Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 56
28 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Jón Baldvin Hanni- balsson skrifar um þróunarhjálp Þótt þær fjárhæðir, sem hinir ríku Íslend- ingar láta af hendi rakna til þróunaraðstoðar við fátækar þjóðir á fjárlög- um ár hvert séu svo smáar, að þær mælist varla í alþjóðlegum samanburði, hafa Íslendingar samt sem áður leitast við að leggja eitthvað af mörkum til þró- unarhjálpar á undanförnum ára- tugum. Einkum hafa Íslendingar látið til sín taka í Afríku (t.d. í Namib- íu, Malaví og Mosambique, Uganda og víðar), en einnig í Mið- Ameríku (t.d. í Nikarakva og El Salvador). Við höfum helst reynt að beita okkur á sviðum þar sem við búum yfir umtalsverðri reynslu og sérþekkingu: Í sjávar- útvegi og við nýtingu jarðvarma til hitaveitu eða orkuframleiðslu. Til þess að stýra þessari þróun- araðstoð rekum við stofnun sem heitir Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ, en á ensku ICEIDA) og heyrir undir utanríkisráðu- neytið. Hvað er starfsfólk ÞSSÍ að gera? Er þeim takmörkuðu fjármunum, sem eru til ráðstöf- unar, vel varið? Hefur þróunarað- stoð Íslendinga á undanförnum áratugum skilað sýnilegum og mælanlegum árangri? Berfætlingar á skólabekk Eftir að hafa náð góðum árangri í Namibíu við sjómannafræðslu, fiskileit og fiskveiðar og að ein- hverju leyti við markaðssetn- ingu sjávarafurða (sem nú skilar Namibíumönn- um næstmestum útflutn- ingstekjum á eftir dem- öntum), var ákveðið að efna til samstarfs af sama tagi við Malaví. Sú aðstoð snýst um leit að og mælingu á fiski- stofnum í Malaví-vatn- inu, rannsóknir á lífríki vatnsins, leit að nýjum fiskimiðum á meira dýpi en með ströndum fram og tilraunir með ný veiðarfæri. Heimamenn hafa stundað veiðar á vatninu frá örófi alda í sjálfsþurftarbúskap. Hvort tveggja, skipakostur og veiðarfæri, geta vart verið frum- stæðari: Eintrjáningur með lítið kastnet, enda aflinn eftir því. Ef það tækist að koma Malavímönn- um upp á sama tæknistig við veiðar, vinnslu og markaðssetn- ingu sjávarafurða og Namibíu- mönnum, væri það stórt skref fram á við í efnahagsþróun lands- manna. Annað svið sem Íslendingar hafa látið til sín taka á, er bygg- ing grunnskóla og námskeiðahald til fræðslu fullorðinna, til þess að útrýma ólæsi. Íslendingar hafa byggt eða endurreist um tuttugu grunnskóla í því héraði við vatnið þar sem ÞSSÍ er starfandi. Rekst- ur skólanna er hins vegar í hönd- um skólayfirvalda heimamanna. Heimsókn í nokkra þessara skóla verður okkur Bryndísi ógleym- anleg. Sjálfar byggingarnar voru hreinar og aðlaðandi. En þegar komið var inn í sjálfa skólastof- una lá við að okkur féllust hend- ur. Kennarinn – oftast nær kona – stóð frammi fyrir 90-120 ber- fætlingum í bekkjardeild. Þarna var ekkert rafmagn, engar síma- línur og þ.a.l. engar tölvur. Það var m.a.s. skortur á bréfsefni og skriffærum. Ljós í myrkri Á þessum tíma árs er hávetur í trópísku Afríku og myrkrið skell- ur á um sexleytið síðdegis. Og þvílíkt svartamyrkur þótt stjörnuskari á himni lýsi upp svartnættið þegar himinn er heið- skír. Þá er ekkert ljós til að lesa við. En íslenskir aðilar (Fjöl- brautaskóli Suðurnesja) eru að gera tilraun með sólarorkupanel sem dugir til ljósa fyrir bókasafn- ið. Þar geta afrískir bókaormar lesið fram á nótt í bókum sem eru að stórum hluta gjöf frá börnun- um í Mýrarhúsaskóla, sem að sögn söfnuðu fyrir bókagjöf. Fyrir tveimur áratugum stóð í opinberum skýrslum að einungis 4% kvenna í Malaví væru læs og skrifandi. Þetta skólastarf, sem ÞSSÍ hefur gert mögulegt, mun áreiðanlega breyta því. Íslendingar hafa líka byggt sveitasjúkrahús, sem er í sam- starfi við héraðssjúkrahús þessa landshluta. Þar var fylgt sömu stefnu um það að afhenda sjúkra- húsið heimamönnum til rekstrar, þótt íslenskir læknar sinni þar ráðgjafar- og eftirlitshlutverki. Vandamálin sem við er að fást varðandi heilsugæslu og umönn- un sjúkra í landi hinna snauðu eru hrollvekjandi. Ásóknin er yfir- þyrmandi. Það eru ekki þrír sjúk- lingar um hvert herbergi heldur um hvert rúmstæði. Í sjúkrahús- inu er hvorki eldhús né mötu- neyti, svo að ættingjar sjúklinga elda fyrir þá hver í sínu horni. Af þessu hlýst óviðráðanlegur óþrifnaður, svo að öðru hverju þarf að afeitra sjúkrahúsið af kakkalökkum og annarri óværu. Að bjarga því sem bjargað verður Hvernig á að gefa blóð ef annar hver maður er grunaður um að vera alnæmissmitaður? Hvernig er hægt að bjarga mannslífum án aðgangs að blóðbanka? Hvernig er hægt að halda sjúkrahúsi hreinu án þvottahúss? Hvernig er hægt að bjarga malaríusjúklingum án lyfja? Á sama tíma og velmenntað- ir læknar frá Malaví setjast að í London og Chicago, reyna lækna- tæknar (með ca. tveggja ára nám að baki) og lífsreyndar konur að bjarga því sem bjargað verður. En í landi vannæringar og jafnvel hungurs, malaríu og eyðni, blaktir mannlífið á veiku skari. Barnadauðinn er skelfilegur og lífslíkurnar tæpar. Afleiðingarnar blasa við í allri sinni eymd á göng- um sjúkrahússins. Hvað getur einn læknir gert á meðan ekki er ráðist að rótum vandans? Ræturnar liggja djúpt í hinu hefðbundna ætt- bálkasamfélagi Afríkumanna og verður ekki breytt skyndilega með neinum töfralausnum. Hefðbund- inn hugsunarháttur er á þá leið að það þurfi að hlaða niður fjölda barna af því að þau deyja svo mörg við fæðingu eða á barnsaldri. Það er ekki langt síðan að þetta var ríkjandi hugsunarháttur okkar Íslendinga líka. Hugsunarháttur af þessu tagi breytist ekki fyrr en með iðnþróun og borgarvæðingu, sem tekur sinn tíma. En eitt er víst: Leiðin út úr víta- hring örbirgðarinnar er vörðuð skólagöngu, menntun og réttum upplýsingum um orsakir sjúkdóma og vannæringar. Það þarf að fjár- festa í fólki. Til þess duga ekki markaðslausnir einar sér. Reynsla allra þeirra þjóða sem brotist hafa út úr vítahring örbirgðarinnar til bjargálna á seinustu þrjú hundruð árum eða svo er sú, að ríkisvaldið hafi veigamiklu hlutverki að gegna. En það getur því aðeins gerst að ríkisvaldið búi við stöðugt aðhald af upplýstu lýðræði. Að ráðast að rótum vandans ÞSSÍ er líka að reyna að ráðast að rótum vandans. Það snýst um vatnsbóla- og hreinlætisverkefni stofnunarinnar við Apavatn (Monkey Bay). Verkefnið snýst um að grafa fyrir grunnum og byggja vatnsból í a.m.k. 150 þorp- um og bora fyrir vatni á allt að þrjátíu stöðum uppi í fjöllum þar sem lengra er niður á grunnvatn- ið. Þar að auki á að koma upp stöðluðum salernum með hrein- lætisaðstöðu á jafnmörgum stöð- um. Öllu þessu á að koma í verk fyrir upphaf regntímans í desem- ber n.k. þegar allt fer á kaf í vatnselg. Af hverju er þetta svona mikil- vægt? Það er vegna þess að mörg mannanna mein í þorpum Afríku eiga rætur að rekja til þess að fólkið á ekki lengur aðgang að hreinu vatni. Í stað þess að vera lífsins lind er óhreint yfirborðs- vatn oft þvert á móti gróðrarstía smitsjúkdóma. Moskítóan sem breiðir út malaríuna þrífst í kyrr- stæðu og göróttu vatni, sem og tse-tse flugan, sem gerir mörg ræktarlegustu héruð Afríku óbyggileg mönnum vegna sjúk- dómsfaraldra sem hún breiðir út. Kóleran, sem gýs upp með fárra ára millibili og strádrepur fólk eins og flugur þrífst í þessu sama umhverfi. En hvers vegna gera stjórnvöld í Malaví ekkert í mál- inu? Ein skýringin er sú að sjálfs- þurftarbúskapur þorpsbúa leifir engu umfram lífsnauðsynjar til þess að borga skatta. U.þ.b. 60% af fjárlögum ríkisins í Malaví er að sögn gjafafé. En Íslendingar hafa hingað til fylgt skynsam- legri aðferðafræði í sinni þróun- arhjálp. Við leggjum ekki fram fé inn í fjárlög viðtökuríkisins og freistum því ekki þjófanna sem þar kunna að liggja á fleti fyrir. Þvert á móti. Við krefjumst þess að stjórnvöld í Malaví leggi fram fjármuni, þótt í litlum mæli sé, í okkar samstarfsverkefni, þannig að þau telji sig líka bera einhverja ábyrgð á framkvæmdinni. Varðandi vatnsbólin er þess krafist að heimamenn leggi fram mannskap við að grafa fyrir brunnum og steypa upp vatnsból, enda verða þeir sjálfir að bera ábyrgð á viðhaldi mannvirkisins í framtíðinni. Það er því ekkert gefið nema því aðeins að viðtakendur sýni einhvern lit á eigin framtaki á móti. Þetta er rétt stefna. Það ber að halda fast við hana, hvað svo sem líður tískusveiflum í hug- myndum um að viðtakendur þró- unarhjálpar eigi sjálfir að taka við fénu og bera ábyrgð á fram- kvæmdinni. Það hefur ekki gefist vel. Tilgangur þróunarhjálpar er að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft, en ekki að venja menn við að verða til frambúðar háðir ölm- usugjöfum. Höfundur dvaldist í Malaví í júlímánuði og kynnti sér þróunar- aðstoð Íslendinga í landinu af eigin reynd. Ísland í Afríku SKÓLASTARF Í MALAVÍ Kennarinn stóð frammi fyrir 90-120 berfætlingum í bekkjardeild. Þarna var ekkert rafmagn, engar símalín- ur og þar af leiðandi engar tölvur og skortur á bréfsefni og skriffærum, segir í greininni. NORDICPHOTOS/GETTY Vandamálin sem við er að fást varðandi heilsugæslu og umönnun sjúkra í landi hinna snauðu eru hrollvekjandi. Ásóknin er yfirþyrmandi. Það eru ekki þrír sjúklingar um hvert herbergi heldur um hvert rúmstæði. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON FÖSTUDAGUR 29.ÁGÚST Budvar kynnir dagskrána i dag • kL 12.15 Ingólfsnaust – Hádegisjazz í Ingólfsnausti. Frítt • kL 18 Iðnó /uppi – JAZZ QUIZ! Frítt Hvenær veit maður eitthvað um jazz og hvenær veit maður ekkert um jazz? Er nauðsynlegt að vita eitthvað um jazz? Vernharður Linnet og Pétur Grétarsson hafa sett saman spurningalista sem lið jazzleikara og jazzáhugamanna spreyta sig á. Ótrúleg verðlaun í boði. • KL 20 Fríkirkjan – Mógil / Theo Bleckman solo Kr2500 Söngkonan Heiða Árnadóttir og félagar hennar hafa sérstök tengsl við timburkirkjur stórar sem smáar og þess vegna er Fríkirkjan tilvalin fyrir tónleika þeirra. Plata Mógil kemur út á Radical Duke merkinu í sumar. Heiða Árnadottir söngur, Ananta Roosens fiðla og söngur, Hilmar Jensson gítar og Joachim Badenhorst klarinettur og saxófónar. Theo Bleckman er samkvæmt erlendu pressunni nýfallinn af himnum ofan. Tónlist hans er allt í senn viðkvæm og ágeng, á gömlum merg og utan úr óravíddum, en umfram allt: “ávallt í tengslum við hlustandann.” • KL 22 Organ – Jóel Pálsson Varp, Tríó Ómars Guðjónssonar: Fram af Kr2200 Tveir glæsilegustu (og best klæddu) fulltrúrar íslenskrar jazztónlistar leiða hljómsveitir sínar í gegnum skemmtileg lög og ófyrirsjáanlegan spuna. Jóel vann Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu sína Varp 2006 og nýjasta plata Ómars var að koma út, en þar fer hann fram af brúninni með tríói sínu. Nokkrir af bestu jazztónlistarmönnum landsins skipa hljómsveitir þessarra heiðursmanna. Hilmar Jensson, Davíð Þór Jónsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Matthías Hemstock, Þorgrímur Jónsson. • KL 23 Bítbox á Glaumbar. Jam Session Frítt N O R R Æ N A H Ú S I Ð V O N A R S A L U R IÐ N Ó F R ÍK IR K J A N H Á S K Ó L A B ÍÓ N A S A F R ÍK IR K J A N REYKJAVÍK G L A U M B A R G L A U M B A R V O N A R S A L U R IN G Ó L F S N A U S T H Á S K Ó L A B ÍÓ w w w .m id i.is PO RT h ön nu n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.