Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 18
18 25. september 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 733 1997 2000 2004 2008 „Bestu kaupin sem ég hef gert var þegar ég keypti háhælaða svarta glansskó á Flórída fyrir tveimur árum. Ég held að ég hafi keypt þá á 700 kall íslenskar og er búin að nota þá endalaust. Ég hef notað þá við öll tækifæri því að þeir passa við allt. Ég skelli mér oftast í þá þegar ég reyni að velja mér skó og ég er enn að nota þá nú tveimur árum síðar,“ segir Rakel Ásgeirsdóttir, verslunarkona í Kringlunni. „Verstu kaupin gerði ég á kúrekastígavélatímabilinu þegar allir voru í kúreka- stígvélum fyrir um fjórum árum. Þá keypti ég hvít kúrekastígvél í Bianco á 16 þúsund kall og notaði þau einu sinni. Þau eru búin að vera inni í geymslu í um fjögur ár. Mér finnst þessi stígvél ekkert flott og mér hefur bara ekkert líkað að vera í þeim og nota þau. Mér fannst þau flott fyrst þegar ég keypti þau en svo féllu þau í áliti, mér fannst þau eftir allt saman ekkert spes. Ég fór í þeim einu sinni að mig minnir á ball og svo notaði ég þau ekkert meira.“ NEYTANDINN: RAKEL ÁSGEIRSDÓTTIR VERSLUNARKONA: Notaði hvítu kúrekastígvélin einu sinni 770 809 1.008 Grípa má til ýmissa ráða til að mæta samdrætti og minnkandi kaupgetu. Marg- ir vita hvar má spara en það getur verið ágætt að rifja upp nokkur góð ráð. „Ef fólk er komið í vandræði getur verið gott ráð að leggja kortinu og nota peninga,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, starfs- maður Neytendasamtakanna. Hún mælir með að fólk ákveði í upphafi vikunnar hversu miklu það ætli sér að eyða. Þegar pen- ingurinn klárist megi svo borða það sem til er í skápunum. „Það er bara allt öðruvísi tilfinning að horfa á eftir fimmþúsundkallin- um í eitthvað heldur en að nota kortið.“ Hafi fólk stjórn á neyslunni séu kreditkortin þó mun ódýrari möguleiki en yfirdráttur. Með notkun korta sé samt oft erfiðara að fylgjast með neyslunni. „Ef fólk ætlar að taka sig á á það að halda heimilisbókhald til að sjá í hvað það er að eyða peningun- um.“ Það sé góð leið til að átta sig á stöðunni, hvort grípa þurfi til aðgerða og hvar megi hugsanlega spara. „Öll fyrirtæki gera þetta en svo eru heimilin að velta millj- ónum og við vitum jafnvel ekkert í hvað peningarnir eru að fara.“ Brynhildur segir mörgum gagn- ast að nýta sér greiðsluþjónustu banka og sparisjóða. „Sumir halda því fram að maður eigi að borga alla sína reikninga sjálfur. Það er eflaust satt en ég hef bara ekki tíma í það,“ segir Brynhildur. Slík þjónusta sé ekki dýr og ef fólk nýti hana gleymi það að minnsta kosti ekki að borga reikningana á réttum tíma. „En það er grund- vallaratriði að skoða samt alltaf reikningana enda ber neytandinn alltaf ábyrgð á sínum málum.“ Fyrir komi að neytendur uppgötvi seint og um síðir að þeir séu búnir að borga fyrir vörur eða þjónustu sem þeir eru löngu hættir að nýta. „Það geta alltaf slæðst inn ein- hverjar villur og því verður fólk að setjast niður reglulega og skoða reikningana sína.“ Þetta eigi ekki síður við um rafræna reikninga. Að lokum segir Brynhildur óbrigðult sparnaðarráð að safna fyrir hlutum. „Það hefur kannski aldrei verið háttur okkar Íslend- inga en ef það hefur einhvern tím- ann verið skynsamlegt að kaupa bara hluti sem maður á fyrir, þá er það núna.“ olav@frettabladid.is Nota peninga í stað kortanna ■ Notaðu peninga í stað debet- eða kreditkorta. ■ Notkun kreditkorta er ódýrari en yfirdráttur. ■ Haltu heimilisbókhald til að sjá í hvað þú eyðir og hvar þú getur sparað. ■ Farðu yfir reikningana þína, sama hvort þú nýtir þér greiðslu- þjónustu eða ekki. ■ Safnaðu fyrir því sem þú ætlar að kaupa. SPARNAÐARRÁÐ BRYNHILDAR BRYNHILDUR PÉTURSDÓTTIR HJÁ NEYT- ENDASAMTÖKUNUM Heldur sjálf heimilis- bókhald til að sjá í hvað hún eyðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Útgjöldin > Kílóverð á vínarpylsum í ágústmánuði hvers árs. Miðað við meðalverð á landinu öllu. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Fátt vita meðvitaðir neytendur skemmtilegra en að gera góð kaup. Lalli skrif- ar: „Ég gleymdi auka sokkum þegar ég fór í ræktina. Fór því bara berfættur út í skón- um og ætlaði að þrauka berfættur út daginn. Leiðin lá í Fylgifiska á Suðurlands- braut að kaupa úrvals fisk- rétt í kvöldmatinn. Í glugg- anum á rakarastofu Ágústar og Garðars við hliðina sá ég sokkastand með því sem ég gat ekki betur séð en væru úrvals sokkar. Verðið líka fínt: þrjú pör í pakka á 620 kall. Ég var ekkert að tvínóna við þetta og skellti mér á pakka. Afgreiðslukonan var svo væn að láta mig fá sér poka undir sokkana svo ég þyrfti ekki að setja þá í Fylgi- fiskapokann. Því hver vill fisk- angandi sokka? Góð kaup og sokkamálum dagsins reddað!“ Óvænt kjarakaup: Sokkar á rakarastofu Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is Pix-myndir, sem sérhæfa sig í skólaljósmyndum, hafa fallist á tilmæli talsmanns neytenda um að þögn foreldra og forráða- manna feli ekki í sér samþykki við kaupum á bekkjarmyndum og annarri skólatengdri ljósmyndun. Talsmaður neytenda beindi þeim tilmælum til Pix-mynda að láta af svonefndri neikvæðri samnings- gerð, sem felur í sér að ef foreldrar afþakka ekki sérstaklega kaup á skólaljósmyndum var litið á það sem samþykki og gerð inn- heimtukrafa samkvæmt því. Pix-myndir hafa fallist á tilmælin og einnig að afturkalla kröfur í innheimtu sem eru komnar til vegna neikvæðrar samningsgerðar. Ákvörðunin mun þegar vera komin til framkvæmda. - kg ■ Þjónusta: Þögn ekki sama og samþykki N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1 – Meira í leiðinni 15% AFSLÁTTUR ER GÓÐ BYRJUN Á VETRINUM Forsjálir bifreiðaeigendur fá 15% afslátt af heilsársdekkjum og umfelgun á þeim fram til 12. október. Gerðu bílinn kláran fyrir allt árið, borgaðu minna og losnaðu við biðraðirnar. 15% AFSLÁ TTUR AF HEILS ÁRSDE KKJUM TIL 12 . OKT. Réttarhálsi 2 - Sími: 440 1326 Bíldshöfða 2 - Sími 440 1318 Fellsmúla 24 - Sími: 440 1322 Ægisíðu 102 - Sími: 440 1320 Langatanga 1a, Mos. - Sími: 440 1378 Reykjavíkurvegi 56, Hfj. - Sími: 440 1374 Dalbraut 14, Akranes - Sími: 440 1394 Vesturbraut 552, Vallarheiði - Sími: 440 1372 Við erum í næsta nágrenni við þig: DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is ■ Alexander Shinwell, kokkur á Steak and Play í Reykjavík, passar að lifa ekki á kreditkortinu. „Ég held að fólk passi sig ekki nógu mikið. Það fær himinháar-heim- ildir hjá bankanum og þýtur svo í að kaupa nýjan bíl eða fara í rausnarleg ferðalög um heiminn. Það er kannski mikið skemmtilegra að eyða en spara, en ég held að fólk ætti að byrja á að borga reikningana þegar það fær peninga í hendurnar í staðinn fyrir að þjóta út og kaupa sér nýtt dót. Að leggja ein- hverja prósentu af mánaðarlaunun- um til hliðar til að borga heimildina hjá bankanum eru mín bestu ráð.“ GÓÐ HÚSRÁÐ BORGA FYRST, EYÐA SVO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.