Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 38
Hinn 4. september opnar ný- stárleg myndlistarsýning þar sem vinirnir og listmálararnir Elínrós Eyjólfsdóttir frá Reykja- nesbæ og hinn armenski Hagop Keledjian leggja saman krafta sína. Sýningin verður í vinnustofu El- ínrósar í Selvík 3 en þar verða til sýnis myndir sem Hagop hefur málað af fjölskyldu Elínrósar auk myndanna hennar. „Þetta eru blómamyndir eftir mig, ég er al- gjör blómamálari. Svo eru það portrettmyndir eftir Hagop. Í Boston málaði hann mig og mann- inn minn. Hann kom svo hingað til Íslands í júlí og málaði mynd af dóttur minni og mömmu og pabba. Pabbi er málaður eftir ljósmynd af því að hann er dáinn. Það er bara eins og hann sé kom- inn hérna ljóslifandi á vegginn.“ Gestum og gangandi gefst kostur á að láta Hagop mála sig og sína gegn vægu gjaldi. „Hann málar bæði eftir fyrirsætum og ljósmyndum,“ segir Elínrós. „Þessi fáu verk af fjölskyldunni verða bara svona kynning á því verkefni.“ „Hann er rosalega fær mál- ari,“ segir Elínrós um Hagop sem hefur unnið til virtra verðlauna á listasviðinu. „Málverk hans eru víða á söfnum og galleríum bæði í Bandaríkjunum og gömlu Sovét- ríkjunum. Hann er einn af þeim bestu á ameríska vísu.“ Elínborg kynntist Hagop í Boston þar sem hún málaði með honum á þessu og síðasta ári. „Hagop hefur búið í Bandaríkj- unum frá árinu 1980 en þang- að kom hann í leit að betra lífi vegna slæmra aðstæðna í Armen- íu,“ segir Elínborg. Heimsókn- in nú er önnur Íslandsheimsókn Hagops en hann er heillaður af landinu og vildi fá að skoða það betur. „Hann var rosalega hrif- inn af náttúrunni enda mikið nátt- úrubarn. Listamenn hugsa stund- um öðruvísi um hlutina en aðrir því honum fannst frábært að hafa engin tré til að trufla útsýnið,“ segir Elínborg sem leynir ekki hrifningu sinni á listamanninum armenska. „Bæði er hann snill- ingur á listasviðinu en fyrst og fremst er hann ofboðslega góður maður.“ - ges Kammerpoppsveitin Hjaltalín og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar munu sam- eina krafta sína á tónleikum í Andrews Theater á gamla varnarliðssvæðinu í Keflavík. „Ég hélt að við ættum bara að vera upphitunarband en svo kom á dag- inn að við munum spila saman,“ segir Karen J. Sturlaugsson, stjórnandi Léttsveitarinnar. „Það er hefð fyrir því að Léttsveitin spili á Ljósanótt en í fyrra kom- umst við ekki vegna forfalla og ég stakk upp á því að fá Hjaltalín í staðinn. Nefndin var svo hrifin að hún vildi þróa þetta lengra. Þau höfðu samband við mig og stungu upp á þessum sameiginlegu tón- leikum en ég hélt að við myndum spila sitt í hvoru lagi.“ Hún segir Högna, söngvara og lagasmið Hjaltalín, hafa átt hug- myndina að samstarfinu. „Það var ekki fyrr en ég talaði við Högna að ég áttaði mig á því að hann væri að útsetja lögin þeirra fyrir okkur.“ Léttsveitin er skólahljóm- sveit þannig að flestir meðlimirn- ir eru á menntaskólaaldri. Karen segir að krakkarnir séu spenntir yfir samstarfinu. „Þegar ég sagði hljómsveitinni minni frá verkefn- inu þá sögðu þau bara: „Vá! Í al- vörunni!“ Þeim finnst meiri hátt- ar að spila með svona góðri og vin- sælli popphljómsveit.“ Hjaltalín er í sterkum tengslum við Reykjanesbæ en tveir úr sveit- inni koma frá bænum. Það eru þau Guðmundur Óskar bassaleik- ari og Rebekka Bryndís Björns- dóttir fagottleikari. „Rebekka var meira að segja sjálf í léttsveitinni þar sem hún spilaði á bassa. Svo var bróðir hans Guðmundar, Siggi í Hjálmum, hérna í hljómsveitinni hjá mér líka.“ Léttsveitin hefur alið af sér marga tónlistarmenn en auk þeirra Rebekku og Sigga var til dæmis Veigar Margeirsson tón- skáld lengi í sveitinni „Þetta er svona gulrót fyrir langt komna nemendur í tónlistarskólanum.“ Karen segir að krakkarnir hafi gaman af starfinu og það skilar sér greinilega í góðum árangri. - ges 29. ÁGÚST 2008 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● ljósanótt Hljómsveitin Hjaltalín vakti mikla lukku á ljósanótt í fyrra. MYND/LEÓ STEFÁNSSON Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tónlistarskóli ljósanótt á tuttugu ára afmæl- istónleikum í vor. MYND/GEIRÞRÚÐUR F. BOGADÓTTIR Léttsveitin spennt að vinna með Hjaltalín Elínrós Eyjólfsdóttir glaðbeitt í vinnustofunni sinni. MYND/VÍKURFRÉTTIR Portrett sem Hagop Keledjian málaði af foreldrum Elínrósar en faðir hennar er látinn. MYND/ VÍKURFRÉTTIR Erlendur meistari málar portrettmyndir hérlendis 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.