Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 29
Dong Qing Guan, eigandi Heilsu- drekans, hefur í mörg ár haldið kínverskan dag einu sinni á ári en þó aldrei í sama mánuði. Hún seg- ist halda hann núna í tilefni af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Kína fyrr í mánuðinum. „Fólk man eftir Ólympíuleikunum í Kína og við viljum lengja aðeins þá tilfinningu. Ég vil fagna leik- unum sem voru ofboðslega flottir. Mikil kínversk tilfinning skapað- ist líka hér á landi eftir leikana því handboltalandsliðið stóð sig svo vel og ég vil halda í hana.“ Qing segir að á kínverska deg- inum verði kynningar á hefð- bundnum kínverskum lækning- um, sýningar á kínverskum íþróttum, upplýsingar um kínver- skar æfingar og íþróttir og ókeyp- is heilsugreining. „Í heilsugrein- ingunni felst að kínverskir læknar athuga púls fólks og geta fundið hvernig líkaminn virkar. Þeir ráð- leggja fólki eftir það hvað er best fyrir það í heilsumeðferð, leik- fimi eða heilsutei.“ Kínverski dagurinn er að sögn Qing fyrir alla aldurshópa sem vilja kynnast kínverskri menn- ingu, íþróttum og listum. „Dagur- inn er fyrir alla. Hann er fyrir litla krakka sem hafa áhuga á kín- verskum námskeiðum og eldra fólk sem sýnir kínverskum heils- uæfingum áhuga.“ „Í gegnum tíðina hafa margir komið á kínverska daginn,“ segir Qing brosandi. „Fólk hefur meðal annars komið til að fræðast um kínverska menningu og hefur því mikið spurt um hana. Fólk hefur líka komið til að fræðast um kínverskar æfingar og heilsu. Það er margt fólk sem hefur áhuga á Kína hér á landi.“ Aðspurð segir Qing kínverska daginn standa frá níu til fjögur á laugardaginn í Heilsudrekanum, Skeifunni 3j. „Allan daginn verð- ur sem sagt hægt að fá svör um heilsuna, sjá kung fu og skoða handgerða, kínverska list. Þá verður hægt að kynna sér kín- verskt te sem tengist menningu Kína sterkum böndum. Íslend- ingar ættu eiginlega að breyta um lífsstíl og drekka te daglega í staðinn fyrir kaffi því það er hollara. Það verður í raun ýmis- legt í gangi á morgun tengt Kína sem fólk getur séð og kynnt sér.“ martaf@frettabladid.is Allir geta kíkt til Kína Ferðalag til Kína styttist til muna á morgun því Heilsudrekinn stendur fyrir opnum kínverskum degi. Í miðri Reykjavík verður því hægt að ganga inn í kínverskt umhverfi og upplifa kínverska stemningu. Dong Qing Guan stendur fyrir kínverskum degi á morgun og segist vilja lengja ólympíska tilfinningu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN REYKHÓLADAGURINN verður haldinn á morgun. Fjölskyldan á öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi til að geta notið dagsins saman. Nánar á www.reykholar.is. Þú leyfi r framgöngu og velgengni og enginn annar. Ásamt almennum námskeiðum fyrir byrjendur sem og lengra komna eru í boði mömmutímar og tímar fyrir eldri borgara. Og nú í fyrsta skipti bjóðum við upp á námskeið fyrir íþróttafólk sem vill ná lengra þar sem við byggjum á humgyndafræði Rope Yoga ásamt kröftugum líkamsæfi ngum. Einnig aðgangur að hitaklefum, lóðum, göngubretti & nuddstól. Hafnarfjarðarbær greiðir niður fyrir eldri borgara og unglinga, yngri en 16 ára. MS félagið greiðir niður fyrir MS félaga Skráning í síma 696-4419 eða á elin@elin.is Bæjarhraun 2 • Hafnarfi rði • www.elin.is Í Rope Yoga ertu minnt(ur) á að þú getur: • Dafnað og stækkað. • Fengið, gert og verið, það sem þú vilt gera, vera og eiga ef þú veist það sem þú vilt. Námskeið hefjast 1. og 2. september. Í Rope Yoga ertu minnt(ur) á að þú ert: • Fordæmi. • Skapari örlaga þinna. • Í þakklæti og velsæld • Orka og sál, en ekki hugsanir þínar. Vörur úr lífrænni ræktun er ávísun á betri heilsu og bragð! Heilsa býður upp á fjölbreytt úrval af lífrænt ræktaðri matvöru frá BIONA, einum virtasta framleiðanda á sínu sviði. BIONA er fyrir kröfuharða neytendur sem vilja hágæða vottaðar matvörur sem fullnægja ströngustu kröfum um umhverfisvæna- og lífræna ræktun án skordýraeiturs, tilbúins áburðar og erfðabreyttra matvæla. BIONA hentar öllum sem kjósa hollustu og heilnæmt fæði. BIONA vörurnar fást í Heilsuhúsinu, Heilsuhorninu Akureyri, Fjarðarkaupum, Nóatúni, Krónunni, Samkaup/Úrval, Blómaval, Maður Lifandi, og Melabúðinni. Reykjanesbæ • Hafnargötu 10 • s: 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.