Fréttablaðið - 29.08.2008, Síða 78

Fréttablaðið - 29.08.2008, Síða 78
50 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. sælgæti, 6. samanburðarteng- ing, 8. fornafn, 9. þukl, 11. gelt, 12. kompa, 14. leiðsla, 16. hola, 17. utan, 18. drulla, 20. tveir eins, 21. traðkaði. LÓÐRÉTT 1. viðartegund, 3. umhverfis, 4. peningagræðgi, 5. af, 7. saumspor, 10. forað, 13. rotnun, 15. sálar, 16. margsinnis, 19. kyrrð. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. en, 8. mér, 9. káf, 11. gá, 12. klefi, 14. snúra, 16. op, 17. inn, 18. for, 20. dd, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. tekk, 3. um, 4. fégirnd, 5. frá, 7. nálspor, 10. fen, 13. fúi, 15. anda, 16. oft, 19. ró. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Um fjörutíu þúsund manns. 2 Langholtskirkju. 3 Arnór Sighvatsson. „Ég er mikið í því að tala í sím- ann og hitta fólk í vinnunni svo ég næ nú ekki að hlusta á mikið. Þegar ég er í bílnum á leiðinni á fundi hlusta ég hins vegar á Red Hot Chili Peppers og hækka það í botn. Þá er ég rétt stemmdur fyrir fundina – svolítið rokk í manni, eins og þarf að vera á þessum síðustu og verstu.“ Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. Margrét Erla Maack mun ganga til liðs við Óla Palla og aðra Popp- landsmeðlimi á næstunni. „Ég er nú enn þá að átta mig á þessu, ég var bara að fá að vita þetta sjálf,“ segir Margrét Erla og hlær við, en hún hefur starfað sem skrifta hjá Evu Maríu Jónsdóttur í Sjónvarp- inu frá því í janúar. Margrét fór fyrst í prufu í apríl og aftur nú í ágúst og hefur aðdragandinn því verið nokkuð langur. „Óli hringdi í mig og sagðist vera með góðar fréttir og slæmar og spurði hvorar ég vildi heyra fyrst. Ég valdi þær slæmu og þá sagði hann mér að á hverri sekúndu deyr eitt barn í heiminum úr hungri. Þær góðu væru hins vegar að þeir vildu fá mig í Poppland. Maður vogar sér varla að kætast,“ segir hún bros- andi. Þótt Margrét hafi kannski ekki stefnt markvisst að starfi í útvarpi síðustu ár liggur það þó ansi beint við. „Ég hef mikinn áhuga á tónlist og hef verið að vinna sem plötusnúður í tvö ár. Ég hef samt lítið verið að tala ofan í tón- listina, svo það verður nýtt fyrir mér,“ útskýrir hún. „Reyndar hef ég eiginlega enn meiri áhuga á karaókí, en ég ætla mér nú samt ekki að fara að koma upp einhverju karaókíhorni í Popplandi … ekki strax,“ segir hún og hlær við. Fyrir utan tónlistina hefur Mar- grét einnig brennandi áhuga á magadansi, sem hún kennir einmitt í Kramhúsinu. „Maður nálgast kannski tónlistina á aðeins annan hátt sem dansari en tónlistarspek- úlant. Það gæti verið ný vídd í Popplandinu, þó ég komi nú kannski ekki með egypsku magadanstón- listina alveg strax,“ segir Margrét hugsi. - sun Færir Popplandi karaókí NÝR POPPLANDSBÚI Margrét Erla Maack gengur til liðs við Popplandsbúa á næstunni. Hún hefur starfað sem skrifta, plötusnúður og magadanskennari upp á síðkastið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég lét alla vega hálsinn standa upp úr hálsmálinu,“ segir Ásgeir Jónsson aðspurður hvort hann hafi ekki örugglega gert sitt besta. Í kjölfar velgengni íslenska landsliðsins í handbolta hefur eitt best geymda leyndarmál poppsög- unnar hvískrast út. Valgeir Guð- jónsson söng hástöfum lagið Gerum okkar besta fyrir þátttöku landsins á Ólympíuleikunum 1988 í Seoul ásamt íslenska landsliðinu. Eða var íslenska landsliðið jafn illa fjarri góðu gamni í laginu og á leikunum sjálfum það árið? Sagan segir að tökurnar með landsliðinu hafi ekki verið nothæfar þegar til kom að setja lagið saman og hafi Ásgeir, sem er forsöngvari Bara- flokksins frá Akureyri, haldið uppi söngnum sem glymur á bak við Valgeir: „Við gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar besta …“ Og Þorgils Óttar Mathiesen, Kristján Arason, Alfreð Gíslason, Valdimar Gríms- son og félagar hafi lítið lagt til málanna. Eða öllu heldur söngs- ins. „Þetta er ekki alls kostar rétt,“ segir Tómas Tómasson sem pró- dúseraði lagið. Hann var þá að vinna í Stúdíó Sýrlandi ásamt Ásgeiri sem þar var hljóðupptöku- maður. Tómas stýrði upptökum á laginu „Gerum okkar besta“. Og kom sér oft vel að hafa Ásgeir við höndina. „Kórinn er þarna. Og öskrin í byrjun og það allt er kórs- ins. En … jú, það var gripið til þess að láta Ásgeir syngja með. Það eru þarna einir tíu til tólf Ásgeirar í kórnum,“ segir Tómas. Hann segir svo að þegar kór handboltakapp- anna var tekinn upp hafi aðstæður verið slæmar. Þeir höfðu aðeins tvo tíma til að taka kórinn upp, sem var á hraðferð. „Aðstæður voru ekki eins og æskilegt hefði verið. Svo var landsliðið flogið út daginn eftir og við urðum að klára lagið í hendingskasti. Þannig að Ásgeir söng nokkrar raddir með en við náttúrulega blönduðum landsliðinu með. Þetta voru aðstæður sem þurfti að bjarga með illu eða góðu og við kusum að gera það með góðu,“ segir Tómas og kímir. jakob@frettabladid.is TÓMAS TÓMASSON: ÞAÐ ERU TÍU TIL TÓLF ÁSGEIRAR Í KÓRNUM Maðurinn sem hélt lands- liðinu á floti í söngnum SLAGARINN TEKINN UPP Íslenska landsliðið í handbolta söng kórinn í Gerum okkar besta fyrir tuttugu árum og naut aðstoðar Ladda sem er fremst á myndinni. Nú hefur komið í ljós að söngur landsliðsmannanna var vart nothæfur. Fyrir miðri mynd er Guð- mundur Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfari. Ásgeir Jónsson, hljóðupptökumaður og söngvari Baraflokksins, til hægri, söng einar tíu eða tólf raddir í kór landsliðsins í laginu Gerum okkar besta. Stórskyttan og kyntröllið Logi Geirsson vakti óskipta athygli í miðborg Reykjavíkur á miðviku- dagskvöldið. Logi skemmti sér í góðra vina hópi á Vegamótum enda nógu að fagna; fyrr um daginn höfðu 40 þúsund Íslending- ar hyllt hann og strákana okkar á Arnarhóli og síðar hafði hann tekið á móti fálkaorðu úr hendi Ólafs Ragnars Grímsson- ar, forseta Íslands. Gestir Vegamóta fengu einmitt Loga í fullum skrúða, með silfur-medalíuna um hálsinn og fálkaorð- una á bringunni. Af alkunnu viðmóti sínu lét Logi sig ekki muna um að leyfa gestum að handleika báða grip- ina og máta þá á sér. Og meira af strákunum okkar. Frægt er orðið að markmaðurinn, Björgvin Páll Gústavsson, leggur stund á nám í bakaraiðn meðfram handboltanum. Á vef Samtaka iðnaðarins kemur fram að dreng- urinn hafi í vor gert sér lítið fyrir og verið hæstur allra á sveinsprófinu í þeirri grein. Jói Fel, lærimeistari Björgvins, ber honum vel söguna og segir að hann sé einn af betri bakaranemum sem hann hafi séð. Jói segir að mikil eftirsjá verði að Björgvini þegar hann fer í atvinnu- mennsku í haust. Ástin blómstrar á Facebook-vef- samfélaginu. Þar geta áhugasamir nú séð að leikskáldið og fyrrum blaða- maðurinn Símon Örn Birgisson og söngkonan Jar- þrúður Karlsdóttir hafa opinberað samband sitt. -hdm/sm FRÉTTIR AF FÓLKI „Mér var boðin þyrla til að sækja mig en ég afþakkaði það. Á endan- um tóku konan mín og fólkið sem var með okkur byrðarnar af mér og við gengum til byggða,“ segir Sig- urjón M. Egilsson, ritstjóri Mann- lífs, sem varð fyrir því óláni að ökklabrotna í gönguferð í ítölsku ölpunum um síðustu helgi. Sigurjón segir að óhappið hafi orðið á síðasta degi gönguferðar- innar. „Við fórum nokkur út úr aðal- hópnum um gönguslóð sem hafði ekki verið gengin mjög lengi. Við vorum fimm Íslendingar og einn Ítali í hóp og hann gekk fremstur en ég á eftir honum. Óhappið varð þegar við gengum einstigi en yfir það lágu þyrnirunnar svo við sáum ekki slóðann undir. Ég virðist hafa gengið nær brúninni en Ítalinn því þegar ég stíg niður þá vantar bara klöppina fyrir neðan mig. Sem betur fer tókst mér að setja vinstri fótinn á lítinn trjástubb og náði að spyrna í hann til að stoppa mig. Ég rann tvo eða þrjá metra niður hlíðina, en fyrir neðan var stórgrýttur árfar- vegur.“ Of bratt var til að samferðamenn- irnir gætu komist til hans. „Ég ris- paðist mjög mikið og það lak úr mér blóð svo þetta leit ekki mjög vel út fyrir samferðafólkið mitt. Sem betur fer gátu þau togað mig upp með því að notast við göngustafina mína,“ segir Sigurjón sem kann samferðamönnum sínum bestu þakkir fyrir skjót og góð viðbrögð. Sigurjón er vel þjálfaður göngu- garpur og lét sig ekki muna um að ganga til byggða eftir að hafa feng- ið smávegis aðhlynningu. Reyndar komst hann ekki að því að hann væri ökklabrotinn fyrr en til Íslands var komið á þriðjudag. Hann verður í gifsi í sex vikur hið minnsta. Sig- urjón lætur eymslin ekki halda sig frá vinnu, hann leggur nú lokahönd á nýtt tölublað Mannlífs þar sem meðal annars verður fjallað um West Ham-ævintýri Eggerts Magn- ússonar. „Ég er búinn að vera að skrifa í allan dag, ligg bara með tölvuna uppi í rúmi,“ segir ritstjór- inn sem er harðákveðinn í að fara aðra gönguferð um ítölsku alpana að ári. - hdm Ritstjóri ökklabrotnaði í ítölsku ölpunum ÖKKLABROTINN RITSTJÓRI Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Mannlífs, vinnur heiman frá sér þessa dagana eftir að hafa ökklabrotnað í gönguferð í ítölsku ölpunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.