Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 4
4 25. september 2008 FIMMTUDAGUR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 18° 18° 17° 17° 19° 18° 16° 14° 18° 22° 26° 14° 18° 24° 17° 30° 22° Á MORGUN 5-13 m/s, hægast norðan til. LAUGARDAGUR Stíf vestanátt allra austast annars hægari. 8 8 5 6 4 4 3 7 7 7 10 7 8 9 8 11 10 7 9 8 4 8 6 6 7 78 7 6 5 4 6 HAUSTVEÐUR Í dag verður víða bjartviðri og úr- komulítið en hitinn dalar hjá okkur. Á morgun verður ekta haustveður með rigningu í fl estum lands- hlutum og dálítið vindasamt sunnan til. Horfur eru á hinu skaplegasta veðri um helgina og úrkomulitlu. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður STJÓRNMÁL Evra verður ekki gerð að gjaldmiðli Íslands nema ríkið gangi í Evrópusambandið. Joaquín Almunia, framkvæmdastjóri efnahags- og peningamála Evr- ópusambandsins, gerði Evrópu- nefnd stjórnvalda það ljóst á fundi í Brussel í gær. Hann sagði það stríða gegn lögum sambandsins að semja við ríki utan þess um aðild að Myntbandalagi Evrópu og upptöku evru. Amelia Torres, talsmaður Alm- unia, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið. „Til að taka upp evru þarf ríki að vera aðili að Evrópu- sambandinu,“ sagði Torres. Spurð hvort þar með væri sagt að ekki væri pólitískur vilji til að ganga til samninga um evruupptöku við ríki utan sambandsins sagði hún málið ekki snúast um það. „Þetta er ekki spurning um pólitískan vilja. Ef það væri það þá væri þetta auðveldara. Lög Evrópu- sambandsins eru skýr, það þarf aðild að sambandinu til að taka upp evru.“ Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar tveggja formanna Evrópunefnd- arinnar, segir Almunia hafa verið skýran í máli. „Hann sagði að það væri enginn pólitískur vilji til að nálgast þetta með öðrum hætti en að segja að þetta sé ekki hægt,“ sagði Illugi eftir fundinn í gær. „En hvað varðar lagalegu hliðina þá er til lagagrein sem hefur verið notuð til að fara í myntsamstarf við nokkur smáríki í Evrópu en hún er túlkuð þröngt. Það má segja að það sé heimild til að ganga til samstarfs og svo geta menn velt fyrir sér hvort hægt sé með pólitískum vilja að fá menn til að horfa á þetta víðar. En sá pólitíski vilji er ekki til staðar hjá embættismönnunum,“ segir Illugi. Hann telur augljóst að mik- inn pólitískan vilja þurfi til að hnykkja þessari afstöðu. Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarinnar og formaður nefndarinnar, segir svör Almunia, líkt og annarra, skýr og hann telur botn hafa feng- ist í málið. Það þurfi því ekki að ræða frekar. „Það getur vel verið að menn vilji reyna að finna eitt- hvert hálmstrá og senda forsætis- ráðherra út af örkinni til að tala við pólitíska leiðtoga Evrópusam- bandsins en ég á ekki von á að hann fái önnur svör.“ bjorn@frettabladid.is Lög ESB banna upp- töku evru án aðildar Það stríðir gegn lögum Evrópusambandsins að semja við ríki utan þess um upptöku evru, að sögn framkvæmdastjóra hjá ESB. Illugi Gunnarsson segir lög- in túlkuð þröngt en Ágúst Ólafur Ágústsson segir óþarfi að ræða málið frekar. STJÓRNMÁL Stjórn kjördæmafélags Frjálslynda flokksins í Reykjavík- urkjördæmi norður skoraði á þriðjudaginn á Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi alþingismann, að gefa kost á sér til formennsku í flokkn- um á landsþingi flokksins í janúar. Í tilkynningu frá félaginu segir að mikilvægt sé að kalla til forystu alla þá sem líklegastir eru til að taka með röggsemi á vandamálum flokksins og sameina krafta til sóknar. „Við treystum engum betur til þess en Sigurjóni Þórðarsyni sem hefur reynslu og er í góðu sam- bandi við grasrót flokksins sem og forystu“. Sigurjón hefur áður fengið áskorun um formannsframboð frá stjórn Frjálslynda flokksins í Eyja- firði. „Ég tel að með þessum aðgerð- um sé Sigurjón að einangra sig frá okkur hinum,“ segir Ásthildur Cecil Þórðardóttir, varamaður í miðstjórn Frjálslynda flokksins. Hún telur fyrrverandi meðlimi Nýs afls standa að áskoruninni og að ófriði í flokknum. „Við fengum nú margar viðvar- anir á sínum tíma þegar þeir voru að sækja um inngöngu í flokkinn. Allir rituðu þeir undir málefna- samning flokksins en nú finnst manni eins og þeir vilji sveigja stefnuna að áherslum hjá sjálfum sér og nota til þess meðul sem mér líka ekki.“ Hún telur áskorun til Sigurjóns vera hluta þeirra meðala. - ovd Stjórn kjördæmafélags Frjálslyndra í Reykjavík norður vill Sigurjón sem formann: Sigurjóni att gegn formanninum ÁSTHILDUR CECIL ÞÓRÐARDÓTTIR SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON ILLUGI GUNNARSSON ELDSNEYTISVERÐ Verð á bensínlítr- anum og lítranum af dísilolíu hækkaði hjá N1 og Skeljungi í gær. Bensínlítrinn hækkaði um þrjár krónur hjá N1 og dísilolían um fimm krónur lítrinn. Bensínið kostaði því 168,70 krónur og olían 186,60 eftir hækkunina. Bensínlítrinn hækkaði um fjórar krónur og dísilolía hækkaði um sex krónur lítrinn hjá Skeljungi. Bensínlítrinn kostaði 169,70 krónur í gær og olíulítrinn 185,60 krónur eftir hækkunina. Már Sigurðsson, framkvæmda- stjóri hjá Skeljungi, segir að hækkun á dollara hafi gert útslagið. „Gengið var aðaláhrifa- valdurinn,“ segir hann. - ghs Breytingar á eldsneytisverði: Hækkun hjá N1 og Skeljungi FÆREYJAR Eldislax er verðmætasta útflutningsvara Færeyinga eftir mikla aukningu á framleiðslu á eldisfiski. Lax var fluttur út fyrir 7,6 milljarða króna fyrstu sjö mánuði þessa árs, en fyrir 4,5 milljarða á sama tímabili 2007. Þetta er 69 prósenta aukning. Samdráttur er í öðrum tegundum en í fyrra var þorskur verðmætasta útflutnings- varan. Flutt voru út rúm 18 þúsund tonn af eldisfiski í janúar til júní í ár, en rúm 10 þúsund á sama tíma í fyrra. Það er aukning um 81 prósent. - shá Eldisfiskur í Færeyjum: Lax verðmæt- asti fiskurinn JOAQUÍN ALMUNIA Framkvæmdastjóri efnahags- og peningamála ESB segir evru ekki verða gjaldmiðil á Íslandi nema ríkið gangi í sambandið. NORDICPHOTOS/AFP IÐNAÐUR „Þetta var tækifæri sem við sáum til að komast inn á þennan smáverkamarkað,“ segir Kjartan Kjartansson, prentsmiðju- stjóri Ísafoldarprentsmiðju sem á föstudag keypti allan rekstur prentsmiðjunnar Think. Hann segir tilgang kaupanna vera að bjóða aukna þjónustu til viðskipta- vina prentsmiðjunnar. Ísafoldarprentsmiðja hefur sérhæft sig í stærri verkefnum en með kaupunum á Think verður hún eina prentsmiðjan á Íslandi sem prentað getur dagblaðaprent- un, rúlluprentun, arkarprentun og stafræna prentun. Prentsmiðjan er nú sú næststærsta á landinu, með áttatíu starfsmenn. Öll starfsemi mun á næstu dögum flytjast í Suðurhraun 1. - ovd Ísafoldarprentsmiðja stækkar: Aukin þjónusta við viðskiptavini ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA Kjartan Kjartans son, prentsmiðjustjóri Ísafoldar- prentsmiðju sem meðal annars prentar Fréttablaðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Eldur í heimahúsi Lögreglan á Vestfjörðum var kölluð út aðfaranótt miðvikudags eftir að eldur kom upp í heimahúsi í Hnífsdal. Eldsupptök eru ókunn. LÖGREGLUFRÉTTIR ORKUMÁL Heitavatnsgjald á svæði Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hækkar um 9,7 prósent um næstu mánaðamót. Samkvæmt tals- manni OR eru hækkun kostnaðar og fjárfesting í nýrri hitaveitu frá Hellisheiði ástæður hækkunar- innar. Í tilkynningu segir að íbúar á veitusvæði OR megi reikna með að hitareikningur meðalíbúðar, sem er um 110 fermatrar að stærð, hækki um 300 krónur á mánuði frá 1. október. Ný varmastöð Hellisheiðar- virkjunar verður tekin í notkun á næsta ári. - kg Heitavatnsgjald hækkar: Hækkun upp á 9,7 prósent VARMASTÖÐ Verður tekin til notkunar á næsta ári. GENGIÐ 24.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 182,15 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 95,06 95,52 176,50 177,36 139,32 140,10 18,673 18,783 16,93 17,03 14,443 14,527 0,8958 0,9010 149,56 150,46 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.