Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 80
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Í dag er föstudagurinn 29. ágúst, 242. dagur ársins. 6.02 13.29 20.53 5.40 13.13 20.44 Það var klippt á borða þegar mamma og pabbi komu með mig heim af fæðingardeildinni. Ég man náttúrulega ekkert eftir þessu en systur mínar strengdu borða milli tveggja staura og stóðu heið- ursvörð við afleggjarann heima með eldhússkærin til reiðu. Borð- inn var klipptur og rauði Volvóinn með hvítvoðunginn innanborðs ók hægt í gegn. Viðstaddir segja mér að þetta hafi verið ákaflega hátíð- leg stund og lengi vel stóð ég í þeirri meiningu að fáir hefðu feng- ið konunglegri móttökur á íslenskri grund. Nú held ég hins vegar að þetta atvik norður í landi sem aðeins sex einstaklingar (þar af einn sofandi) urðu vitni að hafi loksins verið toppað. SÚ SJÓN sem blasti við vegfar- endum í miðborg Reykjavíkur á miðvikudag, þegar strákarnir okkar sneru heim frá Peking, var klikkuð og krúttleg í senn. Það var tilkomumikið að sjá flugvélina nálgast með þennan dýrmæta farm, sleikja húsþök gamalla bárujárnshúsa í höfuðborg á hjara veraldar og lenda svo mjúklega á Reykjavíkurflugvelli. Slík sýn dugar jafnvel til þess að réttlæta veru flugvallarins í Vatnsmýrinni um alla framtíð. Í fyrstu minnti þetta á stundina, fyrir tæpum tíu árum, þegar Keikó kom heim nema núna var allt miklu stærra og flott- ara. Rauður dregill, fálkaorður, tárvotir hvarmar, ráðherrakossar og þjóðhátíð í miðbænum. Borðinn sem klippt var á við heimkomu mína um árið bliknar í saman- burði. HEIMKOMUNNI glæsilegu fylg- ir þó dálítill tregi. Veislan er á enda. Hetjurnar komnar heim með silfurpeningana sína, landinn búinn að þvo af sér áhorfendasvitann og allt fellur aftur í sama hversdags- lega horfið. Ég óttast að það séu eintóm leiðindi fram undan, ekkert til að hlakka til og ekkert fyrir þjóðina að sameinast um. Í stað hressilegra frétta af gengi strák- anna fyllast fjölmiðlarnir á ný af umfjöllun um efnahagsástandið og borgarstjórastólinn. Það er freist- andi að sökkva í þunglyndi. Meira að segja sumarið er á enda. NEMA við tileikum okkur jákvæðnina sem fyrirliðinn kenndi okkur og segjum bara *bíb* þegar kreppuna eða skammdegið ber á góma. Það virkaði vel á vellinum. Trúin var slík að liðið varð að hálf- gerðu náttúruafli. Það hætti meira að segja að rigna um leið og kapp- arnir stigu til jarðar á Reykjavíkur- flugvelli. Það fannst mér flottast í þessu öllu saman. Fálkaorðuna geta nær allir öðlast en það er ekki á margra færi að stöðva rigning- una. Heimkoman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.