Fréttablaðið - 29.08.2008, Side 22

Fréttablaðið - 29.08.2008, Side 22
22 29. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR „Ef við megum ekki eiga hann þá hljótum við að verða að selja hann,“ segir Svandís Svavarsdótt- ir, fulltrúi Vinstri-grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, um hlut Orkuveitunnar í Hitaveitu Suður- nesja (HS). Samkvæmt áfrýjunarnefnd samkeppnismála má Orkuveitan ekki eiga meira en 10 prósenta hlut í HS, en á nú ríflega 16 prósent og hafði samið við Hafnarfjarðarbæ um kaup á ríflega 14 prósentum í viðbót. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bæði Geysir Green Energy (GGE) og Norðurál spurt eftir hlut Orkuveitunnar. Svandís kveðst þeirrar skoðunar að orkufyrirtækin eiga að vera í almenningseigu. Kjartan Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir þessi mál hafa verið í stöðugri skoðun, hins vegar hafi menn tímann fyrir sér í þessu efni. Hann staðfestir að utanaðkomandi aðilar hafi sýnt áhuga á að eignast hlutinn, en kveður ekki tímabært að gefa um það nánari upplýsing- ar. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar segir sennilegt að fátt gerist fyrr en Hitaveita Suður- nesja hefur verið endurskipulögð. Orkuveitan og Hafnarfjarðar- bær eiga ennfremur í málaferlum vegna samnings um kaup Orku- veitunnar á hlut Hafnarfjarðar í HS. Orkuveitumenn og Hafnfirð- ingar segja hvorir um sig að fátt verði selt meðan málið sé fyrir dómstólum. - ikh KJARTAN MAGNÚSSON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Orkuveitan hlýtur að selja „Upphaflega hugmyndin var að koma okurlánurunum frá. Nú hafa þeir snúið aftur, í gervi góðgerðar- manna,“ segir Muhammad Yunus, upphafsmaður svonefndra örlána í þriðja heim- inum og handhafi friðarverð- launa Nób- els, í samtali við Spiegel. Fram kemur í umfjöllun tímaritsins að vestræn stórfyrir- tæki hafi fjárfest sem nemur tugum milljarða í örlánum undanfarin fjögur ár. Í þeim hópi eru fyrirtæki á borð við Credit Suisse, Morgan Stanley, Axa, Blackstone og Carlyle. Einnig hafa vestrænir lífeyrissjóðir fjár- fest í örlánafyrirtækjum. Þessi starfsemi hófst í Bangla- dess fyrir nokkrum áratugum. Hún gengur út á að lána fátæku fólki, einkum konum, lágar upphæðir til þess að hefja rekstur. Vextir eru heimtir af lánunum, jafnvel yfir 20 prósent, en í tilviki Yunusar, fer allur ágóði í að mæta útlánatapi og greiða kostnað. Hugmyndin er fyrst og fremst að draga úr fátækt. Nú hafa ýmsir séð í þessu gróða- von. Til að mynda er mexíkóski Compartamos-bankinn upprunninn í örlánastarfsemi. Hann var skráð- ur á hlutabréfamarkað í fyrra. Þar eru vextirnir á örlánum nálægt níutíu prósentum og hagnaður bankans yfir fimmtíu prósent. For- stjórar hans réttlæta þetta hins vegar með því að þeir þjóni hvor- um tveggja, fátækum og fjárfest- um. - ikh Okurlán til fátækra MUHAMMAD YUNUS NORDICPHOTOS/AFP Samdráttur í útflutningi og einka- neyslu í ár og á næsta ári munu leiða til mikils samdráttar í hag- vexti og aukins atvinnuleysis. Ekki mun rétta úr kútnum fyrr en á árinu 2010. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Sví- þjóðar sem birt var á miðviku- dag. Hagvöxtur í ár verður 1,7 pró- sent, í stað 2,4 prósenta sam- kvæmt spá stofnunarinnar í júní. Hagvöxtur á næsta ári verður 1,4 prósent í stað 2 prósenta, sam- kvæmt fyrri spá. Árið eftir mun hann ná 3 prósentum. Stofnunin spáir 5,9 prósenta atvinnuleysi í ár og 6,5 prósenta atvinnuleysi á næsta ári. Stofnunin telur sam- drátt og minnkandi verðbólgu gefa færi á stýrivaxtalækkun í byrjun næsta árs, en mikill þrýst- ingur er á Seðlabanka Svíþjóðar að lækka stýrivexti. Spá Hagfræðistofnunarinnar er betri en spár greiningardeilda SEB og Handelsbanken sem birt- ar voru í vikunni. Skýrsla SEB, sem sænskir fjölmiðlar segja „kolsvarta“ segir hagvöxt í ár verða 1,4 prósent og 0,9 á næsta ári. -msh Samdráttarskeið hafið í Svíþjóð Samkvæmt skýrslu Trygg- ingarsjóðs bandarískra sparifjáreigenda sem birt var á þriðjudag hefur bankakerfi landsins ekki staðið verr síðan í upphafi tíunda áratugarins, en þá gekk stærsta hrina banka- gjaldþrota í sögu Banda- ríkjanna yfir. Bandarísk stjórnvöld hafa nú nánar gætur á 117 bönkum sem óttast er að reki í þrot. Samanlagð- ar eignir þeirra nema um 78 millj- arða dollara. Þetta er mikil aukn- ing frá því í maí, þegar síðustu tölur voru birtar. Þá höfðu stjórn- völd gætur á níutíu bönkum með eignir upp á 26 milljarða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Trygg- ingarsjóðs bandarískra sparifjár- eigenda, FDIC. „Sannast sagna er niðurstaðan afleit,“ sagði Sheila Blair, yfir- maður FDIC, þegar skýrslan var kynnt, en hún sagði að enn ætti eftir að fjölga á listanum og að botninn væri ekki í sjónmáli í láns- fjárkrísunni. Þá sagðist Blair ótt- ast að sjóðir FDIC dugi ekki til að standa undir skuldbindingum ef það komi til stórra bankagjald- þrota. Að jafnaði hafa 13 prósent banka sem lenda á listanum orðið gjaldþrota. Listinn er þó hvergi nærri tæmandi. Til dæmis var Indymac, sem varð gjaldþrota í sumar, ekki á lista FDIC um banka í vandræðum. Ársfjórðungslegar skýrslur FDIC eru taldar með bestu heim- ildum um ástand bandaríska bankakerfisins sem völ er á. Þessi skýrsla er talin sýna að ástand bankakerfisins nú sé verra en nokkru sinni síðan í upphafi tíunda áratugarins, þegar síðasta gjaldþrotahrina gekk yfir. Tekjur bandarískra viðskipta- banka drógust saman um 86,5 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þá námu afskriftir 26,4 milljörðum dollara og hafa ekki verið meiri síðan 1991. Vanskil jukust um 19,6 prósent milli árs- fjórðunga, en nú nema lán sem eru meira en þrjá mánuði í van- skilum um 26,7 milljörðum doll- ara og hafa ekki verið hærri síðan 1993. Vanskil hafa aukist í hverj- um síðustu níu ársfjórðunga. Þá þykir mikið áhyggjuefni að van- skil hafa vaxið mun hraðar en afskriftarreikningar bankanna. Verðhrun hlutabréfa í fast- eignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hafa einnig haft alvarleg áhrif á bandaríska banka, því hlutabréf þeirra vega mjög þungt í eignasafni flestra við- skiptabanka. Í síðustu viku vakti Kenneth Rogoff, fyrrverandi aðalhagfræð- ingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, athygli þegar hann lýsti því yfir að fjöldi bandarískra banka ætti eftir að verða gjaldþrota á næstu árum, og að meðal þeirra yrði minnst einn stórbanki. - msh@markadurinn.is VERRA EN Á HORFÐIST Þegar ríkið tók yfir hinn gjaldþrota Indymac-banka í sumar var talið að kostnaður skattgreiðenda yrði á bilinu 4 til 8 milljarðar, en nú lítur út fyrir að hann verði nærri 9 milljarðar. MARKAÐURINN/AFP Fleiri bandarískir bankar eru í hættu Eigið fé Sparisjóðs Keflavíkur rýrnaði um meira en helming á fyrri helmingi ársins, samkvæmt hálfsársuppgjöri sem birt var í gær. Það nam 25,5 milljörðum króna um áramót, en 12 milljörðum um mitt árið. Sparisjóðurinn tapaði 10,6 millj- örðum króna eftir skatta á tíma- bilinu. Það skýrist af þróun hluta- bréfamarkaða og varúðarniðurfærslu eignasafns sjóðsins, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar munar mestu um eignir í Exista og Icebank, að sögn Geir- munds Kristinssonar sparisjóðs- stjóra. Haft er eftir honum í tilkynn- ingunni að sjóðurinn hafi undan- farin ár byggt afkomu sína á þróun fjármálamarkaða, það er verð- bréfaeign. Undanfarna mánuði hafi óhagstæðar markaðsaðstæð- ur komið niður á afkomu sjóðsins. „Miklar lækkanir á mörkuðum, verðmætarýrnun og háir stýri- vextir hafa skilað neikvæðri afkomu fyrstu sex mánuðina,“ segir hann í tilkynningunni. Eiginfjárhlutfall sparisjóðsins nam 10,31 prósenti um mitt árið. Geirmundur segir að hefðbund- in bankastarfsemi skili sjóðnum jákvæðri niðurstöðu og í áætlun- um sé gert ráð fyrir því að styrkja grunnreksturinn frekar. Síðari helmingur ársins fari vel af stað „og ef ytri aðstæður verða hag- stæðar, þá mun afkoma sparisjóðs- ins verða vel viðunandi.“ - ikh Helmings rýrnun eigin fjár Í SPARISJÓÐNUM Sparisjóður Keflavíkur tapaði hátt í ellefu milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hagnaður fasteignafélagsins Eikar nam 357 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sam- kvæmt hálfsársuppgjöri sem birt var í gær (fimmtudag). Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn tæpir tveir milljarðar króna. Velta félagsins var 806 milljónir króna, en það er 16 prósenta aukn- ing frá fyrra tímabili. Arðsemi eiginfjár var 30,2 pró- sent. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 646 milljónum og jókst um 27 prósent. Félagið sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis á höfuðborgar- svæðinu. Í fréttatilkynningu segir að þrátt fyrir samdrátt í samfélaginu og erfiða stöðu á fasteignamark- aði hafi reksturinn gengið vel. Eik er í eigu Saxbygg sem á 55 prósent og Glitnis sem á 43 pró- sent. Aðrir eigendur eiga aðeins tveggja prósenta hlut. - msh Eik hagnast um 357 milljónir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.