Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 75
FÖSTUDAGUR 29. ágúst 2008 47 FÓTBOLTI Árni Gautur Arason er búinn að finna sér lið og er kominn aftur í norska boltann. Árni Gautur, sem hefur ekkert spilað síðan hann kom frá Thanda Royal Zulu í Suður-Afríku, samdi við norska b-deildarliðið Odd Grenland út tímabilið. Dag-Eilev Fagermo, þjálfari liðsins, var ánægður með að fá Árna til sín í samtali við norska blaðið Telemarksavisa og segist vonast að hann verði kominn með öll leyfi fyrir leikinn á móti Sogndal á sunnudaginn. Odd Grenland verður þriðja norska liðið sem Árni Gautur spilar fyrir en hann hefur orðið norskur meistari með bæði Vålerenga og Rosenborg. Odd Grenland er á góðri leið upp í norsku úrvalsdeildina en liðið er í toppsæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa fengið á sig 28 mörk, eða 12 mörkum fleiri en Start sem er í 2. sæti. Það er því ljóst að Árna Gaut er ætlað að reyna að loka fyrir lekann. - óój Árni Gautur til Odd Grenland: Ætlað að loka fyrir lekann ODD-MAÐUR Árni Gautur er orðinn 33 ára gamall. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Kantmaðurinn knái Shaun Wright-Phillips hefur ákveðið að ganga aftur í raðir Manchester City eftir að félagið náði samkomulagi við Chelsea um kaupverð. Kaupverðið er óuppgefið en Chelsea keypti hann á 21 milljón punda árið 2005. Wright-Phillips skrifar undir fjögurra ára samning við City og kvaðst hæstánægður með að snúa aftur til félagsins. „Það er gott að koma aftur til City og ég get ekki beðið eftir því að leika með liðinu á ný,“ segir Wright-Phillips í viðtali á opinberri heimasíðu Manchester- félagsins. Mark Hughes, knattspyrnu- stjóri City, er að sama skapi ánægður með komu leikmanns- ins. „Ég hef alltaf haft dálæti á honum og ég var ákveðinn í að fá hann aftur til City þegar ég tók við starfi þar,“ segir Hughes. Wright-Phillips er ættleiddur sonur hins frækna markaskorara Arsenal, Ian Wright. - óþ Shaun Wright-Phillips: Gott að koma aftur til City KOMINN HEIM Wright-Phillips skrifaði undir fjögurra ára samning við City en hann fór þaðan til Chelsea árið 2005. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Landslið Íslands í handbolta karla, „Silfurdrengirnir okkar” eins og þeir kallast núna, heilsuðu upp á stuðningsmenn í Laugardalshöllinni í gær. Lands- liðsmennirnir árituðu veggspjöld, treyjur og hvað eina sem aðdáend- ur þeirra réttu fram en fullt var út úr dyrum og strákarnir áttu skemmtilega stund með stuðn- ingsmönnum sínum. Það hefur verið nóg að gera hjá landsliðinu frá því að þeir komu heim því hvert boðið hefur rekið annað en lokapunkturinn var þessi blaðamannafundur í gær þar sem Kaupþing, aðalstyrktaraðili HSÍ undanfarin ár, afhenti HSÍ 10 milljóna króna styrk til viðbótar föstum styrk, sem bankinn greiðir sambandinu árlega. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ ætti að sjá betri daga framundan í fjármálum sambandsins enda hefur samband- ið fengið marga góða styrki á síð- ustu dögum. Meðbyr með landslið- inu og handboltanum á Íslandi ætti að gefa HSÍ tækifæri til að efla starf sitt og sjá til þess að handboltalandsliðið verði áfram í hópi þeirra bestu í heimi. -óój Fullt út úr dyrum í Laugardalshöllinni í gær þegar „Silfurdrengirnir” heilsuðu upp á stuðningsmenn sína: Kaupþing styrkti HSÍ um 10 milljónir NÓG AÐ GERA Ólafur Stefánsson gefur hér tveimur Gróttustelpum eiginhandar- áritun. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.