Fréttablaðið - 29.08.2008, Síða 46

Fréttablaðið - 29.08.2008, Síða 46
útlit smáatriðin skipta öllu máli S vo virðist sem heitasta flíkin í kvikmyndum þessa dagana sé Glymur softshell-jakki frá 66°Norður. Aníta Briem klæddist slíkum jakka í kvikmynd- inni Journey to the Center of the Earth og vakti mikla athygli erlendis. Í kjölfarið jókst sala á jakkanum í vefverslun 66°Norður. „Jakkinn er gríðarlega þægilegur og hentar fyrir margs konar umhverfi. Hreyfigetan er líka alveg óheft í honum, sem er eflaust ástæðan fyrir því að hann var valinn fyrir Anítu Briem,“ segir Helga Við- arsdóttir, markaðsstjóri 66°Norður, spurð um Glym softshell-jakkann sem fæst í sex mismun- andi litum, bæði einlitur og tvílitur. Nýjasta kvikmyndin sem skart- ar stjörnum klæddum 66°Norður-fatnaði er franska kvikmyndin Humanis sem frumsýnd verður í byrjun árs 2009. Margir af þekktustu leikurum Frakka leika í myndinni og má þar fyrstan nefna Dominique Pinon sem lék meðal annars í kvikmyndinni Amélie Poulain. Kvikmyndastjörnur vestanhafs virðast líka kunna vel að meta hönnunina því stutt er síðan leikarinn Jake Gyllenhall sást skarta Glym-jakka á rölti með kær- ustu sinni, Reese Witherspoon. Ætla má að þetta sé að- eins byrjunin á glæstum ferli jakkans, þar sem versl- anir 66°Norður eru nú í 15 löndum og fer fjölgandi. alma@365.is EINN MEÐ ÖLLU Nú þarf ekki lengur að ganga með plokkarann í vesk- inu. Frá Helenu Rubenstein er komin augnbrúnablý- antur sem passar öllum hár- og húðlitum, mótar og formar augabrúnirnar. Á lokinu er augabrúna- bursti, en á hinum endanum er plokkari. Allt á einum stað fyrir fullkomnar augabrúnir. LÓTUSBLÓM Gyllt lótusblóm er nýjung frá Lancome sem minnir helst á dýrmætt skart. Blómið opnast og afhjúpar litadýrð fyrir augu og varir, auk lítils spegils. Flottur lúx- usgripur í veskið! Íslensk hönnun vekur athygli erlendis: Jakki frá 66°Norður slær í gegn Aníta Briem í tvílitum Glymur softshell-jakka í myndinni Jo- urney to the Center of the Earth. Dominique Pinon og Elise Otzenberger úr frönsku myndinni Humanis, bæði í softshell-jakka. Síðustu tvær vikur hefur ákveðinn hluti þjóðarinn- ar setið sveittur fyrir framan sjónvarpið að fylgj- ast með Ólympíuleikunum. Þegar „strákarnir okkar“ fóru að standa sig vonum framar varð mik- ill spenningur í loftinu og jafnvel mestu antísport- istar létu sig hafa það að vakna fyrir allar aldir til að horfa á úrslitaleikinn. Til að byrja með var þetta æðislega frábært og þjóðin fylltist stolti. Sumir urðu reyndar svolít- ið spældir með silfrið meðan öðrum fannst þetta meiri háttar árangur. Ég er mjög stolt af „strákunum okkar“ en mér finnst það svolítið gleymast að þetta er íþróttaleik- ur. Síðast þegar ég vissi giltu allt aðrar reglur um leiki en alvöru lífsins. Síðustu mánuði hefur niðursveiflan í þjóðfélag- inu verið mest áberandi og flestir hafa fundið fyrir þrengingum. Geir Haarde hefur komið fram í fjölmiðlum, brúnaþungur og áhyggjufullur yfir ástandinu í þjóðfélag- inu, og beðið fólk að halda að sér höndum. Þegar kom í ljós að gullið gæti hugs- anlega orðið okkar var eins og „sumir“ hefðu bara steingleymt kreppunni. Skyndi- lega var til nóg af peningum til að ausa í landsliðið og í ferðir fram og til baka fyrir þá allra mikilvægustu. Peking - Hafnarfjörður - hraðferð. Meðan handboltavím- an sveif yfir vötnum sást ekkert glitta í Geir Haarde og hans blikkandi kreppuljós. Á sama tíma og tugum milljóna er eytt í handboltann þokast lítið áfram í deilum ljós- mæðra og ríkisins. Venju- leg íbúðarlán hækka með hverjum deginum og Fjölskyldu- hjálpin er að lenda á götunni. Ein- hvern veginn er eins og það sé ekki verið að segja sögur frá sama land- inu og það er eins og þessi vitl- eysa ætli engan endi að taka. En vitleysan hélt svo sann- arlega áfram á Bessastöðum. Ég get ekki skilið af hverju það þurfti að drífa í fálkuorðuveiting- um. Var einhver að missa af lest- inni? Gátu þeir ekki beðið í 50 ár eins og Vilhjálmur Einarsson? Eða þurfti kannski bara góða afsökun til að halda enn eitt partíið áður en skipið sekkur? Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Hvað kemur næst? REYKJAVIK STORE LAUGAVEGUR 86 -94, S: 511-2007 OPERATED BY V8 EHF Opið Föstudag 11-18:30 Og laugardag 11-17:00 Nýtt Underwear Men/Women Dorrit sat fyrir í breska tíma- ritinu Hello í fatnaði frá 66°Norður. Jake Gyllenhaal náðist á mynd á göngu í Glym skel- jakka með sinni heittel- skuðu, Reese Witherspoon. 8 • FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.