Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 20
22 25. september 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Gömul hugmynd „Með því að leggja niður íslenzku krónuna hætt- um við að geta búið til ýmisleg sjálfskaparvíti, svo sem íslenzka einkaverðbólgu og margvís- legar fjármagnstilfærslur í blekk- ingarskyni. Eftir það verður nánast ekki hægt að hafa meiri verðbólgu hér á landi en í nágrenn- inu,“ segir í leiðara Jónasar Kristjáns- sonar í Dagblaðinu, 8. október 1976. Þar fjallar hann um slaginn við verð- bólguna og kveður niðurlagningu krónu annan tveggja valkosta. Hinn kostinn sagði hann að taka upp verðtryggingu. Fullreynt með krónuna Nú eru liðin rúm þrjátíu ár og vaðandi verðbólga þrátt fyrir allar verðtryggingar. Ef til vill er ekki að undra þótt enn sé hreyft við þeirri hugmynd að kasta krónunni. Í leiðaranum gamla segir Jónas í niðurlagi: „Vitanlega særir það stolt þjóðarinnar að hafa engan eigin gjaldmiðil. En það er illskárra en skömmin af þeirri krónu, sem þjóðin hefur verið að rýra í aldar- fjórðung. Skynsamlegt gæti verið að viðurkenna getuleysi okkar við að halda reisn krón- unnar og reyna að byggja upp heilbrigð fjár- mál á öðrum grund- velli.“ KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 333 4.220 +1,27% Velta: 3.417 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,80 +0,74% ... Atorka 5,50 +3,97% ... Bakkavör 24,15 -0,62% ... Eimskipafélagið 4,26 -1,39% ... Exista 7,23 +2,70% ... Glitnir 15,40 +2,80% ... Icelandair Group 20,10 -0,50% ... Kaupþing 739,00 +0,27% ... Landsbankinn 23,00 +0,88% ... Marel Food Systems 92,00 +0,55% ... SPRON 3,30 +3,13% ... Straumur-Burðarás 9,08 +4,01% ... Össur 96,10 +0,63% MESTA HÆKKUN STR.-BURÐARÁS +4,01% ATORKA +3,97% SPRON +3,13% MESTA LÆKKUN TEYMI -17,65% EIK BANKI -4,76% ATL. PETROLEUM -2,53% Peningaskápurinn … Verðbólga jókst lítið eitt minna en greiningardeildir banka höfðu spáð milli mánaða í september, eða um 0,86 prósent. Tólf mánaða verð- bólga fór þar með í 14,0 prósent, samvæmt Hagstofu Íslands, úr 14,5 prósentum í ágúst. Verðbólga án húsnæðis er heldur meiri, eða 1,25 prósent milli ágúst og september, en 14,7 prósent horft til 12 mánaða. Greiningardeildir bankanna hafa allar spáð hraðri hjöðnun verðbólgu á næsta ári og telja hana nærri hámarki nú. Í frétt Hagstofunnar kemur fram að verð á fötum og skóm hafi hækkað um 11,2 prósent, aðallega vegna sumarútsöluloka. Verð á þjónustu hækkaði um 1,1 prósent. Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,7 prósent. „Þar af voru áhrif af lækkun mark- aðsverðs -0,14 prósent en áhrif af hækkun raunvaxta voru 0,03 pró- sent,“ segir Hagstofan. Verð á nýjum bílum lækkaði um 1,8 pró- sent. - óká Í SEÐLABANKANUM Seðlabankastjór- arnir Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson á vaxta- ákvörðunarfundi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Verðbólga í 14 prósent Hluthafar samheitalyfjafyrirtæk- isins Actavis hafa ákveðið að bæta 180 milljónum evra, jafnvirði 25 milljarða króna, í bækur félags- ins. Stærsti hluthafinn, Novator, sem er í eigu stjórnarformannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, leggur til áttatíu prósent af nýju hlutafé, jafnvirði tuttugu millj- arða króna. Aðrir hluthafar leggja til í samræmi við eignarhlut. „Það eru mörg tækifæri í sam- heitalyfjabransanum nú á sama tíma og afskaplega lítið lánsfé er í boði. Það er því frábært að fá þetta,“ segir Sigurður Óli Ólafs- son, forstjóri Actavis. „Þessi við- bót gerir okkur kleift að vaxa frekar.“ Sigurður bætir við að Act- avis sé að skoða nokkur tækifæri, svo sem kaup á frumlyfjum frá rótgrónari fyrirtækjum. Enn fremur segir Sigurður nið- ursveifluna nú koma samheita- lyfjafyrirtækjum á borð við Acta- vis til góða. „Fólk sparar seint við sig í lyfjakaupum. Samheitalyfin eru ódýrari en frumlyfin og við sjáum aukningu ef eitthvað er,“ segir hann. - jab Hlutafé aukið til vaxtar S JÁ L F B Æ R L ÍF S S T ÍL L S J Á L F B Æ R S A M F É L Ö G S JÁ L F B Æ R F Y R IR T Æ K JA R E K S T U R Námstefna Vistverndar í verki Leiðbeinendur www.landvernd.is/vistvernd Nýtið einstakt tækifæri til að efla umhverfismennt Íslandi. Vistvernd í verki Menntun til sjálfbærni MARKAÐSPUNKTAR Norski seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 5,75 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar sérfræðinga í Noregi. Innlánssstofnanir gáfu út 43 íbúðalán í ágúst en það jafngildir um tveimur lánveitingum á dag þá tuttugu við- skiptadaga sem voru í mánuðinum. Greiningardeild Kaupþings bendir á að ný lán hafi aldrei verið færri. Kaupþing ætlar að bjóða út sértryggð skuldabréf með lánshæfismat Aaa frá Moody’s til fagfjárfesta vegna fjármögnunar á nýjum íbúðalánum. Þetta er í samræmi við stefnu bankans að útboð á sértryggðum skuldabréfum til fjármögnunar á nýjum íbúðalánum fari fram að lágmarki ársfjórðungslega. Gengi krónunnar tók sprett um stundarfjórðungi fyrir lokun gjaldeyrismarkaða í gær eftir nokkra veikingu framan af degi og styrktist gengi krónunnar um 1,87 prósent þegar yfir lauk. Gengis vísitalan, sem hafði snert tæp 183 stig um þrjúleytið, endaði í 178,8 stigum. Þetta er fimmti dagurinn í mán- uðinum sem krónan styrkist en annað skiptið sem hækkunin er meiri en eitt prósent. Vísitalan hefur legið í hæstu hæðum upp á síðkastið og endaði í hæsta gildi, 181,4 stigum, í fyrra- dag. Veltan nam samtals 25,8 millj- örðum króna á gjaldeyrismarkaði í gær. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst skýrist styrkingin í lok dags af því að innlendir fjár- festar hafi ekki talið líkur á að evran muni rjúfa 140 krónur í bráð og því selt evrur og bandaríkja- dali í skiptum fyrir krónur í tölu- verðu magni. Þá megi einnig vera að einhver hluti styrkingarinnar liggi í því að Landsbankinn hefur sett þak á samningsupphæðir í afleiðusamn- ingum með gjaldeyri en það hefur verið lækkað úr 300 milljónum króna í 100 milljónir. Samkvæmt heimildum Markað- arins kemur þetta fram í tölvu- pósti sem starfsmaður bankans sendi fyrir mistök á hóp viðskipta- vina. Í bréfinu kom fram að ástæða lækkunar þaksins væri sú að verið væri að verja eiginfjárstöðu bank- ans. Slíkt þak er ekki hjá hinum stóru viðskiptabönkunum, eftir því sem Markaðurinn kemst næst. - jab/óká Krónan tók óvæntan sprett ÍSLENSKIR SEÐLAR Innlendir fjárfestar seldu erlendan gjaldeyri rétt fyrir lokun viðskiptadagsins í gær. Það skilaði sér í snarpri styrkingu krónunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Seðlabanki Bandaríkjanna hefur gert 40 milljarða dollara gjaldeyrisskipta- samning við seðlabanka Norðurlandanna og Ástr- alíu. Ísland er ekki aðili að samningnum. „Það vakna auðvitað spurningar um af hverju Ísland er ekki með í þessum samningum. Það hefði auðvitað verið æskilegt að Ísland hefði fengið að vera með í þessum samningi,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis. Samkvæmt samningnum, sem tilkynnt var um aðfaranótt mið- vikudags, munu seðlabankar Sví- þjóðar og Ástralíu fá aðgang að 10 milljörðum hvor, og seðlabankar Danmerkur og Noregs fá aðgang að fimm milljörðum hvor. Mark- aðurinn hefur eftir Seðlabanka Svíþjóðar að seðlabankar Norður- landanna hafi átt frumkvæði að samningi. Engar skýringar hafa fengist á því af hverju Seðlabanki Íslands er ekki með í þessum samningi. „Að svo stöddu er ekki að vænta yfirlýsingar Seðlabanka Íslands um gjaldmiðlaskiptasamninga bandaríska seðlabankans við seðlabanka nokkurra landa sem tilkynnt var um í morgun“ segir í tilkynningu Seðlabanka Íslands. Í tilkynningu frá Seðlabanka Bandaríkjanna var þessi ákvörð- un skýrð með „auknum þrýstingi á mörkuðum“ og eftirspurn eftir dollurum. Í síðustu viku fjórfald- aði Seðlabanki Bandaríkjanna upphæðir sem seðlabönkum Evr- ópu, Sviss, Englands, Japans og Kanada standa til boða með gjald- eyrisskiptasamningum. „Af þessum samningum sést viðleitni Seðlabanka Bandaríkj- anna til að leggja sitt af mörkum til að verja fjármála- kerfi heimsins,“ segir Ólafur Ísleifsson, lekt- or við Háskól- ann í Reykjavík, en í laugardags- blaði Frétta- blaðsins lýsti Ólafur þeirri skoðun sinni að Ísland ætti að leita eftir samningi af þessu tagi. „Ég kalla eftir því að Seðlabankinn skýri af hverju hann er ekki þáttakandi í þessum samn- ingum“ segir Ólafur. Ásgeir Jónsson hjá greiningar- deild Kaupþings segir að það sé gjaldeyrisskortur á markaðnum og að það hefði verið virkilega jákvætt ef íslenski seðlabankinn hefði verið með í þessum samningi. „Fyrirfram er ástæðulaust að gera ráð fyrir öðru en að slíku erindi yrði vel tekið,“ segir Ólafur og bætir við að slíkur samningur væri „gríðarlega mikilvægur fyrir Ísland, en örsmár fyrir Seðlabanka Bandaríkjanna“. Ingólfur Bender tekur í sama streng og segir að fyrst Seðlabanki Bandaríkjanna sé tilbúinn til að koma seðlabönkum annarra landa til hjálpar með þess- um hætti veki það ákveðnar vonir um að umleitunum Íslendinga myndi tekið vel. Samkvæmt heimildum Markað- arins eru tvær skýringar möguleg- ar á því af hverju Ísland hafi ekki verið með í þessum samningi. Ann- aðhvort hafi seðlabankar Norður- landanna eða Bandaríkjanna hafn- að þátttöku Íslands, eða að Seðlabanki Íslands hafi ekki sóst eftir þátttöku. msh@markadurinn.is Ísland ekki með í gjaldeyrisskiptum Gjaldeyrisskiptasamningar Seðlabanka Bandaríkjanna Með gjaldeyrisskiptasamningi Seðlabanka Bandaríkjanna við seðlabanka Ástralíu, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur bætast 40 milljarðar við 180 millj- arða í nýjum samningum sem tilkynntir voru á fimmtudaginn var. Heildarupphæð gjaldeyrisskiptasamninga Seðlabanka Bandaríkjanna við alþjóðlega seðlabanka nemur nú 287 milljörðum dollara. 40 110 27 60 10 5 5 10 10 Tölur eru í milljörðum dala© GRAPHIC NEWS/FRÉTTABLAÐIÐ BEN BERNANKE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.