Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 25. september 2008
HEKLA Laugavegi 172-174 · Sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is · Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranes · Ísafjörður · Reyðarfjörður · Reykjanesbær · Selfoss
SIMPLY CLEVER
FJÓRIR LÍTRAR Á HUNDRAÐIÐ.
ÞAÐ ER STÖÐUGLEIKI Í ÞVÍ.
NORÐURLÖND Norrænir mennta-
málaráðherrar hafa ekki fram-
kvæmt stefnu um norrænt
málsamfélag. Þeir vinna hægt og
taka norrænt málsamfélag ekki
nógu alvarlega, segir í yfirlýs-
ingu frá „fjölmörgum fulltrúum“
í Norðurlandaráði.
Markmið stefnunnar, sem er
frá árinu 2006, er að allir
Norðurlandabúar geti rætt hver
við annan á norrænni tungu.
Heildstætt málsamfélag
þessara þjóða mætti svo nota sem
fyrirmynd fyrir önnur fjöltyngd
svæði í heiminum. - kóþ
Norðurlandaráð:
Ráðherrar
menntamála
standa sig ekki
ÞÝSKALAND, AP Thomas Dörflein,
ísbjarnahirðir í Berlín, fannst
látinn í íbúð sinni á mánudag. Hann
hafði átt við alvarleg veikindi að
stríða, en lögregla segir ekki vitað
hver dánarorsökin var.
Dörflein komst í heimsfréttirnar
á síðasta ári sem þjálfari Knúts,
litla ísbjarnarhúnsins í dýragarðin-
um í Berlín sem heillaði börn og
fullorðna víða um heim.
Dörflein var 44 ára og hafði
starfað í dýragarðinum í aldar-
fjórðung. Þeir Knútur komu fram
daglega í dýragarðinum í nokkra
mánuði þar til Knútur þótti orðinn
of stór. - gb
Ísbjarnahirðirinn Dörflein:
Þjálfari Knúts
fannst látinn
DÖRFLEIN OG KNÚTUR Ísbjörninn Knút-
ur hefst enn við í dýragarðinum í Berlín.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Hraðakstur í Skógarseli
Brot 24 ökumanna voru mynduð í
Skógarseli í Breiðholti á mánudaginn.
Á einni klukkustund, eftir hádegið
var fylgst með 180 ökutækjum og af
þeim óku 13 prósent ökumanna of
hratt. Meðalhraði þeirra var rúm-
lega 61 kílómetri á klukkustund en
hámarkshraði í Skógarseli er 50.
LÖGREGLUFRÉTTIR