Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 38
Hinn 4. september opnar ný-
stárleg myndlistarsýning þar
sem vinirnir og listmálararnir
Elínrós Eyjólfsdóttir frá Reykja-
nesbæ og hinn armenski
Hagop Keledjian leggja saman
krafta sína.
Sýningin verður í vinnustofu El-
ínrósar í Selvík 3 en þar verða til
sýnis myndir sem Hagop hefur
málað af fjölskyldu Elínrósar
auk myndanna hennar. „Þetta eru
blómamyndir eftir mig, ég er al-
gjör blómamálari. Svo eru það
portrettmyndir eftir Hagop. Í
Boston málaði hann mig og mann-
inn minn. Hann kom svo hingað
til Íslands í júlí og málaði mynd
af dóttur minni og mömmu og
pabba. Pabbi er málaður eftir
ljósmynd af því að hann er dáinn.
Það er bara eins og hann sé kom-
inn hérna ljóslifandi á vegginn.“
Gestum og gangandi gefst
kostur á að láta Hagop mála sig
og sína gegn vægu gjaldi. „Hann
málar bæði eftir fyrirsætum
og ljósmyndum,“ segir Elínrós.
„Þessi fáu verk af fjölskyldunni
verða bara svona kynning á því
verkefni.“
„Hann er rosalega fær mál-
ari,“ segir Elínrós um Hagop sem
hefur unnið til virtra verðlauna á
listasviðinu. „Málverk hans eru
víða á söfnum og galleríum bæði
í Bandaríkjunum og gömlu Sovét-
ríkjunum. Hann er einn af þeim
bestu á ameríska vísu.“
Elínborg kynntist Hagop í
Boston þar sem hún málaði með
honum á þessu og síðasta ári.
„Hagop hefur búið í Bandaríkj-
unum frá árinu 1980 en þang-
að kom hann í leit að betra lífi
vegna slæmra aðstæðna í Armen-
íu,“ segir Elínborg. Heimsókn-
in nú er önnur Íslandsheimsókn
Hagops en hann er heillaður af
landinu og vildi fá að skoða það
betur. „Hann var rosalega hrif-
inn af náttúrunni enda mikið nátt-
úrubarn. Listamenn hugsa stund-
um öðruvísi um hlutina en aðrir
því honum fannst frábært að hafa
engin tré til að trufla útsýnið,“
segir Elínborg sem leynir ekki
hrifningu sinni á listamanninum
armenska. „Bæði er hann snill-
ingur á listasviðinu en fyrst og
fremst er hann ofboðslega góður
maður.“ - ges
Kammerpoppsveitin Hjaltalín
og Léttsveit Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar munu sam-
eina krafta sína á tónleikum
í Andrews Theater á gamla
varnarliðssvæðinu í Keflavík.
„Ég hélt að við ættum bara að vera
upphitunarband en svo kom á dag-
inn að við munum spila saman,“
segir Karen J. Sturlaugsson,
stjórnandi Léttsveitarinnar. „Það
er hefð fyrir því að Léttsveitin
spili á Ljósanótt en í fyrra kom-
umst við ekki vegna forfalla og
ég stakk upp á því að fá Hjaltalín
í staðinn. Nefndin var svo hrifin
að hún vildi þróa þetta lengra. Þau
höfðu samband við mig og stungu
upp á þessum sameiginlegu tón-
leikum en ég hélt að við myndum
spila sitt í hvoru lagi.“
Hún segir Högna, söngvara og
lagasmið Hjaltalín, hafa átt hug-
myndina að samstarfinu. „Það var
ekki fyrr en ég talaði við Högna að
ég áttaði mig á því að hann væri að
útsetja lögin þeirra fyrir okkur.“
Léttsveitin er skólahljóm-
sveit þannig að flestir meðlimirn-
ir eru á menntaskólaaldri. Karen
segir að krakkarnir séu spenntir
yfir samstarfinu. „Þegar ég sagði
hljómsveitinni minni frá verkefn-
inu þá sögðu þau bara: „Vá! Í al-
vörunni!“ Þeim finnst meiri hátt-
ar að spila með svona góðri og vin-
sælli popphljómsveit.“
Hjaltalín er í sterkum tengslum
við Reykjanesbæ en tveir úr sveit-
inni koma frá bænum. Það eru
þau Guðmundur Óskar bassaleik-
ari og Rebekka Bryndís Björns-
dóttir fagottleikari. „Rebekka var
meira að segja sjálf í léttsveitinni
þar sem hún spilaði á bassa. Svo
var bróðir hans Guðmundar, Siggi
í Hjálmum, hérna í hljómsveitinni
hjá mér líka.“
Léttsveitin hefur alið af sér
marga tónlistarmenn en auk
þeirra Rebekku og Sigga var til
dæmis Veigar Margeirsson tón-
skáld lengi í sveitinni „Þetta er
svona gulrót fyrir langt komna
nemendur í tónlistarskólanum.“
Karen segir að krakkarnir hafi
gaman af starfinu og það skilar
sér greinilega í góðum árangri.
- ges
29. ÁGÚST 2008 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● ljósanótt
Hljómsveitin Hjaltalín vakti mikla lukku á ljósanótt í fyrra. MYND/LEÓ STEFÁNSSON
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tónlistarskóli ljósanótt á tuttugu ára afmæl-
istónleikum í vor. MYND/GEIRÞRÚÐUR F. BOGADÓTTIR
Léttsveitin spennt að
vinna með Hjaltalín
Elínrós Eyjólfsdóttir glaðbeitt í vinnustofunni sinni. MYND/VÍKURFRÉTTIR
Portrett sem Hagop Keledjian málaði af
foreldrum Elínrósar en faðir hennar er
látinn. MYND/ VÍKURFRÉTTIR
Erlendur meistari málar
portrettmyndir hérlendis
2