Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 25. september 2008 — 261. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Gæðaefni, tilgerðarlaus snið með smá tvisti og falleg smáatriði höfða til Katrínar Ólínu Pétursdóttur, vöruhönnuðar og listamanns. „Ég fæ ekki leiða á slíkum flíkum á meðan aðrar geta dagað uppi inni í skáp,“ segir Katrín. Hún skaut sér inn í búð í mýrarhverfinu í París í ausandi rigningu á vormánuðumog féll þá fyrir grárri lái til og keypti hana, fékk meira að segja afslátt og hef verið í henni í allt sumar.“ Sláin er hönnuð af Christopher Lemaire, einum aðalhönnuði Lacoste. „Það er eitthvað sportlegt en í senn gamaldags við hana sem gerir hana rómantíska og f jállega Hú hennar og fæst meðal annars í Belleville og Saltfélaginu en Katrín hefur ýmislegt annað á sinni könnu. Á laugardaginn verður opnuð samsýningin ID-LAB í Hafnarhúsinu þar sem hú Tilgerðarlaus með tvisti Gamaldags, sportleg, rómantísk, nytsamleg og þægileg slá eftir Christopher Lemaire talaði til Katrínar Ólínu Pétursdóttur í ausandi rigningu í París á vormánuðum. Hún hefur gengið í henni allar götur síðan. Katrín fær ekki leiða á tilgerðar-lausum flíkum úr gæðaefnum. ÁHÆTTUREIKNIR HJARTAVERNDAR , sem er að finna undir slóðinni hjartarannsokn.is, metur áhættu einstaklings á að fá hjartasjúkdóm á næstu tíu árum. Vanti rétt gildi til að setja inn í reikn- inn má nálgast þau á heilsugæslustöð viðkomandi aðila. Einnig er vel- komið að koma í áhættumat til Hjartaverndar. FR ÉT TA B LÐ IÐ /A RN ÞÓ R Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti lagersala Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 í 4 mis munandi á klæðumBjóðum 1 5 tungusóf a verð áður 139.000 kr.69.000,- á aðeins yfir 200 gerðir af sófum VERÐHRUN HEILSUSETUR ÓRGUNNUbur uppá haust tilbo á einkatímum og áhugaver námskeiUngbarnanuddnámskei 2 okt. og 6 nóv. ver kr. 12.000Indverskt höfu- og Andlitsnudd 4ja okt. og 13 nóv. ver kr. 15.000Baknudd- rstipunktar 1-2 nóvember ver kr. 19.000Kynningarnámskei í svæanuddi 7 október ver kr. 22.000einkatímarIndverskt höfu- og andlitsnudd me sérvöldum ilmolíumBaknuddmefer me rstipunktum og ilmolíumSvæanuddmefer á vibragssvæi fóta Ver einkatíma 30 mín kr. 3.000 og 60 mín kr. 6.000Hómópatamefer frá 4.000 kr. me “remedium”faglærur kennari -meferarailiskoau ww h VEÐRIÐ Í DAG Tittlingaskítur Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari seg- ir umkvörtunarefni Grétars Rafns tittlingaskít. ÍÞRÓTTIR 45 ÚRKOMULÍTIÐ Í dag verða suð- vestan 5-10 m/s vestan til, annars hægari. Þurrt að mestu austan til og víða bjartviðri en stöku skúrir vestanlands. Hiti á bilinu 6-12 stig. VEÐUR 4 7 9 11 78 KATRÍN ÓLÍNA PÉTURSDÓTTIR Komst yfir rómantíska og sportlega slá í París • tíska • heilsa • heimili Í MIÐJU HEIMILISINS Þar til dauðinn aðskilur okkurTil døden os skiller Δ Dö Fréttabréf Upplýsingamiðstöð hátíðarinnar er í bókabúðinni Iðu við Lækjargötu 2 og þar er hægt að kaupa miða á hátíðina og ýmsar aðrar vörur henni tengdar. VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu veljaOPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 BORÐLAMPAR VÍSINDAVAKA 2008 Tækni og vísindi færð nær almenningi Sérblað um Vísindavöku 2008 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG RIFF ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Kung Fu, tónlist og kornungir gamlingjar Sérblað um kvikmyndahátíðina RIFF FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Styrkir munaðarleysingja Sigurður Högni Pétursson sýnir í Galleríi Sævars Karls. Hluti af andvirði hverrar seldrar myndar rennur í sjóð SPES barnahjálpar. TÍMAMÓT 28 LÖGGÆSLUMÁL „Það er óviðunandi að horfa upp á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og lögreglustjórann persónulega verða fyrir stöðugu einelti af hálfu dómsmálaráðherra og helstu ráðgjafa hans. Í því einelti hefur málefnalegum forsendum og faglegum vinnubrögðum verið kastað fyrir róða.“ Þetta sagði Eyjólfur Kristjánsson, staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum, við Fréttablað- ið í gærkvöld, spurður um ástæður þess að hann hefur sagt starfi sínu lausu frá og með næstu mánaðamótum. Eyjólfur fylgir þar Jóhanni R. Benediktssyni lögreglustjóra sem hættir störfum 1. október. Auk þeirra tveggja hætta tveir lykilmenn embættisins á sama tíma. Eyjólfur kveðst hafa sagt upp starfi sínu með þungum hug eftir rúmlega sex ára starfstíma. Það hafi verið forréttindi að fá að njóta leiðsagnar Jóhanns og taka þátt í því öfluga og giftusamlega starfi sem hjá embættinu hafi verið unnið. „Sú ánægja af því að fá að taka þátt í því mikla uppbyggingarstarfi sem unnið hefur verið hjá embættinu síðastliðinn áratug er nú að engu orðin þar sem skelfilegt hefur verið að fylgjast með hvernig það hefur verið skaðað alvarlega með ótrúlegum aðgerðum okkar eigin fagráðherra og ráðgjafa hans,“ útskýrir Eyjólfur. Hann segir þær aðgerðir hafa „einkennst af rangfærslum og ófaglegum vinnubrögðum sem ekki eiga að ráða í fram- kvæmd alvöru stjórnsýslu“. „Sú óvissa sem ríkt hefur um embættið undanfarin misseri og stöðugt neikvætt áreiti er ekki sá starfsvettvangur og það umhverfi sem hið opinbera á að búa starfsmönnum sínum,“ segir Eyjólfur. Hann segir það von sína að málefni embættisins og löggæslunnar allrar í landinu fái þá athygli sem hún þarfnast. „Ég á þá ósk að ótímabært brotthvarf Jóhanns úr starfi verði til þess að opna augu heilinda- manna í valdastólum fyrir því að brotthvarf annarra leikenda í þessum farsa sé orðið löngu tímabært. Verði það raunin eykst trú mín á að úr vanda embættisins og löggæslunnar í landinu rætist fyrr en síðar.“ „Þetta er ekki gott fyrir lögregluna, það er ljóst,“ er það eina sem Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vill láta hafa eftir sér um málið. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kveðst hafa fært skýr efnisleg rök fyrir þeirri ákvörðun sinni að auglýsa lögreglustjóra- embættið á Suðurnesjum. „Að lögreglustjóri bregðist við á þann veg, sem fyrir liggur, kom mér á óvart,“ segir dómsmálaráðherra. - jss / Sjá síðu 10 og 11 Sakar ráðherra um einelti Staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum segir óviðunandi að horfa upp á embættið og lögreglustjórann verða fyrir stöðugu einelti af hálfu dómsmálaráðherra. Þrír lykilmenn embættisins sögðu upp í gær. FJÖLMIÐLAR Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fetar enn nýjar brautir og hefur brátt feril sinn sem útvarpsmaður. Nýr þáttur hans, Færibandið, er í burðar- liðnum og verður á dagskrá Rásar 2 á mánudags- kvöldum milli klukkan 20.00 og 22.00. Sigrún Stefáns- dóttir, dag- skrárstjóri á RÚV, segir þetta mikinn feng fyrir Rás 2 enda hafi Bubbi svo miklu að miðla. Vissulega séu konungar dýrir, svarar hún spurningu um hvort ekki sé dýrt að fá Bubba til liðs við Rás 2, en Sigrún telur hann hverrar krónu virði. Meðal þess sem Bubbi hyggst taka fyrir eru eineltismál, fíkniefni og tölvumisnotkun auk þess sem opnað verður fyrir símann og hlustendur ræða við Bubba. - jbg / Sjá síðu 50 Rás 2 blæs til sóknar: Bubbi í útvarp BUBBI MORTHENS Skrifar aðra ævisögu Bryndís Schram skrifar bók um árin eftir fimmtugt. FÓLK 50 Á forsíðu Time Hin 13 ára Bryndís Gústafsson sat fyrir í fréttaritinu Time. FÓLK 40 DÓMSMÁL Ný bók um Hafskips- málið kemur út upp úr næstu mán- aðamótum. Höfundurinn er Björn Jón Bragason sagnfræðingur. Heimildir Fréttablaðsins herma að Hafskipsmenn standi bak við útgáfu bókarinnar. Í síðustu viku kom út hjá JPV bókin Afdrif Hafskips – Í boði hins opinbera, eftir Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðing. Hafskips- menn, með Björgólf Guðmunds- son í broddi fylkingar, stóðu fyrir útgáfu þeirrar bókar. Munu sömu menn einnig hafa veitt Birni Jóni fjárhagslegan stuðning vegna útgáfu og vinnslu nýju bókarinnar sem hann gefur út á eigin vegum. Þá mun Gunnar Steinn Pálsson, einn þekktasti almannatengsla- ráðgjafi landsins, hafa verið ráð- inn til að annast kynningu bókar- innar, en hann gegndi sama hlutverki við útgáfu bókar Stefáns. Heimildir herma að höfundur dragi fram í bókinni nýjar upplýs- ingar um bakgrunn og uppruna Hafskipsmálsins. Björn Jón Bragason skrifaði MA-ritgerð í sagnfræði um Haf- skipsmálið árið 2006. Hann hefur einnig ritað greinar um aðdrag- anda og pólitískar afleiðingar málsins í tímaritið Þjóðmál. Hann nemur nú lögfræði við Háskóla Íslands og hefur skilað BA-ritgerð í faginu um rannsóknarnefnd Jóns Þorsteinssonar sem fjallaði um viðskipti Hafskips og Útvegsbank- ans. Björn Jón staðfestir að hann hafi unnið að gerð bókarinnar í rúmlega tvö ár. Hvorki hann né Gunnar Steinn Pálsson vildu tjá sig um útgáfu bókarinnar að öðru leyti. - kg Hafskipsmenn standa að baki tveggja bóka um Hafskipsmálið: Önnur bók um Hafskipsmálið HAFSKIPSMENN Björgólfur Guðmunds- son og Páll Bragi Kristjónsson standa að baki nýrrar bókar um Hafskipsmálið sem mun beina sjónum að aðdraganda málsins. FÉLAGARNIR KVADDIR „Mér líður svolítið undarlega. Eins og presti að bíða eftir sóknarbörnunum,“ sagði Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, við ljósmyndara Fréttablaðsins í gær. Jóhann hélt fund með samstarfsfólki sínu í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju þar sem hann tilkynnti að hann hygðist láta af störfum frá og með 1. október. FRÉTTAABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.