baka loftið sem verður
þykkt og dulmagnað og lengja
skuggana: Langir skuggar. Enn
lengri, jafnvel langdregnir, dag-
draumar um sælu og frið,
skemmtun, líf... o.s.fr.v. - eins og
ljóðskáld Íslands segja svo fal-
lega. Það er orðið leitt á að vera
veikt og þiggja ölmusu - refsingu
– skömm fyrir:
Skamm-skamm, veiki maður.
Skamm-skamm, veika kona.
Vertu ekki með þennan aumingja-
skap. Lokaðu bara augunum og
hugsaðu:
Ég er h e i l – ég er h e i l l
– lokaðu augunum og sjáðu þig
dansa á Goldfinger eins og alheil-
brigður einstaklingur, faðmaðu
gæfu þína vinur og sjá, krafta-
verkið gerist, þú ríst uppúr bæl-
inu, þú ert heill. Svona já. Svona á
að gera það. Ekkert húk.
Þau veiku eru leið á því að vera
veik. Þau ætla í verkfall. Hætta
að taka inn lyf, yfirgefa sjúkra-
rúmin, taka leigubíl heim fyrir
klink, sem óneitanlega minnir á
medalíur, leggjast í kör og bíða
dauðans: Hins frelsandi engils,
hins óþekkta afls. Hinir krabba-
meinssjúku mæta ekki í geisla,
eða í lyfjainntöku - þeim er alveg
sama, þau ætla bara að deyja.
Hin geðhvarfasjúku hætta að
taka sín lyf og hlaupa eftir hús-
þökunum, skrúfa niður loftnetin,
brjóta rúður, öskra. Hin alnæmis-
smituðu grennast á sviphraða
eins og þegar loft hverfur úr
blöðru. Þau veiku ætla ekki að
þiggja það sem í boði er á meðan
aðför er gerð að velferðarríkinu,
örorkubótum er líkt við ölmusu,
hneisu, með vanþóknun hent í
fólk, sem afgangsmolum af borði
sem andartaki áður var þungt af
veigum, og þrýstnum höfugum
ávöxtum. Mæður á örorkubótum
hætta að gefa brjóst, leggja börn
í körfur, fara. Hvað
meira? Við þurfum
ekki að vera veik, við
getum eins dáið.
Svo svífa vagnar
sem íturvaxnir og
ósýnilegir guðir teyma
niður Laugaveg í boði
fallegrar ríkisstjórnar
og heilbrigðrar borg-
arstjórnar. Guð veri
með þeim. Guð er með
þeim. Þau sögðu í rík-
isstjórninni að eitt sinn áður
hefðu þau, eða fyrirrennarar
þeirra, tekið á móti verðlauna-
hafa, hinum meiriháttar Halldóri
Laxness þegar Gullfoss flutti
hann með nóbelsverðlaunin heim
og í Reykjavíkurhöfn. En það
voru mismæli. ASÍ og Bandalag
íslenskra listamanna skipulögðu
móttökurnar á hafnarbakkanum.
Ríkisstjórnin ákvað að skatt-
leggja ekki verðlaunaféð. Og
bæjarstjórnin sendi skáldinu
fagran blómvönd.
Medalíur hinna sjúku eru svo
mjúkar að sjúklingarnir borða
þær og skola niður með vatni. En
nú íhuga þeir að taka ekki við
fleiri verðlaunapeningum. Af
auðmýkt. Í sparnaðarskyni.
Hætta að þiggja lækningu – annað
hvort deyja eða hugsa í sig,
dreyma inní sig heilbrigðið með
áhrifamætti töfra, eins og maður
sem læknar skemmda tönn með
hugleiðslu: Þið getið átt þessi
sjúkrahús. Breytt þeim í hótel.
Við ætlum heim, leggjast í kör,
mæta dauðanum, eins og venju-
legur átjándu aldar almenningur.
Við höfum ekki áhuga á að borga
reikninga. Við höfum ekki efni á
að vera veik. Þiggjum ekki ölm-
usugjörð til þess að halda uppi
eigin hryggðarmynd, sem einnig
er spegilmynd ykkar, hinna
hraustu, ef betur er að gáð: Ruslið
sem þið forðuðuð úr draumum
ykkar. Verkfall hinna sjúku,
hinna veiku, hinna lösnu, hinna
lasburðu, er í burðarliðnum.
Hvað svo?
p.s. með litlum stöfum:
en ef þú skyldir nú deyja, elsku-
legi veiki sjúklingur, skamm,
skamm, ertu til í að tala máli
okkar við himnaföðurinn, eða
móður, ef hann er kelling. etc.
Höfundur er rithöfundur.
Hinir veiku fara í verkfall
Þau veiku eru leið á því að
vera veik. Þau ætla í verkfall.
Hætta að taka inn lyf, yfirgefa
sjúkrarúmin, taka leigubíl
heim fyrir klink, sem óneit-
anlega minnir á medalíur, og
leggjast í kör, bíða dauðans.
KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR
GÓÐUR OG SVALANDI