Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 6
6 25. september 2008 FIMMTUDAGUR Forsetakosningar 2008 UMHVERFISMÁL Stofnaður hefur verið hópur um friðlýsingu Skjálfandafljóts og höfðu um 260 skráð sig á stuðningslista í gær á www.skjalfandafljot.is. Heimamenn áttu frumkvæði að stofnun hópsins, segir talsmaður hans, Sigurlína Tryggvadóttir. „Þetta er fallegt svæði sem hægt er að njóta á betri hátt en með virkjun. Fossarnir í því myndu ekki lifa hana af og svo er talsverð ferðamennska á svæðinu sem yrði fyrir slæmum áhrifum,“ segir Sigurlína. „Við erum ekki á móti virkjunum sem slíkum en það eru fáar jökulár eftir óspilltar.“ - kóþ Íbúar á Norðurlandi: Stofna hóp um friðlýsingu Skjálfandafljóts Dyrhólaeyjarfundum frestað Sveitarstjórn Mýrdalshrepps segir það vonbrigði að Umhverfisstofnun fresti hvað eftir annað fundum um Dyrhólaey og skorar á stofnunina að halda þá fundi sem hafa verið boðaðir. UMHVERFISMÁL Reisa búðir við Búðarháls Landsvirkjun hefur fengið stöðuleyfi fyrir vinnubúðir vegna fyrirhugaðrar Búðarhálsvirkjunar við Þjórsá. Í vinnu- búðunum verða skrifstofa, mötuneyti og svefnálma sem áætlað er að standi til ársins 2012. ORKUMÁL NOREGUR Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, telur það á misskilningi byggt að skortur sé á lögreglumönnum í Noregi. Komið hefur fram í norskum fjölmiðlum að lögreglumenn sárvantar þar í landi og að þeir telja kjörunum um að kenna að nýir lögreglu- menn fáist ekki til starfa. Lögreglu- mannaskorturinn var til umræðu á stórþinginu í gær, að sögn VG. Erna Solberg, leiðtogi hægri- manna, lét þá í ljós áhyggjur sínar yfir því að ekki takist að manna helgarvaktir lögreglu- manna þar sem lögreglumenn vilji ekki lengur vinna yfirvinnu í jafnmiklum mæli og áður. - ghs Lögreglan í Noregi: Vantar menn á helgarvaktir KNUT STORBERGET IÐNAÐUR Árna M. Mathiesen fjár- málaráðherra líst vel á þær hug- myndir Helga Hjörvars, þingmanns Samfylkingar og formanns umhverfisnefndar Alþingis, sem Helgi lýsti í Morgunblaðinu í gær. Þar kom fram að við núverandi aðstæður í efnahagsmálum þyrfti að skapa fjárfestingarkosti í land- inu. Einn þeirra gæti verið að selja einkafyrir- tækjum rekstur Kárahnjúka- virkjunar eða annarra virkj- ana. Þetta yrði gert í ákveðinn tíma, allt að fjörutíu ár, en ríkið sjálft ætti virkjanirnar, enn sem fyrr. Nefndi Helgi álfyrir- tækið Alcoa sem hugsanlegan leigutaka. „Mér líst vel á þessa hugmynd um að leigja reksturinn og hún er þess virði að við skoðum hana vel,“ segir Árni, en Landsvirkjun er undir hans ráðu- neyti. Árni segir að leiði þessi skoðun í ljós að leigan þyki fýsilegur kostur þurfi að finna heppilega tímasetn- ingu til að framkvæma hugmynd- ina. Ekkert finnst um útleigu virkj- ana í stjórnarsáttmálanum en Árni telur ekki að það skipti miklu máli. „Ef menn koma sér saman um eitt- hvað annað en er þar, þá er ekkert sem bannar það,“ segir hann. Helgi stakk einnig upp á því að stofnaður yrði sérstakur auðlinda- sjóður um meðal annars olíurétt, vatns- og hitaréttindi og réttinn til nýtingar fiskistofna við landið. Þessar auðlindir yrðu gerðar að „ævarandi eign þjóðarinnar“. Með þessu verði búið svo um hnútana að „eftir hálfa öld verði fiskurinn í sjónum ekki einkaeign arabískra olíufursta eða annarra framandi fjárfesta“, sagði Helgi. Fjármála- ráðherra segist ekki hafa metið þessa hugmynd Helga nægilega vel til að ræða hana. Ekki náðist í talsmann Alcoa en Ágúst F. Hafberg hjá Norðuráli- Century Aluminium, sem rekur álver á Grundartanga og reisir álver í Helguvík, segir hugmyndina athyglisverða, en hún hafi ekki verið rædd innan fyrirtækisins. Iðnaðarráðherra veitti ekki viðtal vegna þessa en úr ráðuneyti hans heyrðist að þar hefði grein Helga verið lesin af mikilli athygli og með ánægju. klemens@frettabladid.is Ráðherra líst vel á útleigu á virkjunum Fjármálaráðherra er áhugasamur um hugmyndir formanns umhverfisnefndar um að leigja einkafyrirtækjum virkjanir í eigu hins opinbera. Hann tjáir sig ekki um auðlindasjóð. Talsmaður Norðuráls segir hugmyndina „athyglisverða“. KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Helgi Hjörvar segir koma til greina að selja Alcoa rekstur virkj- unarinnar til 40 ára. Engin rök séu fyrir því að ríkið reki slíka þjónustu. Landsvirkjun myndi framleiða áfram fyrir almenning og önnur fyrirtæki en stóriðju. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁRNI MATTHÍAS MATHIESEN HELGI HJÖRVAR Mér líst vel á þessa hugmynd um að leigja reksturinn og hún er þess virði að við skoðum hana vel. ÁRNI MATHIESEN FJÁRMÁLARÁÐHERRA LANDBÚNAÐUR Talsvert foktjón varð á kornökrum bæjarins Mánárbakka í Tjörneshreppi. Þetta kemur fram á nýrri vefsíðu sveitarinnar, tjorneshreppur.is. Bjarni Aðalgeirsson, bóndi á Mánárbökkum, áætlar að uppskeran af sex hektara landi hafi verið um það bil 35 tonn af blautu korni sem hann áætlar að séu um 17 tonn af þurrkuðu korni. Hins vegar setti mikið sunnanrok strik í reikninginn en Bjarni segir veðrið það versta sem hafi gert á svæðinu í fjölmörg ár. Telur hann að alls hafi hátt í átta til níu tonn af blautu korni horfið út í veður og vind, auk hálmsins af því sem búið var að slá eftir því sem fram kemur á nýju vefsíðunni. - kdk Tjörneshreppur: Tjón á ökrum vegna roks KORNAKUR Miklir vindar á Mánárbökk- um skertu kornuppskeru. DÝRALÍF „Þær eru reyndar ekki í Pollinum eins og hinar þrjár en það eru komnar tvær í viðbót hér innarlega í Eyjafjörðinn,“ segir Hlynur Ármannsson, útibússtjóri Hafrannsóknastofnunar á Akureyri. Þar með eru andarnefjurnar orðnar fimm sem blasa við Akureyringum sem horfa til hafs um þessar mundir. Ekki er langt á milli hópanna tveggja en þrjár eru á Pollinum en nýliðarnir tveir eru hinum megin við Oddeyrina. „Við verðum bara meira og meira hissa á öllu saman,“ segir Hlynur sem segir enga haldbæra skýringu hafa fundist á þessari hegðun þeirra. - jse Fimm andarnefjur í Eyjafirði: Eyri á milli vina BANDARÍKIN, AP Á föstudagskvöld verða fyrstu sjónvarpskappræð- ur forsetaframbjóðendanna Bar- acks Obama og Johns McCain í Bandaríkjunum. Alls verða kapp- ræður forsetaefnanna þrennar fram að kosningum, auk þess sem varaforsetaefnin Joe Biden og Sarah Palin mætast einu sinni. Frammistaða frambjóðend- anna í þessum kappræðum gæti sem hægast ráðið úrslitum um það hvernig atkvæði falla 4. nóv- ember. Eins og staðan er í efna- hagsmálum núna má búast við að það sem þeir segja um efnahags- málin ráði kannski mestu um afstöðu kjósenda, ekki síst þeirra sem enn eru óákveðnir. Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un frá AP og Yahoo eru 18 pró- sent kjósenda enn óákveðin eða líkleg til að láta málflutning frambjóðendanna hafa áhrif á sig, nú þegar aðeins fimm vikur eru til kosninga. Flestir þessara kjósenda segja efnahagsmálin skipta sig mestu máli, og þeir segjast jafnframt hafa orðið fyrir persónulegum skaða af völdum efnahagsvanda þjóðarinnar. - gb Nærri fimmtungur bandarískra kjósenda óákveðinn eða leiðitamur: Efnahagsmálin ráða úrslitum BARACK OBAMA Forsetaefni demókrata mætir repúblikananum McCain í fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hafa innbyrðis erjur áhrif á tiltrú almennings á lögreglu- yfirvöldum? Já 82,2% Nei 17,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú heimsótt grafreit Bobbys Fischer? Segðu þína skoðun á vísir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.