Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 22
22 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR „Ef við megum ekki eiga hann þá hljótum við að verða að selja hann,“ segir Svandís Svavarsdótt- ir, fulltrúi Vinstri-grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, um hlut Orkuveitunnar í Hitaveitu Suður- nesja (HS). Samkvæmt áfrýjunarnefnd samkeppnismála má Orkuveitan ekki eiga meira en 10 prósenta hlut í HS, en á nú ríflega 16 prósent og hafði samið við Hafnarfjarðarbæ um kaup á ríflega 14 prósentum í viðbót. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bæði Geysir Green Energy (GGE) og Norðurál spurt eftir hlut Orkuveitunnar. Svandís kveðst þeirrar skoðunar að orkufyrirtækin eiga að vera í almenningseigu. Kjartan Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir þessi mál hafa verið í stöðugri skoðun, hins vegar hafi menn tímann fyrir sér í þessu efni. Hann staðfestir að utanaðkomandi aðilar hafi sýnt áhuga á að eignast hlutinn, en kveður ekki tímabært að gefa um það nánari upplýsing- ar. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar segir sennilegt að fátt gerist fyrr en Hitaveita Suður- nesja hefur verið endurskipulögð. Orkuveitan og Hafnarfjarðar- bær eiga ennfremur í málaferlum vegna samnings um kaup Orku- veitunnar á hlut Hafnarfjarðar í HS. Orkuveitumenn og Hafnfirð- ingar segja hvorir um sig að fátt verði selt meðan málið sé fyrir dómstólum. - ikh KJARTAN MAGNÚSSON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Orkuveitan hlýtur að selja „Upphaflega hugmyndin var að koma okurlánurunum frá. Nú hafa þeir snúið aftur, í gervi góðgerðar- manna,“ segir Muhammad Yunus, upphafsmaður svonefndra örlána í þriðja heim- inum og handhafi friðarverð- launa Nób- els, í samtali við Spiegel. Fram kemur í umfjöllun tímaritsins að vestræn stórfyrir- tæki hafi fjárfest sem nemur tugum milljarða í örlánum undanfarin fjögur ár. Í þeim hópi eru fyrirtæki á borð við Credit Suisse, Morgan Stanley, Axa, Blackstone og Carlyle. Einnig hafa vestrænir lífeyrissjóðir fjár- fest í örlánafyrirtækjum. Þessi starfsemi hófst í Bangla- dess fyrir nokkrum áratugum. Hún gengur út á að lána fátæku fólki, einkum konum, lágar upphæðir til þess að hefja rekstur. Vextir eru heimtir af lánunum, jafnvel yfir 20 prósent, en í tilviki Yunusar, fer allur ágóði í að mæta útlánatapi og greiða kostnað. Hugmyndin er fyrst og fremst að draga úr fátækt. Nú hafa ýmsir séð í þessu gróða- von. Til að mynda er mexíkóski Compartamos-bankinn upprunninn í örlánastarfsemi. Hann var skráð- ur á hlutabréfamarkað í fyrra. Þar eru vextirnir á örlánum nálægt níutíu prósentum og hagnaður bankans yfir fimmtíu prósent. For- stjórar hans réttlæta þetta hins vegar með því að þeir þjóni hvor- um tveggja, fátækum og fjárfest- um. - ikh Okurlán til fátækra MUHAMMAD YUNUS NORDICPHOTOS/AFP Samdráttur í útflutningi og einka- neyslu í ár og á næsta ári munu leiða til mikils samdráttar í hag- vexti og aukins atvinnuleysis. Ekki mun rétta úr kútnum fyrr en á árinu 2010. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Sví- þjóðar sem birt var á miðviku- dag. Hagvöxtur í ár verður 1,7 pró- sent, í stað 2,4 prósenta sam- kvæmt spá stofnunarinnar í júní. Hagvöxtur á næsta ári verður 1,4 prósent í stað 2 prósenta, sam- kvæmt fyrri spá. Árið eftir mun hann ná 3 prósentum. Stofnunin spáir 5,9 prósenta atvinnuleysi í ár og 6,5 prósenta atvinnuleysi á næsta ári. Stofnunin telur sam- drátt og minnkandi verðbólgu gefa færi á stýrivaxtalækkun í byrjun næsta árs, en mikill þrýst- ingur er á Seðlabanka Svíþjóðar að lækka stýrivexti. Spá Hagfræðistofnunarinnar er betri en spár greiningardeilda SEB og Handelsbanken sem birt- ar voru í vikunni. Skýrsla SEB, sem sænskir fjölmiðlar segja „kolsvarta“ segir hagvöxt í ár verða 1,4 prósent og 0,9 á næsta ári. -msh Samdráttarskeið hafið í Svíþjóð Samkvæmt skýrslu Trygg- ingarsjóðs bandarískra sparifjáreigenda sem birt var á þriðjudag hefur bankakerfi landsins ekki staðið verr síðan í upphafi tíunda áratugarins, en þá gekk stærsta hrina banka- gjaldþrota í sögu Banda- ríkjanna yfir. Bandarísk stjórnvöld hafa nú nánar gætur á 117 bönkum sem óttast er að reki í þrot. Samanlagð- ar eignir þeirra nema um 78 millj- arða dollara. Þetta er mikil aukn- ing frá því í maí, þegar síðustu tölur voru birtar. Þá höfðu stjórn- völd gætur á níutíu bönkum með eignir upp á 26 milljarða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Trygg- ingarsjóðs bandarískra sparifjár- eigenda, FDIC. „Sannast sagna er niðurstaðan afleit,“ sagði Sheila Blair, yfir- maður FDIC, þegar skýrslan var kynnt, en hún sagði að enn ætti eftir að fjölga á listanum og að botninn væri ekki í sjónmáli í láns- fjárkrísunni. Þá sagðist Blair ótt- ast að sjóðir FDIC dugi ekki til að standa undir skuldbindingum ef það komi til stórra bankagjald- þrota. Að jafnaði hafa 13 prósent banka sem lenda á listanum orðið gjaldþrota. Listinn er þó hvergi nærri tæmandi. Til dæmis var Indymac, sem varð gjaldþrota í sumar, ekki á lista FDIC um banka í vandræðum. Ársfjórðungslegar skýrslur FDIC eru taldar með bestu heim- ildum um ástand bandaríska bankakerfisins sem völ er á. Þessi skýrsla er talin sýna að ástand bankakerfisins nú sé verra en nokkru sinni síðan í upphafi tíunda áratugarins, þegar síðasta gjaldþrotahrina gekk yfir. Tekjur bandarískra viðskipta- banka drógust saman um 86,5 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þá námu afskriftir 26,4 milljörðum dollara og hafa ekki verið meiri síðan 1991. Vanskil jukust um 19,6 prósent milli árs- fjórðunga, en nú nema lán sem eru meira en þrjá mánuði í van- skilum um 26,7 milljörðum doll- ara og hafa ekki verið hærri síðan 1993. Vanskil hafa aukist í hverj- um síðustu níu ársfjórðunga. Þá þykir mikið áhyggjuefni að van- skil hafa vaxið mun hraðar en afskriftarreikningar bankanna. Verðhrun hlutabréfa í fast- eignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hafa einnig haft alvarleg áhrif á bandaríska banka, því hlutabréf þeirra vega mjög þungt í eignasafni flestra við- skiptabanka. Í síðustu viku vakti Kenneth Rogoff, fyrrverandi aðalhagfræð- ingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, athygli þegar hann lýsti því yfir að fjöldi bandarískra banka ætti eftir að verða gjaldþrota á næstu árum, og að meðal þeirra yrði minnst einn stórbanki. - msh@markadurinn.is VERRA EN Á HORFÐIST Þegar ríkið tók yfir hinn gjaldþrota Indymac-banka í sumar var talið að kostnaður skattgreiðenda yrði á bilinu 4 til 8 milljarðar, en nú lítur út fyrir að hann verði nærri 9 milljarðar. MARKAÐURINN/AFP Fleiri bandarískir bankar eru í hættu Eigið fé Sparisjóðs Keflavíkur rýrnaði um meira en helming á fyrri helmingi ársins, samkvæmt hálfsársuppgjöri sem birt var í gær. Það nam 25,5 milljörðum króna um áramót, en 12 milljörðum um mitt árið. Sparisjóðurinn tapaði 10,6 millj- örðum króna eftir skatta á tíma- bilinu. Það skýrist af þróun hluta- bréfamarkaða og varúðarniðurfærslu eignasafns sjóðsins, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar munar mestu um eignir í Exista og Icebank, að sögn Geir- munds Kristinssonar sparisjóðs- stjóra. Haft er eftir honum í tilkynn- ingunni að sjóðurinn hafi undan- farin ár byggt afkomu sína á þróun fjármálamarkaða, það er verð- bréfaeign. Undanfarna mánuði hafi óhagstæðar markaðsaðstæð- ur komið niður á afkomu sjóðsins. „Miklar lækkanir á mörkuðum, verðmætarýrnun og háir stýri- vextir hafa skilað neikvæðri afkomu fyrstu sex mánuðina,“ segir hann í tilkynningunni. Eiginfjárhlutfall sparisjóðsins nam 10,31 prósenti um mitt árið. Geirmundur segir að hefðbund- in bankastarfsemi skili sjóðnum jákvæðri niðurstöðu og í áætlun- um sé gert ráð fyrir því að styrkja grunnreksturinn frekar. Síðari helmingur ársins fari vel af stað „og ef ytri aðstæður verða hag- stæðar, þá mun afkoma sparisjóðs- ins verða vel viðunandi.“ - ikh Helmings rýrnun eigin fjár Í SPARISJÓÐNUM Sparisjóður Keflavíkur tapaði hátt í ellefu milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hagnaður fasteignafélagsins Eikar nam 357 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sam- kvæmt hálfsársuppgjöri sem birt var í gær (fimmtudag). Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn tæpir tveir milljarðar króna. Velta félagsins var 806 milljónir króna, en það er 16 prósenta aukn- ing frá fyrra tímabili. Arðsemi eiginfjár var 30,2 pró- sent. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 646 milljónum og jókst um 27 prósent. Félagið sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis á höfuðborgar- svæðinu. Í fréttatilkynningu segir að þrátt fyrir samdrátt í samfélaginu og erfiða stöðu á fasteignamark- aði hafi reksturinn gengið vel. Eik er í eigu Saxbygg sem á 55 prósent og Glitnis sem á 43 pró- sent. Aðrir eigendur eiga aðeins tveggja prósenta hlut. - msh Eik hagnast um 357 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.