Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 58
30 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is BANDARÍSKI LEIKARINN ELLIOT GOULD ER 70 ÁRA Í DAG. „Vandamál mitt var að ég varð þekktur, áður en ég þekkti sjálfan mig.“ Elliot Gould á langan og farsælan leikferil að baki. Hann hefur leik- ið í myndum á borð við M*A*S*H, The Long Goodbye, American His- tory X og Ocean´s Thirteen. Hann er einnig þekktur fyrir leik sinn sem Jack Geller í Friends-þáttun- um, faðir Monicu og Ross. Þennan dag árið 1885 fékk Gottlieb Daimler einka- leyfi á hönnun sína, fyrsta mótorhjólið í heiminum. Uppfinningamaðurinn Gottlieb Daimler og við- skiptafélagi hans, Wilhelm Mayback, áttu sér þann draum að hanna litla, hrað- skreiða vél sem hægt væri að koma fyrir í hvers konar farartækjum. Árið 1885 hönnuðu þeir blöndung sem blandaði bensíni með lofti svo hægt var að nýta það sem eldsneyti. Sama ár útbjuggu þeir mjög netta, eins hestafls vél. Stimpillinn í henni var láréttur og slag- rýmið hundrað kúbiksentímetrar. Vélin fékk nafn- ið Standuhr eða Grandfathers Clock því Daimler fannst vélin helst líkjast gamalli pendúlklukku. Daimler setti litla útgáfu af þessari vél í tréhjól og hannaði þannig fyrsta mót- orhjólið. Félagi hans, May- bach, keyrði hjólið þrjá kílómetra meðfram ánni Neckar og náði hann tólf kílómetrum á klukkustund. Ári síðar settu þeir vél í póstvagn og bát og urðu þekktir fyrir hönnun sína á Grandfathers Clock-vélinni. Árið 1890 stofnuðu þeir félagar fyrirtækið Daimler Motoren Gesellschaft, eða DMG. Þeir seldu sinn fyrsta bíl árið 1892. Tuttugu og tveim- ur árum síðar gerði DMG langvarandi samning við bílafyrirtækið Karl Benz´s Benz & Cie. Seinna sameinuðust fyrirtækin tvö og úr varð Daimler- Benz Ag. ÞETTA GERÐIST: 29. ÁGÚST 1885 Einkaleyfi fæst á fyrsta mótorhjólið MERKISATBURÐIR 1862 Akureyri fær kaupstaðar- réttindi. 286 manns búa í bænum. 1898 Dekkjafyrirtækið The Goodyear stofnað. 1910 Fyrsti keisaraskurður- inn gerður í Reykjavík þar sem bæði móðir og barn lifa. 1914 Ráðherra gefur út fyrir- skipanir til tryggingar hlut- leysi landsins í „ófriði milli erlendra ríkja“. 1945 Bygging Þjóðminjasafns- ins við Hringbraut hefst. 1948 Baldur Möller lögfræð- ingur verður skákmeist- ari Norðurlanda, fyrstur Ís- lendinga. 1971 Kirkjan að Breiðabólstað á Skógarströnd brennur til kaldra kola. AFMÆLI Michael Jackson tón- listarmað- ur er 50 ára í dag. Manúela Ósk Harð- ardóttir feg- urðardrottn- ing er 25 ára í dag. Sigurður Gylfi Magn- ússon sagn- fræðingur er 51 árs í dag. Benóný Æg- isson rithöf- undur er 56 ára í dag. Veglegur fjörudagur verður haldinn á Álftanesi í tilefni af hundrað og þrjátíu ára afmæli Álftaness. „Við, í Fugla- og náttúruverndarfélagi Álftaness, ákváð- um að hafa fjörudagana í ár veglegri því sveitarfélagið okkar á afmæli og vildum þess vegna halda hátíð,“ segir Kristinn Guðmundsson, formaður Fugla- og nátt- úruverndarfélags Álftaness, hlæjandi. Kristinn segir að þetta sé í annað sinn sem fjörudagur sé haldinn á Álfta- nesi, en fjörudagurinn fer fram í fjör- unni við Hrakhólma sem eru norðvest- an við Álftanes. „Við héldum fjörudaga í fyrra en áður höfum við verið bæði með gönguferðir og kynningar á Álfta- nesi. Þeir mæltust vel fyrir í fyrra. Þar sem þetta afmæli sveitarfélagsins kom upp í ár ákváðum við að hnýta það við fjörudagana.“ Þegar Fugla- og náttúruverndarfé- lagið tók þá ákvörðun að hafa fjöru- daginn veglegri bættust fleiri félög á Álftanesi í undirbúninginn. „Það er félag sem heitir Dægradvöl sem hefur haft listviðburði á sinni könnu. Það mun efna til hljómleika í fjörunni,“ upplýs- ir Kristinn og heldur áfram: „Félag blakkvenna á Álftanesi ætlar að vera með strandblak. Svo kemur formaður hestamannafélagsins með harmonikk- una sína. Þannig að það eru margir sem leggja hönd á plóg,“ segir Kristinn glað- ur í bragði. Kristinn segir að uppistaðan í dag- skránni sé fjöruferð sem farin verð- ur undir hádegið. „Stefna okkar hefur verið að hafa eitthvað skemmtilegt og fræðandi í fjörunni. Við ætlum að skoða fjöruna og höfum fengið til liðs við okkur sjávarlíffræðinga sem sýna gest- um hvernig má sjá og nálgast þær líf- verur sem finnast í fjöruborðinu. Við viljum upplýsa fólk um umhverfi sitt,“ segir Kristinn og bætir við að efst í fjör- unni verði sjóker sem verður fyllt af sjó og þar geti fólk losað sig við ýmislegt áhugavert sem það finnur í fjörunni. „Þá getur fólk skoðað það lengur eftir að fer að flæða að. Leikskólinn hefur fengið að njóta góðs af þessu og tekur eitthvað í sjókerið sitt. Hitt fer svo bara í sjóinn aftur.“ Kristinn segir að fjörudagur eigi mjög vel við Álftanesið. „Hálft föður- landið er hafið. Það er mikið grunnsævi í kringum Álftanesið og miklar fjörur. Þetta er sérstaða Álftaness á miðju höf- uðborgarsvæðinu.“ Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á www.alftanes.is. martaf@frettabladid.is ÁLFTANES: VEGLEGUR FJÖRUDAGUR Á 130 ÁRA AFMÆLI Fjörurnar sérstaða nessins KRISTINN GUÐMUNDSSON Margir leggja hönd á plóg í dagskrá á veglegum fjörudegi á sunnu- daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, Óskar V. Friðriksson Árakri 5, Garðabæ, sem andaðist 21. ágúst, verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 1. september kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Guðlaug Þorleifsdóttir Stefanía Óskarsdóttir Jón Atli Benediktsson Herdís Óskarsdóttir Sæmundur Valdimarsson Þorleifur Óskarsson Kristrún Lilja Daðadóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Helga Ingimarsdóttir Víðilundi 24, Akureyri, lést á heimili sínu laugardaginn 23. ágúst. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag föstudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Valborg Svavarsdóttir Haukur Valtýsson Agnes Tulinius Svavarsdóttir Ottó Tulinius Guðmundur Þorsteinsson og ömmubörnin. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, stjúpmóður, tengda- móður, ömmu og langömmu, Rósu Eiríksdóttur Hæðargarði 33, áður Miðdal í Kjós, sem andaðist 11. ágúst síðastliðinn. Sérstakar þakkir færum við Dagvist MS og Hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir einstaka umönnun og hlýju. Davíð Guðmundsson Fanney Þ. Davíðsdóttir Hulda Þorsteinsdóttir Aðalsteinn Grímsson Kristín Davíðsdóttir Gunnar Rúnar Magnússon Guðbjörg Davíðsdóttir Katrín Davíðsdóttir Sigurður Ingi Geirsson Sigríður Davíðsdóttir Gunnar Guðnason Guðmundur H. Davíðsson Svanborg A. Magnúsdóttir Eiríkur Þ. Davíðsson Solveig U. Eysteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurbjörg Svanhvít Steindórsdóttir Borgarheiði 17H, Hveragerði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. ágúst, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 13.30. Sigurbjörg Gísladóttir Hannes Kristmundsson Magnea Ásdís Árnadóttir Svanhvít Gísladóttir Reynir Gíslason og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóð- ir, amma og langamma, Ólína Ragnheiður Jónsdóttir Hátúni, Skagafirði, sem lést 21. ágúst sl., verður jarðsungin frá Glaumbæjarkirkju Skagafirði laugardaginn 30. ágúst kl. 14. Gunnlaugur Jónasson Ragnar Gunnlaugsson Jón Gunnlaugsson Jónína Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Þórir Sighvatsson skipstjóri Skúlagötu 2, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítalanum, Stykkishólmi, þriðjudaginn 26. ágúst. Útförin auglýst síðar. Eggert Bjarni Bjarnason Hafdís Sverrisdóttir Sævar Berg Ólafsson Hjálmfríður Guðjónsdóttir Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir Þorvarður Einarsson Ægir Þór Ólafsson Eydís Bergmann Eyþórsdóttir María Bryndís Ólafsdóttir Ásgeir Héðinn Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.