Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 46
útlit smáatriðin skipta öllu máli S vo virðist sem heitasta flíkin í kvikmyndum þessa dagana sé Glymur softshell-jakki frá 66°Norður. Aníta Briem klæddist slíkum jakka í kvikmynd- inni Journey to the Center of the Earth og vakti mikla athygli erlendis. Í kjölfarið jókst sala á jakkanum í vefverslun 66°Norður. „Jakkinn er gríðarlega þægilegur og hentar fyrir margs konar umhverfi. Hreyfigetan er líka alveg óheft í honum, sem er eflaust ástæðan fyrir því að hann var valinn fyrir Anítu Briem,“ segir Helga Við- arsdóttir, markaðsstjóri 66°Norður, spurð um Glym softshell-jakkann sem fæst í sex mismun- andi litum, bæði einlitur og tvílitur. Nýjasta kvikmyndin sem skart- ar stjörnum klæddum 66°Norður-fatnaði er franska kvikmyndin Humanis sem frumsýnd verður í byrjun árs 2009. Margir af þekktustu leikurum Frakka leika í myndinni og má þar fyrstan nefna Dominique Pinon sem lék meðal annars í kvikmyndinni Amélie Poulain. Kvikmyndastjörnur vestanhafs virðast líka kunna vel að meta hönnunina því stutt er síðan leikarinn Jake Gyllenhall sást skarta Glym-jakka á rölti með kær- ustu sinni, Reese Witherspoon. Ætla má að þetta sé að- eins byrjunin á glæstum ferli jakkans, þar sem versl- anir 66°Norður eru nú í 15 löndum og fer fjölgandi. alma@365.is EINN MEÐ ÖLLU Nú þarf ekki lengur að ganga með plokkarann í vesk- inu. Frá Helenu Rubenstein er komin augnbrúnablý- antur sem passar öllum hár- og húðlitum, mótar og formar augabrúnirnar. Á lokinu er augabrúna- bursti, en á hinum endanum er plokkari. Allt á einum stað fyrir fullkomnar augabrúnir. LÓTUSBLÓM Gyllt lótusblóm er nýjung frá Lancome sem minnir helst á dýrmætt skart. Blómið opnast og afhjúpar litadýrð fyrir augu og varir, auk lítils spegils. Flottur lúx- usgripur í veskið! Íslensk hönnun vekur athygli erlendis: Jakki frá 66°Norður slær í gegn Aníta Briem í tvílitum Glymur softshell-jakka í myndinni Jo- urney to the Center of the Earth. Dominique Pinon og Elise Otzenberger úr frönsku myndinni Humanis, bæði í softshell-jakka. Síðustu tvær vikur hefur ákveðinn hluti þjóðarinn- ar setið sveittur fyrir framan sjónvarpið að fylgj- ast með Ólympíuleikunum. Þegar „strákarnir okkar“ fóru að standa sig vonum framar varð mik- ill spenningur í loftinu og jafnvel mestu antísport- istar létu sig hafa það að vakna fyrir allar aldir til að horfa á úrslitaleikinn. Til að byrja með var þetta æðislega frábært og þjóðin fylltist stolti. Sumir urðu reyndar svolít- ið spældir með silfrið meðan öðrum fannst þetta meiri háttar árangur. Ég er mjög stolt af „strákunum okkar“ en mér finnst það svolítið gleymast að þetta er íþróttaleik- ur. Síðast þegar ég vissi giltu allt aðrar reglur um leiki en alvöru lífsins. Síðustu mánuði hefur niðursveiflan í þjóðfélag- inu verið mest áberandi og flestir hafa fundið fyrir þrengingum. Geir Haarde hefur komið fram í fjölmiðlum, brúnaþungur og áhyggjufullur yfir ástandinu í þjóðfélag- inu, og beðið fólk að halda að sér höndum. Þegar kom í ljós að gullið gæti hugs- anlega orðið okkar var eins og „sumir“ hefðu bara steingleymt kreppunni. Skyndi- lega var til nóg af peningum til að ausa í landsliðið og í ferðir fram og til baka fyrir þá allra mikilvægustu. Peking - Hafnarfjörður - hraðferð. Meðan handboltavím- an sveif yfir vötnum sást ekkert glitta í Geir Haarde og hans blikkandi kreppuljós. Á sama tíma og tugum milljóna er eytt í handboltann þokast lítið áfram í deilum ljós- mæðra og ríkisins. Venju- leg íbúðarlán hækka með hverjum deginum og Fjölskyldu- hjálpin er að lenda á götunni. Ein- hvern veginn er eins og það sé ekki verið að segja sögur frá sama land- inu og það er eins og þessi vitl- eysa ætli engan endi að taka. En vitleysan hélt svo sann- arlega áfram á Bessastöðum. Ég get ekki skilið af hverju það þurfti að drífa í fálkuorðuveiting- um. Var einhver að missa af lest- inni? Gátu þeir ekki beðið í 50 ár eins og Vilhjálmur Einarsson? Eða þurfti kannski bara góða afsökun til að halda enn eitt partíið áður en skipið sekkur? Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Hvað kemur næst? REYKJAVIK STORE LAUGAVEGUR 86 -94, S: 511-2007 OPERATED BY V8 EHF Opið Föstudag 11-18:30 Og laugardag 11-17:00 Nýtt Underwear Men/Women Dorrit sat fyrir í breska tíma- ritinu Hello í fatnaði frá 66°Norður. Jake Gyllenhaal náðist á mynd á göngu í Glym skel- jakka með sinni heittel- skuðu, Reese Witherspoon. 8 • FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.